Hvað ef hið óhugsandi gerist? Þórir Guðmundsson skrifar 17. janúar 2012 06:00 Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur. Á undanförnum árum höfum við að auki byggt upp kerfi fyrir viðbrögð við vá. Björgunarsveitir bjarga fólki, Rauði krossinn hlúir að þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín með skjóli, fæði og klæðum eins og með þarf. Opinberir aðilar skipuleggja starfið undir forystu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sem betur fer hafa hamfarir, sem yfir okkur hafa dunið, verið tiltölulega takmarkaðar í tíma og rúmi. Eldgosið í Heimaey er eina dæmið um miklar náttúruhamfarir sem hafa haft áhrif á mörg þúsund manna bæjarfélag hér á landi. En hvað ef hið mikla og óvænta gerist, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu sem sífellt stækkar? Hvað ef atburður eins og jarðskjálftinn á Haítí fyrir tveimur árum – sem kom flestum á óvart – verður á Íslandi? Erum við undirbúin? Á vettvangi Rauða krossins hefur verið mikil umræða um viðbúnað við neyð meðal þróaðra þjóða. Japanar, Nýsjálendingar, Ástralar og jafnvel Bandaríkjamenn hafa allir nýlega þurft að þiggja alþjóðlega aðstoð. Liður í undirbúningi fyrir að hið óhugsandi gerist er að skoða hvernig við getum þegið alþjóðlega aðstoð, ef á henni reynist þörf. Lög og reglur – hér á landi líkt og annars staðar – geta nefnilega reynst Þrándur í Götu aðstoðar á neyðarstund. Miðað við núgildandi lög er óvíst nema við myndum neita að hleypa leitarhundum inn í landið, krefjast vegabréfsáritunar af sumum erlendum hjálparstarfsmönnum og fara fram á ítarlega og tafsama tollmeðferð fyrir hjálpargögn. Að tillögu Rauða krossins lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á nýafstaðinni Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf að þau hygðust láta fara fram skoðun á því hvaða lög og reglur geta virkað sem hindranir í vegi alþjóðlegrar aðstoðar, ef til neyðarástands kemur. Í stjórnkerfinu og á vegum Rauða krossins er verið að vinna að málinu. Það er mikilvægt og brýnt. Við þurfum að hafa að leiðarljósi spurninguna: Hvað ef hið óhugsandi gerist – á morgun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og veðurofsa. Í ellefuhundruð ára sögu byggðar höfum við lært að búa við þau skilyrði sem náttúran setur okkur. Á undanförnum árum höfum við að auki byggt upp kerfi fyrir viðbrögð við vá. Björgunarsveitir bjarga fólki, Rauði krossinn hlúir að þeim sem þurfa að yfirgefa heimili sín með skjóli, fæði og klæðum eins og með þarf. Opinberir aðilar skipuleggja starfið undir forystu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sem betur fer hafa hamfarir, sem yfir okkur hafa dunið, verið tiltölulega takmarkaðar í tíma og rúmi. Eldgosið í Heimaey er eina dæmið um miklar náttúruhamfarir sem hafa haft áhrif á mörg þúsund manna bæjarfélag hér á landi. En hvað ef hið mikla og óvænta gerist, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu sem sífellt stækkar? Hvað ef atburður eins og jarðskjálftinn á Haítí fyrir tveimur árum – sem kom flestum á óvart – verður á Íslandi? Erum við undirbúin? Á vettvangi Rauða krossins hefur verið mikil umræða um viðbúnað við neyð meðal þróaðra þjóða. Japanar, Nýsjálendingar, Ástralar og jafnvel Bandaríkjamenn hafa allir nýlega þurft að þiggja alþjóðlega aðstoð. Liður í undirbúningi fyrir að hið óhugsandi gerist er að skoða hvernig við getum þegið alþjóðlega aðstoð, ef á henni reynist þörf. Lög og reglur – hér á landi líkt og annars staðar – geta nefnilega reynst Þrándur í Götu aðstoðar á neyðarstund. Miðað við núgildandi lög er óvíst nema við myndum neita að hleypa leitarhundum inn í landið, krefjast vegabréfsáritunar af sumum erlendum hjálparstarfsmönnum og fara fram á ítarlega og tafsama tollmeðferð fyrir hjálpargögn. Að tillögu Rauða krossins lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á nýafstaðinni Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf að þau hygðust láta fara fram skoðun á því hvaða lög og reglur geta virkað sem hindranir í vegi alþjóðlegrar aðstoðar, ef til neyðarástands kemur. Í stjórnkerfinu og á vegum Rauða krossins er verið að vinna að málinu. Það er mikilvægt og brýnt. Við þurfum að hafa að leiðarljósi spurninguna: Hvað ef hið óhugsandi gerist – á morgun?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar