Með höfuðið uppi í rassgatinu Atli Fannar Bjarkason skrifar 16. janúar 2012 20:00 Nýtt upphaf hefur alltaf heillað mig, sama hversu stóran eða lítinn viðburð það felur í sér. Ég endurræsi tölvuna mína oft á dag, hendi reglulega öllu úr ísskápnum mínum og læt stundum þvo öll fötin mín í einu. Allt í nafni endurnýjunar. Ég hef skipt nokkuð reglulega um vinnu síðustu ár og eftir misheppnuð ástarsambönd rofar ekki til í huga mínum fyrr en ég átta mig á ferskleikanum sem felst í nýju upphafi. Höfuð mitt er fast svo langt uppi í rassgatinu á mér að ég á afar erfitt með að setja mig í spor annarra. Þess vegna skil ég ekki ótta fólks við nýtt ár og viðleitnina til að láta áramót breyta sér í nýja manneskju, helst á einum mánuði: „Fokk! það er komið nýtt ár! og ég er ennþá sami fávitinn! verð að breyta því!" Klukkan hefur varla slegið tólf á miðnætti þann 31. desember þegar líkamsræktarstöðvar byrja að moka út árskortum. Eðli mannskepnunnar samkvæmt breytast þessi kort svo sjálfkrafa í einhliða fjárhagslegan stuðning við stöðvarnar um miðjan febrúar. Steiktur kjúklingur byrjar svo aftur að seljast sem aldrei fyrr. Svo mikið að kjúklingastaðirnir ná ekki einu sinni að manna allar stöðurnar við djúpsteikingarpottana. Nýtt ár og óttinn við það veltir sömu dómínókubbum af stað á hverju ári. Múrmeldýradagur dauðans. Þetta er svo mikill misskilningur því nýtt ár er ekkert sem þarf að óttast. Jafnvel þótt janúar sé miskunnarlaus mánuður að mörgu leyti; kaldur, dimmur og það er andskotans ekkert í sjónvarpinu, fyrir utan blessaðar íþróttirnar. Sem ég elska. En við sjóndeildarhring janúar blasir við eintóm sæla, sumar og sól. Janúar er botninn á árinu, en þar er einmitt besta spyrnan og leiðin liggur aðeins upp. Með hækkandi sól og alls kyns væmnisvæli sem ég ætla ekki að skrifa. Ef ofangreint raus er ekki ástæða til að líta framtíðina björtum augum, þá á ég nokkur góð ráð. Fólk getur prófað að strá þurrkuðum dúfuskít yfir lappir sínar, en sumir segja að það færi fólki mikla farsæld, þó ég hafi ekki sannreynt aðferðina. Loks ættu þeir sem borðuðu augnbaunir um áramótin ekki að þurfa að óttast, þeir eiga nefnilega eftir að hagnast mikið á árinu. Samkvæmt einhverju gömlu bulli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Nýtt upphaf hefur alltaf heillað mig, sama hversu stóran eða lítinn viðburð það felur í sér. Ég endurræsi tölvuna mína oft á dag, hendi reglulega öllu úr ísskápnum mínum og læt stundum þvo öll fötin mín í einu. Allt í nafni endurnýjunar. Ég hef skipt nokkuð reglulega um vinnu síðustu ár og eftir misheppnuð ástarsambönd rofar ekki til í huga mínum fyrr en ég átta mig á ferskleikanum sem felst í nýju upphafi. Höfuð mitt er fast svo langt uppi í rassgatinu á mér að ég á afar erfitt með að setja mig í spor annarra. Þess vegna skil ég ekki ótta fólks við nýtt ár og viðleitnina til að láta áramót breyta sér í nýja manneskju, helst á einum mánuði: „Fokk! það er komið nýtt ár! og ég er ennþá sami fávitinn! verð að breyta því!" Klukkan hefur varla slegið tólf á miðnætti þann 31. desember þegar líkamsræktarstöðvar byrja að moka út árskortum. Eðli mannskepnunnar samkvæmt breytast þessi kort svo sjálfkrafa í einhliða fjárhagslegan stuðning við stöðvarnar um miðjan febrúar. Steiktur kjúklingur byrjar svo aftur að seljast sem aldrei fyrr. Svo mikið að kjúklingastaðirnir ná ekki einu sinni að manna allar stöðurnar við djúpsteikingarpottana. Nýtt ár og óttinn við það veltir sömu dómínókubbum af stað á hverju ári. Múrmeldýradagur dauðans. Þetta er svo mikill misskilningur því nýtt ár er ekkert sem þarf að óttast. Jafnvel þótt janúar sé miskunnarlaus mánuður að mörgu leyti; kaldur, dimmur og það er andskotans ekkert í sjónvarpinu, fyrir utan blessaðar íþróttirnar. Sem ég elska. En við sjóndeildarhring janúar blasir við eintóm sæla, sumar og sól. Janúar er botninn á árinu, en þar er einmitt besta spyrnan og leiðin liggur aðeins upp. Með hækkandi sól og alls kyns væmnisvæli sem ég ætla ekki að skrifa. Ef ofangreint raus er ekki ástæða til að líta framtíðina björtum augum, þá á ég nokkur góð ráð. Fólk getur prófað að strá þurrkuðum dúfuskít yfir lappir sínar, en sumir segja að það færi fólki mikla farsæld, þó ég hafi ekki sannreynt aðferðina. Loks ættu þeir sem borðuðu augnbaunir um áramótin ekki að þurfa að óttast, þeir eiga nefnilega eftir að hagnast mikið á árinu. Samkvæmt einhverju gömlu bulli.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun