Lækkun skattbyrðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. janúar 2012 06:00 Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin. Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH). Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis, fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.Samanburður á skattbyrði. Smellið á myndina til að stækka hana.Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Tengdar fréttir Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin. Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH). Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis, fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.Samanburður á skattbyrði. Smellið á myndina til að stækka hana.Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál.
Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar