Svartfuglar og náttúruvernd Elvar Árni Lund skrifar 17. janúar 2012 06:00 Umræða um velferð svartfuglastofna hefur farið hátt undanfarið. Af skrifum umhverfisráðherra má ætla að frumvarp um breytingu laga sé aðeins fyrsta skrefið til að banna veiðar á svartfuglum alfarið. Undirrituð voru í starfshópi ráðherra sem fjallaði um fimm tegundir svartfugla. Vinnubrögð og umgjörð hópstarfsins eru tilefni þessara skrifa. Skipaður var sex manna starfshópur af umhverfisráðherra. Flestum að óvörum bættist sjöundi aðilinn við á fyrsta fundinum, fulltrúi Fuglaverndar. Sami aðili var þátttakandi og stjórnaði rannsóknum á svartfuglum sem lagðar voru fram. Rannsóknir hans voru m.a. lagðar fram í starfshópnum og „meirihlutinn“ byggir tillögur sínar á þeim þrátt fyrir ýmislegt gagnrýnisvert, t.d. langan tími á milli vöktunar og fjölda vöktunarstaða. Samsetning starfshópsins er athyglisverð en formaðurinn, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, hafði þá þegar lýst yfir áhyggjum vegna veiða á umræddum tegundum. Aðrir sem hópinn skipuðu voru frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, SKOTVÍS og Bændasamtökunum. Þá var skipaður í hópinn formaður annarrar nefndar á vegum ráðuneytisins, „Villidýranefndarinnar“, sem vinnur nú að tillögum að breytingum á lögum 64/1994 fyrir umhverfisráðuneytið. Sami fulltrúi hafði þegar lagt til friðun svartfugla á þeim vettvangi. Fulltrúum hagsmunaaðila eins og lundaveiðimönnum og eggjatökumönnum var hins vegar ekki boðið að taka þátt, né heldur fulltrúa frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga (sem ber að hafa samráð við skv. lögum). Valdahlutfall innan hópsins hefði þá líka verið orðið óljóst og óþægilegt fyrir áform ráðherra. Undirrituð gagnrýndu á fyrstu fundum að enginn fulltrúi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu eða stofnun þess, s.s. Hafrannsóknastofnun eða óháður fiskifræðingur, en lengi vel voru rannsóknir á svartfuglum einmitt á könnu Hafró. Þar á bæ voru svartfuglar metnir í þúsundum tonna, sem gefur ágætis hugmynd um hve gríðarstórir stofnarnir eru. Fundir voru haldnir ört til að byrja með enda átti upphaflega að keyra vinnuna í gegn á 6-7 vikum! Fljótlega kom í ljós að verulega vantaði upp á skipulagið og vinnubrögðin. Fundarboð og efni voru send út jafnvel seint um kvöld sem og fundarboð fyrir fund morguninn eftir. Ritun fundargerða var ábótavant og þrátt fyrir tilkynningu um að formaður ritaði fundargerðir á 1. fundi var þeim aldrei dreift. Tillögur og annað sem fram kom á fundum var ekki fært til bókar eða kynnt skriflega. Á áætluðum lokafundi starfshópsins, höfðu fulltrúar NÍ og Fuglaverndar komið sér fyrir í skotgröfum og uppástóðu skyndilega og án fyrirvara að stofnarnir þyldu engar veiðar, þrátt fyrir að hafa rætt um og lagt mat á veiðiþol á fyrri fundum. Þar sem engin var fundargerðin er hins vegar ekki hægt að sýna fram á þetta, en minnispunktar okkar tala sínu máli. Brátt kom í ljós að talsmenn alfriðunar myndu hvergi gefa eftir, þrátt fyrir tillögur SKOTVÍS og BÍ um að hefja og taka þátt í rannsóknum sem gætu varpað mynd á áhrif veiða á svartfuglastofnana. Sé litið yfir skýrsluna fá rannsóknir um aðra áhrifaþætti en veiði ekkert vægi og ekki er vísað í neinar rannsóknir um skaðsemi minka og kanína þrátt fyrir að annar fulltrúi ráðuneytisins sé sérfræðingur um minka. Undirrituð þurftu ítrekað að gera athugasemdir við skýrsluna þar sem hvergi átti að minnast á afrán refs, líkt og áhrif hans á fuglavarp væru óþekkt! Athugasemdir „meirihlutans“ rötuðu beint í skýrsluna en þess krafist að við hin gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í séráliti. Fjöldinn allur af tölvupóstum sem gengu á milli aðila vinnuhópsins benda til þess að verkefnið hafi verið vanmetið hvað varðar tíma og forsendur til að geta tekið ákvarðanir. Fagleika var ábótavant og svo fór að nefndin klofnaði með úrsögn Bændasamtakanna og séráliti frá Umhverfisstofnun og SKOTVÍS. „Meirihlutinn“ var nefnilega búinn að móta sér skoðun þegar í upphafi og vinna starfshópsins því sýndarmennska. Tillögurnar hafa lítið með náttúruvernd að gera og atlaga ráðherra að svartfuglaveiðum snýst um eitthvað annað en að bjarga risavöxnum fuglastofnum frá óljósri hættu sem flestir telja að stafi af ætisskorti. Aftur og aftur kom það upp í hópnum að ekki væri hægt að efla eftirlit og rannsóknir því það vantaði fjármagn. Því virðist það einfalt og ódýrt „að banna bara veiðar“ og slá fram klisjunni „að náttúran eigi að njóta vafans“. Veiðibann án mælanlegra markmiða og viðmiða er hins vegar ekki viðunandi og alls óljóst hvenær aflétta á slíku banni. Vilji umhverfisráðherra raunverulega beita sér fyrir náttúruvernd, fuglavernd og bættri afkomu fuglastofna er henni í lófa lagið að fá Umhverfisstofnun það verkefni að skipuleggja veiðar á mink og ref af alvöru og aflétta friðun refs á Hornströndum. Á sl. 30 árum hefur refnum fjölgað mjög hratt, sennilega er stofninn tólf sinnum stærri nú en um 1980. Þá hefur það sýnt sig að átak í fækkun minks skilar árangri en slíkt verk er hvorki unnið á einni nóttu né heldur tekur það enda á einu ári. Hvort tveggja eru langtímaverkefni, vel framkvæmanleg en þurfa eins og öll önnur verkefni nauðsynlegt fjármagn. Þetta eru dæmi um náttúruvernd í verki, hafið yfir allan vafa þar sem allir vita að rándýr éta önnur dýr og fugla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um velferð svartfuglastofna hefur farið hátt undanfarið. Af skrifum umhverfisráðherra má ætla að frumvarp um breytingu laga sé aðeins fyrsta skrefið til að banna veiðar á svartfuglum alfarið. Undirrituð voru í starfshópi ráðherra sem fjallaði um fimm tegundir svartfugla. Vinnubrögð og umgjörð hópstarfsins eru tilefni þessara skrifa. Skipaður var sex manna starfshópur af umhverfisráðherra. Flestum að óvörum bættist sjöundi aðilinn við á fyrsta fundinum, fulltrúi Fuglaverndar. Sami aðili var þátttakandi og stjórnaði rannsóknum á svartfuglum sem lagðar voru fram. Rannsóknir hans voru m.a. lagðar fram í starfshópnum og „meirihlutinn“ byggir tillögur sínar á þeim þrátt fyrir ýmislegt gagnrýnisvert, t.d. langan tími á milli vöktunar og fjölda vöktunarstaða. Samsetning starfshópsins er athyglisverð en formaðurinn, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, hafði þá þegar lýst yfir áhyggjum vegna veiða á umræddum tegundum. Aðrir sem hópinn skipuðu voru frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, SKOTVÍS og Bændasamtökunum. Þá var skipaður í hópinn formaður annarrar nefndar á vegum ráðuneytisins, „Villidýranefndarinnar“, sem vinnur nú að tillögum að breytingum á lögum 64/1994 fyrir umhverfisráðuneytið. Sami fulltrúi hafði þegar lagt til friðun svartfugla á þeim vettvangi. Fulltrúum hagsmunaaðila eins og lundaveiðimönnum og eggjatökumönnum var hins vegar ekki boðið að taka þátt, né heldur fulltrúa frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga (sem ber að hafa samráð við skv. lögum). Valdahlutfall innan hópsins hefði þá líka verið orðið óljóst og óþægilegt fyrir áform ráðherra. Undirrituð gagnrýndu á fyrstu fundum að enginn fulltrúi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu eða stofnun þess, s.s. Hafrannsóknastofnun eða óháður fiskifræðingur, en lengi vel voru rannsóknir á svartfuglum einmitt á könnu Hafró. Þar á bæ voru svartfuglar metnir í þúsundum tonna, sem gefur ágætis hugmynd um hve gríðarstórir stofnarnir eru. Fundir voru haldnir ört til að byrja með enda átti upphaflega að keyra vinnuna í gegn á 6-7 vikum! Fljótlega kom í ljós að verulega vantaði upp á skipulagið og vinnubrögðin. Fundarboð og efni voru send út jafnvel seint um kvöld sem og fundarboð fyrir fund morguninn eftir. Ritun fundargerða var ábótavant og þrátt fyrir tilkynningu um að formaður ritaði fundargerðir á 1. fundi var þeim aldrei dreift. Tillögur og annað sem fram kom á fundum var ekki fært til bókar eða kynnt skriflega. Á áætluðum lokafundi starfshópsins, höfðu fulltrúar NÍ og Fuglaverndar komið sér fyrir í skotgröfum og uppástóðu skyndilega og án fyrirvara að stofnarnir þyldu engar veiðar, þrátt fyrir að hafa rætt um og lagt mat á veiðiþol á fyrri fundum. Þar sem engin var fundargerðin er hins vegar ekki hægt að sýna fram á þetta, en minnispunktar okkar tala sínu máli. Brátt kom í ljós að talsmenn alfriðunar myndu hvergi gefa eftir, þrátt fyrir tillögur SKOTVÍS og BÍ um að hefja og taka þátt í rannsóknum sem gætu varpað mynd á áhrif veiða á svartfuglastofnana. Sé litið yfir skýrsluna fá rannsóknir um aðra áhrifaþætti en veiði ekkert vægi og ekki er vísað í neinar rannsóknir um skaðsemi minka og kanína þrátt fyrir að annar fulltrúi ráðuneytisins sé sérfræðingur um minka. Undirrituð þurftu ítrekað að gera athugasemdir við skýrsluna þar sem hvergi átti að minnast á afrán refs, líkt og áhrif hans á fuglavarp væru óþekkt! Athugasemdir „meirihlutans“ rötuðu beint í skýrsluna en þess krafist að við hin gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í séráliti. Fjöldinn allur af tölvupóstum sem gengu á milli aðila vinnuhópsins benda til þess að verkefnið hafi verið vanmetið hvað varðar tíma og forsendur til að geta tekið ákvarðanir. Fagleika var ábótavant og svo fór að nefndin klofnaði með úrsögn Bændasamtakanna og séráliti frá Umhverfisstofnun og SKOTVÍS. „Meirihlutinn“ var nefnilega búinn að móta sér skoðun þegar í upphafi og vinna starfshópsins því sýndarmennska. Tillögurnar hafa lítið með náttúruvernd að gera og atlaga ráðherra að svartfuglaveiðum snýst um eitthvað annað en að bjarga risavöxnum fuglastofnum frá óljósri hættu sem flestir telja að stafi af ætisskorti. Aftur og aftur kom það upp í hópnum að ekki væri hægt að efla eftirlit og rannsóknir því það vantaði fjármagn. Því virðist það einfalt og ódýrt „að banna bara veiðar“ og slá fram klisjunni „að náttúran eigi að njóta vafans“. Veiðibann án mælanlegra markmiða og viðmiða er hins vegar ekki viðunandi og alls óljóst hvenær aflétta á slíku banni. Vilji umhverfisráðherra raunverulega beita sér fyrir náttúruvernd, fuglavernd og bættri afkomu fuglastofna er henni í lófa lagið að fá Umhverfisstofnun það verkefni að skipuleggja veiðar á mink og ref af alvöru og aflétta friðun refs á Hornströndum. Á sl. 30 árum hefur refnum fjölgað mjög hratt, sennilega er stofninn tólf sinnum stærri nú en um 1980. Þá hefur það sýnt sig að átak í fækkun minks skilar árangri en slíkt verk er hvorki unnið á einni nóttu né heldur tekur það enda á einu ári. Hvort tveggja eru langtímaverkefni, vel framkvæmanleg en þurfa eins og öll önnur verkefni nauðsynlegt fjármagn. Þetta eru dæmi um náttúruvernd í verki, hafið yfir allan vafa þar sem allir vita að rándýr éta önnur dýr og fugla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar