Fleiri fréttir

Umræða, ekki afneitun

Ögmundur Jónasson skrifar

Fundarhöld eru stór hluti af lífi stjórnmálamanns. Það þyrfti heila grein – og væri hún lítið skemmtileg – til að fjalla um þann fjölda funda sem meðalstjórnmálamaður situr á einni viku. Sumir fundir eru venjubundnir og ef til vill takmarkað gagnlegir á meðan aðrir fundir eru líflegir og fræðandi, opna jafnvel augu þátttakenda og sá fræjum til framtíðar. Sama á við um ráðstefnur, hvort sem þær eru alþjóðlegar eða bundnar við ein landamæri.

Syndir Geirs og drengskapur þingmanna

Markús Möller skrifar

Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um hætta við að láta Geir Haarde bera syndir bankahrunsins – einan. Einhverjir þingmenn VG hafa snúist eða horfið af þingi og aðrir séð sig um hönd. Heyrast þá ekki hljóð úr Samfylkingunni að það væri stílbrot ef þessi fyrsta beiting landsdómslaganna yrði slegin af á Alþingi, og það sé auk þess betra fyrir sakborninginn að ganga sín svipugöng og verja sig en liggja ævilangt undir ámæli.

Stattu keikur Geir

Lárus Jón Guðmundsson skrifar

Stattu keikur Geir Haarde og bregstu vel við Landsdómi þínum. Þú ert lögfræðimenntaður og veist að í því réttarríki sem við búum eru allir saklausir uns sekt hefur verið sönnuð.

Um niðurfellingu sakamáls

Ragnar H. Hall skrifar

Fyrir fáeinum dögum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Róbert Spanó lagaprófessor þar sem hann fór yfir lögfræðileg álitaefni um niðurfellingu máls fyrir Landsdómi. Prófessorinn komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi færi með ákæruvald í málinu, málið væri rekið eftir meginreglum laga um meðferð sakamála nr. 50/2008 og þetta sama ákæruvald hefði fulla heimild til að fella málið niður með nýrri ákvörðun.

Forsetakosningarnar í Senegal

Guðrún Helga Jóhannsdóttir og Fjóla Einarsdóttir skrifar

Mál málanna í Senegal í Vestur-Afríku þessar vikurnar eru komandi forsetakosningar sem fara fram þann 26. febrúar næstkomandi. Rúmlega 20 frambjóðendur hafa tilkynnt framboð sitt, Hæstiréttur úrskurðar þann 28. janúar hvaða frambjóðendur eru gjaldgengir og endanlegur listi verður birtur í kjölfarið. Í ljósi þess að ekki er öruggt hvort núverandi forseti, Abdoulaye Wade, fái heimild til þess að bjóða sig aftur fram er mikil spenna eftir væntanlegum úrskurði Hæstaréttar.

Matvælaöryggið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hollusta og hreinleiki eru orðin sem gjarnan eru notuð þegar íslenzkum matvælum er lýst og þau eru markaðssett.

Spegluð kennslustund

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Sú var tíðin að piltur bað föður sinn að kenna sér að binda bindishnút. Nú fara ungir menn með skjótum hætti í smiðju Youtube sem kennir skref fyrir skref þetta vandasama verk. Prjónadella íslenskra kvenna hefur kennt mörgum að leita á sömu slóðir en fjölmörg myndbönd kenna affellingu og loftlykkju sem sparar ófá sporin til mömmu eða ömmu.

Vísitölufjölskyldan er gjaldþrota!

Karl Sigfússon skrifar

VARÚÐ! Í þessum pistli er að finna staðreyndir um fjárhagsstöðu íslenskra heimila sem valdið geta óhug og vanlíðan. Pistlahöfundur ráðleggur viðkvæmum frá því að lesa lengra.

Góðan dag, kæri vinur

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: "Góðan dag, kæri vinur.“ Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli.

Kæri herra Jón

Heiða Sigurjónsdóttir skrifar

Ég er leikskólakennari. Ég er ákaflega stolt af minni fagstétt og enn stoltari af börnunum "mínum" sem ég hitti á hverjum degi - framtíð landsins.

Rangfærslum svarað

Sigmar Guðmundsson skrifar

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé "lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða“.

Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja

Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Þórður Á. Hjaltested skrifa

Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum.

Staðgöngumæðrun: hvað mótar álit þitt?

Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede skrifar

Alþingi hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu 23 þingmanna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Tvær þingnefndir hafa fjallað um tillöguna, heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd og skiluðu meirihlutar beggja nefnda jákvæðu áliti. Af hverju skila þessar þingnefndir jákvæðum álitum þrátt fyrir að umsagnarðilar séu margir hverjir neikvæðir? Ástæðan er einföld; neikvæðir umsagnaðilar styðjast helst við hugmyndir, tilgátur og gamlar kenningar m.a. siðfræðinga en ekki niðurstöður fagrannsókna. Eins og flestum er kunnugt eru tilgátur og hugmyndir ekki staðreyndir en mikið er um neikvæðar fullyrðingar í umsögnunum sem ekki eru sannar. Margir hafa sett fram neikvæðar tilgátur um staðgöngumæðrun en það hefur einnig verið rannsakað hvort þær séu sannar eður ei.

Mistök á að leiðrétta

Ögmundur Jónasson skrifar

Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag segir eftirfarandi um fyrirsjáanleg átök á Alþingi um að fallið verði frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra: "Þar munu mætast stálin stinn og báðar fylkingar virðast nokkuð sigurvissar. Hvernig það mál fer verður ákveðinn mælikvarði á styrk stjórnarinnar.“

Fækkun ráðuneyta og efling Stjórnarráðsins

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta.

Á frímiða inn í nýja árið

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta.

Lækkun skattbyrðar

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar.

Skattpíning?

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði.

Hvað ef hið óhugsandi gerist?

Þórir Guðmundsson skrifar

Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur.

Rúv heillum horfið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir.

Svartfuglar og náttúruvernd

Elvar Árni Lund skrifar

Umræða um velferð svartfuglastofna hefur farið hátt undanfarið. Af skrifum umhverfisráðherra má ætla að frumvarp um breytingu laga sé aðeins fyrsta skrefið til að banna veiðar á svartfuglum alfarið. Undirrituð voru í starfshópi ráðherra sem fjallaði um fimm tegundir svartfugla. Vinnubrögð og umgjörð hópstarfsins eru tilefni þessara skrifa.

Forsetakosningar og fjáraustur

Stefán Jón Hafstein skrifar

Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð.

Ómetanleg þekking og reynsla hjá slysavarnadeildum SL

Hörður Már Harðarson og Margrét Laxdal skrifar

Við erum reglulega minnt á skelfilegar afleiðingar slysa og um leið á þá staðreynd að hætturnar leynast víða. Slysavarnafélagið var stofnað fyrir 84 árum, eða 28. janúar 1928, og þá var það meginmarkmið félagsins að auka slysavarnir á sjó. Árangur af slysavörnum er þó oft illmælanlegur enda erfitt að telja slys sem ekki urðu en þó er ljóst að hann er gífurlegur.

„Háskólasjúkraþorpið í Vatnsmýrinni“

Guðni Ágústsson skrifar

Fyrst menn deila nú um Vaðlaheiðargöng sem alltof dýra framkvæmd eða Hólmsheiðartugthús, hvað með Landspítalaháskólasjúkrahús? Ein framkvæmdin kostar 2 milljarða, önnur 10 milljarða, sú þriðja 50 – til 100 milljarða?

Orðspor

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti.

Salt, sílíkon og kadmíum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Stóra saltmálið kemur upp í beinu framhaldi af sílíkonpúðamálinu sem aftur kom upp í framhaldi af kadmíum-málinu.

Fýluferð á föstudegi

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Andskotinn, þetta er vesen,“ hugsaði ég með mér þegar ég uppgötvaði að ég hafði keyrt um á útrunnu ökuskírteini í þrjá mánuði. Ég gróf upp símanúmerið hjá gamla ökukennaranum mínum og pantaði ökumat síðar í sömu viku. Ökumatið gekk bara nokkuð vel; ég þótti vera öruggur ökumaður en mætti vera aðeins duglegri við að gefa stefnuljós. Þá þarf ég að gæta þess að stoppa alveg, en ekki næstum því, við stöðvunarskyldu. Gott og vel, ég var kominn með ökumatið og gat þá endurnýjað ökuskírteinið hjá sýslumanni. Það var föstudagur og ég ákvað að klára málið bara strax.

Með höfuðið uppi í rassgatinu

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Nýtt upphaf hefur alltaf heillað mig, sama hversu stóran eða lítinn viðburð það felur í sér. Ég endurræsi tölvuna mína oft á dag, hendi reglulega öllu úr ísskápnum mínum og læt stundum þvo öll fötin mín í einu. Allt í nafni endurnýjunar. Ég hef skipt nokkuð reglulega um vinnu síðustu ár og eftir misheppnuð ástarsambönd rofar ekki til í huga mínum fyrr en ég átta mig á ferskleikanum sem felst í nýju upphafi.

Karlmennskan í fyrirrúmi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég komst aldeilis í hann krappan nýverið þegar ég gekk örna minna í háskólanum í Kordóba. Mér var ekkert voðalega mikið mál en þar sem ég átti langa ökuferð fyrir höndum taldi ég betra að tæma blöðruna. Þegar ég kem svo á þetta íturvaxna salerni er þar heilt hreingerningarlið að störfum. Þrjár konur með spreibrúsa, tuskur, moppu og mikinn hreingerningarvagn.

Aginn festur í sessi

Ólafur Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því um helgina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) aðstoðaði nú fjármálaráðuneytið við gerð nýrrar rammalöggjafar, sem á að koma meira aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og töku ákvarðana um þau á Alþingi.

Fúsk & Fyrirlitning hf.

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Horfinn Silfursjóður!

Öllum er væntanlega enn í fersku minni frábær árangur íslenska landsliðsins í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þar vann íslenska liðið til silfurverðlauna og varð þar með fyrst liða á Íslandi til að vinna til verðlauna í hópíþróttum á Ólympíuleikum. Í kjölfar frábærs árangurs og glæsilegrar móttöku tugþúsunda Íslendinga í miðbæ Reykjavíkur á hetjum okkar var stofnaður sjóður á vegum Reykjavíkurborgar sem fékk það sjálfsagða heiti, Silfursjóður Reykjavíkurborgar.

Skattbyrði allra hefur þyngst

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja.

Trompa sérhagsmunir tjáningarfrelsi?

Smári McCarthy skrifar

Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress.

Spilling og siðbót

Magnús Halldórsson skrifar

Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn.

Enn af hlerunum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn hefur athyglin beinzt að símahlerunum lögreglunnar, eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að tugum manna, sem höfðu stöðu grunaðra í rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á bankahruninu, hefði á síðustu vikum verið greint bréflega frá því að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilfellum leið hálft annað ár frá því að heimild fékkst til hlerana og þar til viðkomandi var tilkynnt um hlerunina.

Lærum af Norðmönnum

Ingimar Einarsson skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 30. nóvember sl. undrast sá mæti guðsmaður séra Örn Bárður Jónsson hversu örðugt það reynist okkur sem þjóð að halda í heiðri mikilvæg siðfræðileg gildi og tryggja að hinn sögulegi arfur flytjist milli kynslóða stjórnmálamanna.

Ódýrar talnakúnstir Viðskiptaráðs

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum.

Er Mammon íslenskur?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar.

Gylfi Arnbjörnsson leiðréttur

Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Í viðtali sem birt er á visi.is þann 12. janúar er rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, um málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til að fá laun sín leiðrétt. Seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum.

Sjá næstu 50 greinar