Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar 17. desember 2025 14:00 Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað. Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis. Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga. Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur. Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð. Geðlæknar á geðsviði Landspítalans Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað. Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis. Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga. Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur. Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð. Geðlæknar á geðsviði Landspítalans Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar