Forsetakosningar og fjáraustur Stefán Jón Hafstein skrifar 17. janúar 2012 06:00 Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð. Mikilvægt er að frambjóðendur standi jafnt að vígi til að kynna sig og stefnumál sín. Í ljósi grimmilegrar reynslu okkar Íslendinga af pólitískri spillingu er mikilvægt að jafna leikinn á sem flesta lund, ekki síður fyrir kjósendur en frambjóðendur. Því legg ég til að væntanlegir frambjóðendur komi sér saman um siðareglur og leikreglur er varða fjármál þeirra allra, umfram það sem lög kveða á um.Tugmillljóna framboð? Samkvæmt lögum Alþingis um fjármál framboða er leikurinn nú ójafn. Framboð til forseta Íslands má kosta viðkomandi frambjóðanda kringum 34 millljónir króna að hámarki. Miðað við hinn misskipta fjárhag landsmanna má ljóst vera að þetta fé verður ekki auðtekið frá mjólkurpeningum þúsunda heimila. Aðrir hafa úr meiru að spila, svo sem andvirði lítils sumarbústaðar. Væntanlegir frambjóðendur standa því ójafnir að vígi í upphafi. Stuðningsmenn framboða eru líka ójafnir. Hámarksupphæð sem fyrirtæki (lögaðilar) mega gefa er 400 þúsund krónur á ári til eins frambjóðanda (væntanlega sömu upphæð mörg ár i röð?). Einstaklingar mega gefa 400 þúsund krónur hver. (Hjón með tvö börn á kjörskrá gefa því 1.6 milljónir ef þau vilja). Allnokkur fjöldi heimila er í þeirri stöðu að geta gefið frambjóðanda 1-2 milljónir, eða meira ef gefið er líka í nafni afa og ömmu. Miklu fleiri heimili munu eiga erfitt með að hósta upp nokkrum tugum þúsunda og mörg hver láta sér nægja lægri upphæð fyrir sinn mann eða sína konu enda þröngt fyrir. Misskipting tekna og eigna skapar Íslendingum mismunandi möguleika til að styrkja frambjóðanda að vali. Þetta er í einu orði sagt: Ólýðræðislegt. Og óþarft. Því er svo við að bæta að fyrirtæki ættu alls ekki að hafa leyfi til að styrkja einstaklinga til framboðs; ekki hafa þau kosningarétt. Þegar þjóðin kýs einstakling til æðsta embættis á hún ein að koma að máli.Hvað er til ráða? Alþingi hefur skipað svona fyrir með lögum, en um er að ræða hámarksupphæðir. Frambjóðendur geta sjálfir komið sér saman um mun minni kostnað. Nú reynir á siðferðisþrek þeirra sem sækjast eftir embætti forseta. Eru þeir tilbúnir að jafna leikinn fyrirfram? Þar sem þjóðin og frambjóðendur eru enn á byrjunarreit má stinga upp á eftirfarandi reglum sem frambjóðendur koma sér saman um að fylgja sjálfviljugir. Um hvert einstakt framboð gildi: 1) Hámarkskostnaður verði 10 milljónir (auglýsingar, úthringingar og fleira meðtalið). 2) Ekki verði tekið við fé eða gæðum frá fyrirtækjum. 3) Hámarksframlög einstaklinga til hvers framboðs verði 10 þúsund krónur. (Til að ná 10 milljóna markinu þyrfti því 1.000 einstaklinga sem gæfu hámarksupphæð). 4) Engin takmörk verði á framlagi sjálfboðaliða, notkun á netmiðlun eða margmiðlun nema afnotagjöld takmarki. Framboðin komi sér saman um sameiginlegan vettvang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli: 1) Framboðin taka sameiginlega við framlögum fyrirtækja (að hámarki 400.000) til að reka kynningarsjóð undir stjórn trúnaðarmanna. Hér er komið í veg fyrir óæskileg áhrif atvinnugreina eða fyrirtækjasamsteypa á kosningabaráttu einstaklinga. 2) Framlög frá einstaklingum umfram kr. 10 þúsund og allt að kr. 400.000 rennni einnig í þennan sjóð. 3) Framboðin gefa út sameiginleg kynningarrit og standa fyrir framboðsfundum í öllum kjördæmum þar sem frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði. 4) Framboðin koma fram saman til viðræðu við helstu fjölmiðla um kynningarmál. Sjálfgefið er að Ríkisúvarpið gæti jafnræðis, hefð er fyrir því sama á Stöð 2 og tengdum miðlum. Kannað hvort helstu fréttablöð vilji móta jafnræðisstefnu að óskertu ritstjórnarfrelsi. 5) Framboðin koma sér saman um endurskoðanda og reikningsskilareglur til að tryggja að reglum sé fylgt.Kostirnir eru jafnræði Þessi blanda tryggir einstökum frambjóðendum talsvert rými til að skapa sérstöðu með kynningum og sjálfboðaliðastarfi innan ramma 10 milljóna króna. Varla telst það óhóf að verja sem kostnaði af einum vænum jeppa til framboðs enda hægt að skipuleggja stuðning víða að. Til viðbótar kæmi svo hinn sameiginlegi vettvangur þar sem allir sætu við sama borð og fengju að skína við ýmis tækifæri allt eftir verðleikum en ekki fjármagni umfram hina. Kosningar með þessum hætti (eða svipuðum) yrðu mun lýðræðislegri en Alþingi leggur til og til muna hóflegri án þess þó að nokkur hætta sé á að kjósendum verði illa þjónað. Hafni frambjóðandi að taka þátt í svona samstarfi verður hann dæmdur samkvæmt því af kjósendum. Að auki legg ég til að frambjóðendur ræði þá hugmynd að gera framboðum siðareglur í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir forsetaembættið. Þetta tvennt saman myndi skapa traust og velvilja í upphafi kosningabaráttu og brjóta blað í lýðræðissögu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð. Mikilvægt er að frambjóðendur standi jafnt að vígi til að kynna sig og stefnumál sín. Í ljósi grimmilegrar reynslu okkar Íslendinga af pólitískri spillingu er mikilvægt að jafna leikinn á sem flesta lund, ekki síður fyrir kjósendur en frambjóðendur. Því legg ég til að væntanlegir frambjóðendur komi sér saman um siðareglur og leikreglur er varða fjármál þeirra allra, umfram það sem lög kveða á um.Tugmillljóna framboð? Samkvæmt lögum Alþingis um fjármál framboða er leikurinn nú ójafn. Framboð til forseta Íslands má kosta viðkomandi frambjóðanda kringum 34 millljónir króna að hámarki. Miðað við hinn misskipta fjárhag landsmanna má ljóst vera að þetta fé verður ekki auðtekið frá mjólkurpeningum þúsunda heimila. Aðrir hafa úr meiru að spila, svo sem andvirði lítils sumarbústaðar. Væntanlegir frambjóðendur standa því ójafnir að vígi í upphafi. Stuðningsmenn framboða eru líka ójafnir. Hámarksupphæð sem fyrirtæki (lögaðilar) mega gefa er 400 þúsund krónur á ári til eins frambjóðanda (væntanlega sömu upphæð mörg ár i röð?). Einstaklingar mega gefa 400 þúsund krónur hver. (Hjón með tvö börn á kjörskrá gefa því 1.6 milljónir ef þau vilja). Allnokkur fjöldi heimila er í þeirri stöðu að geta gefið frambjóðanda 1-2 milljónir, eða meira ef gefið er líka í nafni afa og ömmu. Miklu fleiri heimili munu eiga erfitt með að hósta upp nokkrum tugum þúsunda og mörg hver láta sér nægja lægri upphæð fyrir sinn mann eða sína konu enda þröngt fyrir. Misskipting tekna og eigna skapar Íslendingum mismunandi möguleika til að styrkja frambjóðanda að vali. Þetta er í einu orði sagt: Ólýðræðislegt. Og óþarft. Því er svo við að bæta að fyrirtæki ættu alls ekki að hafa leyfi til að styrkja einstaklinga til framboðs; ekki hafa þau kosningarétt. Þegar þjóðin kýs einstakling til æðsta embættis á hún ein að koma að máli.Hvað er til ráða? Alþingi hefur skipað svona fyrir með lögum, en um er að ræða hámarksupphæðir. Frambjóðendur geta sjálfir komið sér saman um mun minni kostnað. Nú reynir á siðferðisþrek þeirra sem sækjast eftir embætti forseta. Eru þeir tilbúnir að jafna leikinn fyrirfram? Þar sem þjóðin og frambjóðendur eru enn á byrjunarreit má stinga upp á eftirfarandi reglum sem frambjóðendur koma sér saman um að fylgja sjálfviljugir. Um hvert einstakt framboð gildi: 1) Hámarkskostnaður verði 10 milljónir (auglýsingar, úthringingar og fleira meðtalið). 2) Ekki verði tekið við fé eða gæðum frá fyrirtækjum. 3) Hámarksframlög einstaklinga til hvers framboðs verði 10 þúsund krónur. (Til að ná 10 milljóna markinu þyrfti því 1.000 einstaklinga sem gæfu hámarksupphæð). 4) Engin takmörk verði á framlagi sjálfboðaliða, notkun á netmiðlun eða margmiðlun nema afnotagjöld takmarki. Framboðin komi sér saman um sameiginlegan vettvang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli: 1) Framboðin taka sameiginlega við framlögum fyrirtækja (að hámarki 400.000) til að reka kynningarsjóð undir stjórn trúnaðarmanna. Hér er komið í veg fyrir óæskileg áhrif atvinnugreina eða fyrirtækjasamsteypa á kosningabaráttu einstaklinga. 2) Framlög frá einstaklingum umfram kr. 10 þúsund og allt að kr. 400.000 rennni einnig í þennan sjóð. 3) Framboðin gefa út sameiginleg kynningarrit og standa fyrir framboðsfundum í öllum kjördæmum þar sem frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði. 4) Framboðin koma fram saman til viðræðu við helstu fjölmiðla um kynningarmál. Sjálfgefið er að Ríkisúvarpið gæti jafnræðis, hefð er fyrir því sama á Stöð 2 og tengdum miðlum. Kannað hvort helstu fréttablöð vilji móta jafnræðisstefnu að óskertu ritstjórnarfrelsi. 5) Framboðin koma sér saman um endurskoðanda og reikningsskilareglur til að tryggja að reglum sé fylgt.Kostirnir eru jafnræði Þessi blanda tryggir einstökum frambjóðendum talsvert rými til að skapa sérstöðu með kynningum og sjálfboðaliðastarfi innan ramma 10 milljóna króna. Varla telst það óhóf að verja sem kostnaði af einum vænum jeppa til framboðs enda hægt að skipuleggja stuðning víða að. Til viðbótar kæmi svo hinn sameiginlegi vettvangur þar sem allir sætu við sama borð og fengju að skína við ýmis tækifæri allt eftir verðleikum en ekki fjármagni umfram hina. Kosningar með þessum hætti (eða svipuðum) yrðu mun lýðræðislegri en Alþingi leggur til og til muna hóflegri án þess þó að nokkur hætta sé á að kjósendum verði illa þjónað. Hafni frambjóðandi að taka þátt í svona samstarfi verður hann dæmdur samkvæmt því af kjósendum. Að auki legg ég til að frambjóðendur ræði þá hugmynd að gera framboðum siðareglur í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir forsetaembættið. Þetta tvennt saman myndi skapa traust og velvilja í upphafi kosningabaráttu og brjóta blað í lýðræðissögu landsins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun