Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar 17. desember 2025 14:00 Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað. Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis. Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga. Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur. Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð. Geðlæknar á geðsviði Landspítalans Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni bréfs Félags bráðalækna, sem undirritaður tekur heilshugar undir, er hér bréfið sem aldrei var skrifað. Opinbert bréf geðlækna vegna alvarlegra brota á mannréttindum sjúklinga í þjónustu Geðlæknar á geðsviði Landspítalans telja nauðsynlegt að upplýsa stjórnvöld og almenning um það grafalvarlega ástand sem ríkir í geðþjónustu á Íslandi. Sú staða sem upp er komin felur í sér kerfisbundin brot á mannréttindum sjúklinga, réttindum þeirra til mannlegrar reisnar, persónuverndar og næðis. Það er orðið dagleg viðfangsefni í starfi okkar á geðdeildum að glíma við öryggisógnir í tengslum við alvarlegt plássleysi og skort á starfsfólki. Þrátt fyrir það er mikilvægt að undirstrika með skýrum hætti að slíkar aðstæður geta aldrei talist eðlilegar á neinn hátt og eru alltaf óréttlætanleg brot á grundvallarréttindum sjúklinga. Vegna skorts á viðeigandi meðferðarrýmum og starfsfólki hefur það gerst að sjúklingar eru vistaðir í herbergjum, sem standast varla staðla fortíðar – hvað þá nútíðar, jafnvel svo dögum og vikum skiptir. Sú staðreynd er grafalvarleg og ber vott um neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Einungis er að þakka frumkvæði og aðlögunarhæfni yfirmanna og starfsfólks geðsviðs að hægt hefur verið að sinna áfram bráðveikum sjúklingum en alls ekki öllum þeim sem til geðsviðsins leita. Staðan á geðdeildum landsins er nú sú að aðstæður stríða gegn grundvallarreglum um trúnað og rétt sjúklinga til einkalífs, eins og kveðið er um í íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að. Geðlæknar á geðsviði líta ekki á núverandi ástand sem einstaka frávik á tímum hraða og álags heldur langvarandi kerfisbundinn vanda sem stjórnvöld verða að axla ábyrgð á. Aðstæður eru orðnar þannig að hvorki er möguleiki á að tryggja öryggi sjúklinga né tryggja virðingu og reisn þeirra sem leita sér bráðrar geðheilbrigðisþjónustu. Geðlæknar á geðsviði vilja enn fremur taka skýrt fram að bráðamóttaka geðsviðs er öryggisventill geðheilbrigðiskerfisins og álagstoppar afhjúpa í raun mun stærra vandamál heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Umfjöllun í fjölmiðlum er því miður oft einskorðuð við birtingarmyndina í stað þess að líta á heildarmyndina. Það er kominn tími til að horfast í augu við vandamálið, það er ekki vandi geðsviðs, það er ekki vandi Landspítala, þetta er vandamál heilbrigðiskerfis sem er því miður komið að fótum fram og hefur ekki einu sinni svigrúm til að takast á við árstíðabundnar sveiflur. Við hvetjum stjórnvöld til að bregðast tafarlaust við og tryggja að geðþjónusta á Íslandi uppfylli í hið minnsta lágmarksviðmið um mannréttindi, persónuvernd, öryggi og mannlega reisn. Þetta er ekki bara spurning um skipulag eða fjármögnun heldur um grundvallargildi samfélagsins og hvernig við komum fram við fólk í neyð. Geðlæknar á geðsviði Landspítalans Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun