Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn Sigrún Eldjárn skrifar 21. maí 2012 16:00 Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun