Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar 19. janúar 2012 06:00 Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. Markmið með sameiningu spítalanna Í Reykjavík var að skapa forsendur fyrir nútímalegan háskólaspítala. Í fyrsta lagi varðar það fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella sem nægilegur er til kennslu og rannsóknarstarfsemi. Í annan stað er um að ræða samþjöppun sérhæfðrar þekkingar starfsmanna og er forsenda þess að spítalinn geti sinnt nær öllum tegundum sjúkratilfella sem að höndum ber. Þrátt fyrir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er Landspítali langminnstur háskólaspítala á Norðurlöndum. Spítalinn er með starfsemi á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu en meginstarfsemin er í Fossvogi og við Hringbraut. Ekki er hægt að sameina alla bráðastarfsemi spítalans á öðrum hvorum staðnum án verulegra úrbóta á húsnæði. Kostir til úrbóta eru fáir þar sem mestur hluti núverandi bygginga spítalans er hannaður um eða fyrir miðja síðustu öld fyrir sjúkrahússstarfsemi sem var allt annars eðlis. Margskipting á starfsemi sem þarf að virka sem ein heild bitnar á þjónustu við sjúklinga. Full hagkvæmni og faglegur ábati næst ekki fyrr en öll starfsemin er sameinuð á einn stað. Starfsfólk nær sjúklingumStarfsmenn í umönnun ganga langar vegalengdir og verja allt að 30% vinnutímans til gangs. Hægt er að minnka þessa sóun um helming. Því verða legudeildir byggðar upp sem átta rúma þyrpingar umhverfis starfstöð en á hverri deild verða þrjár slíkar þyrpingar. Hjúkrunarfólk hefur með þessu mun betri yfirsýn yfir þann hóp sjúklinga sem það annast. Dagsbirta, gott útsýni og hlýlegt og notalegt umhverfi hefur lækningamátt. Allt er þetta haft í fyrirrúmi við hönnun nýbygginga spítalans. Ýmis tæknimál auka öryggi og létta undir svo sem að í öllum stofum verða lyftubrautir í lofti þannig að auðveldlega er hægt að koma hreyfihömluðum á salerni eða í sturtu. Líklegt er að bakverkur eða bakmeiðsl starfsmanna minnki svo um muni. Aukið öryggiMistök við lyfjagjafir eru algengustu mistök sem verða á sjúkrahúsum um allan heim, oft með alvarlegum afleiðingum. Vélskömmtun lyfja frá miðlægu sjúkrahúsapóteki verður stórkostleg framför hvað öryggi sjúklinga varðar. Dreifing lyfja, sértiltekin og pökkuð fyrir hvern sjúkling með rörpósti á sjúkradeildir sparar tíma og eykur öryggi. Sama er um sendingar sýna með rörpósti. Þær eru öruggari og mun fljótvirkari. Bráðamóttaka sjúklinga er nú á fimm mismunandi stöðum þó meginstarfsemin hafi verið sameinuð í Fossvogi. Flestar sérgreinar hafa sínar höfuðstöðvar ýmist í Fossvogi eða á Hringbraut. Eftir að innlögn hefur verið ákveðin þarf að flytja sjúklingana þangað sem viðeigandi meðferð fer fram. Iðulega þarf að flytja fárveika sjúklinga milli bæjarhluta með ærinni áhættu og fyrirhöfn. Þessir flutningar munu verða úr sögunni þegar spítalinn verður kominn á einn stað. Veruleg fækkun spítalasýkingaMikilvægasta breytingin sem snýr beint að sjúklingnum er að gert er ráð fyrir einbýlisstofum með salerni og sturtu. Ávinningurinn er fjölþættur. Almennt er gert ráð fyrir að sjúklingur vistist á sömu stofu frá innlögn til útskriftar. Þessi breyting fækkar spítalasýkingum verulega. Eru dæmi um allt að 45% fækkun sýkinga við það að spítaladeild flutti í húsnæði þar sem eingöngu voru einbýlisstofur með salerni. Umgangur og hávaði minnka og þar af leiðandi verður hvíld og svefn sjúklinga betri, það flýtir bata. Hægt er að virða friðhelgi einkalífs þar sem ekki þarf að afla eða gefa upplýsingar um heilsufar eða félagslegar aðstæður í áheyrn annarra. Mistök starfsmanna verða færri við þessar aðstæður þar sem flutningur sjúklinga milli stofa getur t.d. stundum valdið rangri lyfjagjöf. Byltum sjúklinga fækkar meðal annars vegna þess að margir sjúklingar veigra sé við að kveikja ljós í fjölbýli þó þeir þurfi að fara á salerni. Þá eykur það einnig vellíðan sjúklinga að aðstaða fyrir aðstandendur verður betri sem aftur leiðir til þess að þeir verja meiri tíma hjá hinum sjúka. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þurfa sjúkrahús að gera yfirvöldum sérstaka grein fyrir því ef ætlunin er að byggja legudeildir sem ekki bjóða eingöngu einbýli. Svo sjálfsagt þykir það á þeim bæ. Aðlaðandi vinnustaður mikilvægurMörgum þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem koma til starfa utan úr heimi, þaðan sem þeir hafa sótt framhaldsmenntun sína, blöskrar aðstaðan sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á hér á landi. Góð starfsaðstaða er hluti starfskjara og mikilvægur þáttur í samkeppni við umheiminn um bestu starfsmenn okkar sem margir hverjir hika við að hverfa aftur heim eftir framhaldsnám. Með hverju ári sem líður án aðgerða missir þjóðin hámenntað heilbrigðisstarfsfólk varanlega úr landi. Engan tíma má missa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. Markmið með sameiningu spítalanna Í Reykjavík var að skapa forsendur fyrir nútímalegan háskólaspítala. Í fyrsta lagi varðar það fjölda og fjölbreytileika sjúkdómstilfella sem nægilegur er til kennslu og rannsóknarstarfsemi. Í annan stað er um að ræða samþjöppun sérhæfðrar þekkingar starfsmanna og er forsenda þess að spítalinn geti sinnt nær öllum tegundum sjúkratilfella sem að höndum ber. Þrátt fyrir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er Landspítali langminnstur háskólaspítala á Norðurlöndum. Spítalinn er með starfsemi á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu en meginstarfsemin er í Fossvogi og við Hringbraut. Ekki er hægt að sameina alla bráðastarfsemi spítalans á öðrum hvorum staðnum án verulegra úrbóta á húsnæði. Kostir til úrbóta eru fáir þar sem mestur hluti núverandi bygginga spítalans er hannaður um eða fyrir miðja síðustu öld fyrir sjúkrahússstarfsemi sem var allt annars eðlis. Margskipting á starfsemi sem þarf að virka sem ein heild bitnar á þjónustu við sjúklinga. Full hagkvæmni og faglegur ábati næst ekki fyrr en öll starfsemin er sameinuð á einn stað. Starfsfólk nær sjúklingumStarfsmenn í umönnun ganga langar vegalengdir og verja allt að 30% vinnutímans til gangs. Hægt er að minnka þessa sóun um helming. Því verða legudeildir byggðar upp sem átta rúma þyrpingar umhverfis starfstöð en á hverri deild verða þrjár slíkar þyrpingar. Hjúkrunarfólk hefur með þessu mun betri yfirsýn yfir þann hóp sjúklinga sem það annast. Dagsbirta, gott útsýni og hlýlegt og notalegt umhverfi hefur lækningamátt. Allt er þetta haft í fyrirrúmi við hönnun nýbygginga spítalans. Ýmis tæknimál auka öryggi og létta undir svo sem að í öllum stofum verða lyftubrautir í lofti þannig að auðveldlega er hægt að koma hreyfihömluðum á salerni eða í sturtu. Líklegt er að bakverkur eða bakmeiðsl starfsmanna minnki svo um muni. Aukið öryggiMistök við lyfjagjafir eru algengustu mistök sem verða á sjúkrahúsum um allan heim, oft með alvarlegum afleiðingum. Vélskömmtun lyfja frá miðlægu sjúkrahúsapóteki verður stórkostleg framför hvað öryggi sjúklinga varðar. Dreifing lyfja, sértiltekin og pökkuð fyrir hvern sjúkling með rörpósti á sjúkradeildir sparar tíma og eykur öryggi. Sama er um sendingar sýna með rörpósti. Þær eru öruggari og mun fljótvirkari. Bráðamóttaka sjúklinga er nú á fimm mismunandi stöðum þó meginstarfsemin hafi verið sameinuð í Fossvogi. Flestar sérgreinar hafa sínar höfuðstöðvar ýmist í Fossvogi eða á Hringbraut. Eftir að innlögn hefur verið ákveðin þarf að flytja sjúklingana þangað sem viðeigandi meðferð fer fram. Iðulega þarf að flytja fárveika sjúklinga milli bæjarhluta með ærinni áhættu og fyrirhöfn. Þessir flutningar munu verða úr sögunni þegar spítalinn verður kominn á einn stað. Veruleg fækkun spítalasýkingaMikilvægasta breytingin sem snýr beint að sjúklingnum er að gert er ráð fyrir einbýlisstofum með salerni og sturtu. Ávinningurinn er fjölþættur. Almennt er gert ráð fyrir að sjúklingur vistist á sömu stofu frá innlögn til útskriftar. Þessi breyting fækkar spítalasýkingum verulega. Eru dæmi um allt að 45% fækkun sýkinga við það að spítaladeild flutti í húsnæði þar sem eingöngu voru einbýlisstofur með salerni. Umgangur og hávaði minnka og þar af leiðandi verður hvíld og svefn sjúklinga betri, það flýtir bata. Hægt er að virða friðhelgi einkalífs þar sem ekki þarf að afla eða gefa upplýsingar um heilsufar eða félagslegar aðstæður í áheyrn annarra. Mistök starfsmanna verða færri við þessar aðstæður þar sem flutningur sjúklinga milli stofa getur t.d. stundum valdið rangri lyfjagjöf. Byltum sjúklinga fækkar meðal annars vegna þess að margir sjúklingar veigra sé við að kveikja ljós í fjölbýli þó þeir þurfi að fara á salerni. Þá eykur það einnig vellíðan sjúklinga að aðstaða fyrir aðstandendur verður betri sem aftur leiðir til þess að þeir verja meiri tíma hjá hinum sjúka. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þurfa sjúkrahús að gera yfirvöldum sérstaka grein fyrir því ef ætlunin er að byggja legudeildir sem ekki bjóða eingöngu einbýli. Svo sjálfsagt þykir það á þeim bæ. Aðlaðandi vinnustaður mikilvægurMörgum þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem koma til starfa utan úr heimi, þaðan sem þeir hafa sótt framhaldsmenntun sína, blöskrar aðstaðan sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á hér á landi. Góð starfsaðstaða er hluti starfskjara og mikilvægur þáttur í samkeppni við umheiminn um bestu starfsmenn okkar sem margir hverjir hika við að hverfa aftur heim eftir framhaldsnám. Með hverju ári sem líður án aðgerða missir þjóðin hámenntað heilbrigðisstarfsfólk varanlega úr landi. Engan tíma má missa!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun