Staðgöngumæðrun: hvað mótar álit þitt? Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede skrifar 18. janúar 2012 06:00 Alþingi hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu 23 þingmanna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Tvær þingnefndir hafa fjallað um tillöguna, heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd og skiluðu meirihlutar beggja nefnda jákvæðu áliti. Af hverju skila þessar þingnefndir jákvæðum álitum þrátt fyrir að umsagnarðilar séu margir hverjir neikvæðir? Ástæðan er einföld; neikvæðir umsagnaðilar styðjast helst við hugmyndir, tilgátur og gamlar kenningar m.a. siðfræðinga en ekki niðurstöður fagrannsókna. Eins og flestum er kunnugt eru tilgátur og hugmyndir ekki staðreyndir en mikið er um neikvæðar fullyrðingar í umsögnunum sem ekki eru sannar. Margir hafa sett fram neikvæðar tilgátur um staðgöngumæðrun en það hefur einnig verið rannsakað hvort þær séu sannar eður ei. Í umræðunni gera margir engan greinarmun á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og í þriðjaheimslöndum, velgjörð og gegn greiðslu, munur á tegundum staðgöngumæðrunar er sjaldnast rétt skilgreindur og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve vanþekking margra á málefninu var mikil buðum við Kareni Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla, til Íslands í maí sl. til að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á staðgöngumæðrun “Revisiting the Handmaid’s Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers”. Þar leitar Karen uppi allar rannsóknir sem gerðar höfðu verið og birtar um úrræðið á Vesturlöndum. Karen Busby á ættir að rekja til Skagafjarðar, er lagaprófessor og femínisti sem sérhæfir sig í mannréttindum, jafnrétti og kúgun kvenna og er einn stofnenda og forstýra mannréttindastofnunar Manitoba-háskóla. Karen fann 40 rannsóknir og voru þær einróma um ágæti þessa úrræðis og fagnaði hún þeim niðurstöðum sem og þær femínísku hreyfingar erlendis sem hún kynnti niðurstöðurnar fyrir. Hún ber niðurstöður rannsóknanna 40 saman við þær neikvæðu tilgátur sem settar hafa verið fram og kemst að þeirri niðurstöðu að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum nema síður sé. Fullyrðingar um að vestrænar konur geti ekki tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um að vera staðgöngumóðir nema að annarlegar hvatir eða utanaðkomandi þrýstingur komi til eru rangar. Fullyrðingar um að staðgöngumæður sjái oftast eftir því að gerast staðgöngumæður og vilji ekki afhenda barnið foreldrum eftir fæðingu eru rangar. Fullyrðingar um að vestrænar staðgöngumæður séu ungar, ómenntaðar og úr lægri stéttum samfélagsins og minnihlutahópum eru líka rangar. Fullyrðingar um að konur „fái sér staðgöngumóður” til að losna við meðgöngu eru fordómar gagnvart konum enda er ekki hægt að finna dæmi um slíkt í neinni rannsókn, þær áttu allar við alvarlega ófrjósemi að stríða. Að til sé mikill fjöldi málaferla vegna ósættis og óánægju staðgöngumæðra eða verðandi foreldra eru líka rangt. Karen fann 6 dómsmál sem fjölmiðlar hafa blásið upp æ ofan í æ og telur að í mesta lagi 9-10 dómsmál hafi komið upp við staðgöngumæðrun á Vesturlöndum. Karen Busby var gestur á Lagadögum lögfræðinga í maí sl. en þar var yfirskriftin „Er það réttur allra að eignast barn?”. Karen segir að málið snúist alls ekki um það heldur einfaldlega rétt kvenna til að bjóðast til þess að vera staðgöngumóðir ef þær svo kjósa og rétt kvenna til að þiggja hjálpina, annað ekki. Það er mjög mikilvægt að hlustað sé á þær konur sem vilja vera staðgöngumæður á Vesturlöndum sem og þær konur sem hafa verið staðgöngumæður til að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Dæmi um það er Jayne Frankland í Bretlandi en hún eignaðist elstu dóttur sína með aðstoð staðgöngumóður, eftir margar árangurslausar tilraunir við að eignast barn. Nokkrum árum síðar varð Jayne þunguð, öllum að óvörum. Eftir það leggur elsta dóttirin til að móðir sín endurgjaldi góðverkið með því að gerast sjálf staðgöngumóðir sem hún svo gerði fyrir ókunnugt par. Furðulegar fullyrðingar um að konur sem vilji láta gott af sér leiða í velgjörð séu ekki til eru ekki bara fordómar gagnvart konum heldur einnig kolrangar, sem betur fer. Staðgöngumæðrun snýst um rétt kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama. Þessi rök hafa verið notuð með góðum árangri m.a. þegar kemur að jafnréttisbaráttu kvenna, baráttu sem skilaði Íslandi fyrsta sæti á lista Newsweek yfir lönd þar sem best er fyrir konur að búa í heiminum í dag. Okkur ber skylda til að skoða reynslu þeirra vestrænu þjóða sem leyfa staðgöngumæðrun og vega og meta niðurstöður fagrannsókna og láta fordóma og hraktar kenningar lönd og leið. Áratugareynsla talar þar sínu máli og við getum óhrædd tekið skrefið í átt að auknu frelsi íslenskra kvenna til að taka ákvörðu um eigin líkama og tryggt enn frekar að Ísland sé það land þar sem best er fyrir konur að búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu 23 þingmanna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni á Íslandi. Tvær þingnefndir hafa fjallað um tillöguna, heilbrigðisnefnd og velferðarnefnd og skiluðu meirihlutar beggja nefnda jákvæðu áliti. Af hverju skila þessar þingnefndir jákvæðum álitum þrátt fyrir að umsagnarðilar séu margir hverjir neikvæðir? Ástæðan er einföld; neikvæðir umsagnaðilar styðjast helst við hugmyndir, tilgátur og gamlar kenningar m.a. siðfræðinga en ekki niðurstöður fagrannsókna. Eins og flestum er kunnugt eru tilgátur og hugmyndir ekki staðreyndir en mikið er um neikvæðar fullyrðingar í umsögnunum sem ekki eru sannar. Margir hafa sett fram neikvæðar tilgátur um staðgöngumæðrun en það hefur einnig verið rannsakað hvort þær séu sannar eður ei. Í umræðunni gera margir engan greinarmun á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum og í þriðjaheimslöndum, velgjörð og gegn greiðslu, munur á tegundum staðgöngumæðrunar er sjaldnast rétt skilgreindur og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve vanþekking margra á málefninu var mikil buðum við Kareni Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla, til Íslands í maí sl. til að kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á staðgöngumæðrun “Revisiting the Handmaid’s Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers”. Þar leitar Karen uppi allar rannsóknir sem gerðar höfðu verið og birtar um úrræðið á Vesturlöndum. Karen Busby á ættir að rekja til Skagafjarðar, er lagaprófessor og femínisti sem sérhæfir sig í mannréttindum, jafnrétti og kúgun kvenna og er einn stofnenda og forstýra mannréttindastofnunar Manitoba-háskóla. Karen fann 40 rannsóknir og voru þær einróma um ágæti þessa úrræðis og fagnaði hún þeim niðurstöðum sem og þær femínísku hreyfingar erlendis sem hún kynnti niðurstöðurnar fyrir. Hún ber niðurstöður rannsóknanna 40 saman við þær neikvæðu tilgátur sem settar hafa verið fram og kemst að þeirri niðurstöðu að þær eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum nema síður sé. Fullyrðingar um að vestrænar konur geti ekki tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um að vera staðgöngumóðir nema að annarlegar hvatir eða utanaðkomandi þrýstingur komi til eru rangar. Fullyrðingar um að staðgöngumæður sjái oftast eftir því að gerast staðgöngumæður og vilji ekki afhenda barnið foreldrum eftir fæðingu eru rangar. Fullyrðingar um að vestrænar staðgöngumæður séu ungar, ómenntaðar og úr lægri stéttum samfélagsins og minnihlutahópum eru líka rangar. Fullyrðingar um að konur „fái sér staðgöngumóður” til að losna við meðgöngu eru fordómar gagnvart konum enda er ekki hægt að finna dæmi um slíkt í neinni rannsókn, þær áttu allar við alvarlega ófrjósemi að stríða. Að til sé mikill fjöldi málaferla vegna ósættis og óánægju staðgöngumæðra eða verðandi foreldra eru líka rangt. Karen fann 6 dómsmál sem fjölmiðlar hafa blásið upp æ ofan í æ og telur að í mesta lagi 9-10 dómsmál hafi komið upp við staðgöngumæðrun á Vesturlöndum. Karen Busby var gestur á Lagadögum lögfræðinga í maí sl. en þar var yfirskriftin „Er það réttur allra að eignast barn?”. Karen segir að málið snúist alls ekki um það heldur einfaldlega rétt kvenna til að bjóðast til þess að vera staðgöngumóðir ef þær svo kjósa og rétt kvenna til að þiggja hjálpina, annað ekki. Það er mjög mikilvægt að hlustað sé á þær konur sem vilja vera staðgöngumæður á Vesturlöndum sem og þær konur sem hafa verið staðgöngumæður til að skilja um hvað málið snýst í raun og veru. Dæmi um það er Jayne Frankland í Bretlandi en hún eignaðist elstu dóttur sína með aðstoð staðgöngumóður, eftir margar árangurslausar tilraunir við að eignast barn. Nokkrum árum síðar varð Jayne þunguð, öllum að óvörum. Eftir það leggur elsta dóttirin til að móðir sín endurgjaldi góðverkið með því að gerast sjálf staðgöngumóðir sem hún svo gerði fyrir ókunnugt par. Furðulegar fullyrðingar um að konur sem vilji láta gott af sér leiða í velgjörð séu ekki til eru ekki bara fordómar gagnvart konum heldur einnig kolrangar, sem betur fer. Staðgöngumæðrun snýst um rétt kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama. Þessi rök hafa verið notuð með góðum árangri m.a. þegar kemur að jafnréttisbaráttu kvenna, baráttu sem skilaði Íslandi fyrsta sæti á lista Newsweek yfir lönd þar sem best er fyrir konur að búa í heiminum í dag. Okkur ber skylda til að skoða reynslu þeirra vestrænu þjóða sem leyfa staðgöngumæðrun og vega og meta niðurstöður fagrannsókna og láta fordóma og hraktar kenningar lönd og leið. Áratugareynsla talar þar sínu máli og við getum óhrædd tekið skrefið í átt að auknu frelsi íslenskra kvenna til að taka ákvörðu um eigin líkama og tryggt enn frekar að Ísland sé það land þar sem best er fyrir konur að búa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar