Trompa sérhagsmunir tjáningarfrelsi? Smári McCarthy skrifar 14. janúar 2012 06:00 Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun