Kæri herra Jón Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 18. janúar 2012 14:06 Ég er leikskólakennari. Ég er ákaflega stolt af minni fagstétt og enn stoltari af börnunum „mínum" sem ég hitti á hverjum degi - framtíð landsins. Undanfarna mánuði hef ég oft orðið döpur í hjartanu yfir ummælum sem hafa fallið í sambandi við mína stétt og það starf sem við vinnum. Það stakk mig óneitanlega í hjartað að lesa svör þín við spurningum í beinni línu á DV (birtist einnig í helgarblaði DV þann 14. janúar). Ég leyfi mér að fullyrða að þar farir þú hreinlega með rangt mál. Ég ætla að segja þér smá sögu. Morgnarnir í leikskólanum eru annasamir. Börnin tínast inn milli 8 og 9, þau fá sér morgunmat og leika sér við vini sína. Um kl. 9 byrjar skipulagt starf. Það er samverustund, svo er hópastarf, því næst ávaxtastund og loks fá börnin að fara út að leika sér ef vel viðrar. Starfsfólk fer í kaffi og um kl. 11 er komið að því að taka börnin inn. Þau eru köld og blaut eftir blautan snjóinn. Loks eru allir komnir inn, búnir að fá hreina bleyju og pissa og klukkan orðin 11:30. Ahh, þá er best að ég og hinn leikskólakennarinn á deildinni skreppum á salatbarinn og fáum okkur góðan hádegismat í ró og næði og komum svo endurnærð til baka kl. 12:00. En nei, bíddu við. Þá eru bara tveir starfsmenn eftir til að sinna öllum átján börnunum. Það gengur ekki svo við setjumst glöð og borðum hádegismatinn með börnunum. Þá komum við að kjarna málsins. Í þessari beinu línu ertu spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að hætta að greiða leikskólakennurum fyrir að borða með börnunum. Þú svarar að við fáum greitt fyrir það. Það er vissulega rétt - ennþá. Þú segir líka: „Það var alltaf skýrt af hálfu samninganefndar borgarinnar að ef launahækkunin kæmi til myndi þessi yfirborgun falla niður". Ef mínir félagar í FL hefðu heyrt um þetta þá hefðu þessir samningar líklega aldrei verið samþykktir, ekki með þessum formerkjum. Gleymdist kannski alveg að segja þetta upphátt? Var þetta alveg skýrt í ykkar huga, en ekki í orðum? En það sem mér finnst verst af öllu er að þú segir að „Yfirborganir sem leikskólakennarar höfðu haft í Reykjavík, einu sveitarfélaga, gengu inn í kjarasamninga". Þetta finnst mér ótrúlega ósanngjarnt gagnvart þeim félagsmönnum sem eru svo óheppnir að vinna ekki hjá hinni réttlátu og fórnfúsu Reykjavíkurborg, sem ætlaði að gera allt til að vernda neysluhléið (meira að segja sameina skóla til hagræðingar). Það er ekki inni í þeim kjarasamningi sem ég samþykkti í haust að allir leikskólakennarar fái neysluhléið greitt. Það var ósk allra. Ég veit að samninganefnd Félags leikskólakennara lagði sig alla fram til að fá það í gegn snemma í samningaferlinu að allir leikskólakennarar á landinu fengju greitt sérstaklega fyrir að borða með börnunum. Því var hins vegar hafnað. Svo, kæri Jón minn, viltu reyna að hafa staðreyndir á hreinu þegar þú svarar spurningum á opinberum vettvangi? Það er líka allt í lagi að segja: „ég er bara ekki nægilega vel að mér í þessum málum til að ég geti svarað þeim á ábyrgan hátt, ég skal kanna málið og svara síðar". Bestu kveðjur, Heiða Sigurjónsdóttir. Leikskólakennari / deildarstjóri í leikskólanum Jörfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari. Ég er ákaflega stolt af minni fagstétt og enn stoltari af börnunum „mínum" sem ég hitti á hverjum degi - framtíð landsins. Undanfarna mánuði hef ég oft orðið döpur í hjartanu yfir ummælum sem hafa fallið í sambandi við mína stétt og það starf sem við vinnum. Það stakk mig óneitanlega í hjartað að lesa svör þín við spurningum í beinni línu á DV (birtist einnig í helgarblaði DV þann 14. janúar). Ég leyfi mér að fullyrða að þar farir þú hreinlega með rangt mál. Ég ætla að segja þér smá sögu. Morgnarnir í leikskólanum eru annasamir. Börnin tínast inn milli 8 og 9, þau fá sér morgunmat og leika sér við vini sína. Um kl. 9 byrjar skipulagt starf. Það er samverustund, svo er hópastarf, því næst ávaxtastund og loks fá börnin að fara út að leika sér ef vel viðrar. Starfsfólk fer í kaffi og um kl. 11 er komið að því að taka börnin inn. Þau eru köld og blaut eftir blautan snjóinn. Loks eru allir komnir inn, búnir að fá hreina bleyju og pissa og klukkan orðin 11:30. Ahh, þá er best að ég og hinn leikskólakennarinn á deildinni skreppum á salatbarinn og fáum okkur góðan hádegismat í ró og næði og komum svo endurnærð til baka kl. 12:00. En nei, bíddu við. Þá eru bara tveir starfsmenn eftir til að sinna öllum átján börnunum. Það gengur ekki svo við setjumst glöð og borðum hádegismatinn með börnunum. Þá komum við að kjarna málsins. Í þessari beinu línu ertu spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að hætta að greiða leikskólakennurum fyrir að borða með börnunum. Þú svarar að við fáum greitt fyrir það. Það er vissulega rétt - ennþá. Þú segir líka: „Það var alltaf skýrt af hálfu samninganefndar borgarinnar að ef launahækkunin kæmi til myndi þessi yfirborgun falla niður". Ef mínir félagar í FL hefðu heyrt um þetta þá hefðu þessir samningar líklega aldrei verið samþykktir, ekki með þessum formerkjum. Gleymdist kannski alveg að segja þetta upphátt? Var þetta alveg skýrt í ykkar huga, en ekki í orðum? En það sem mér finnst verst af öllu er að þú segir að „Yfirborganir sem leikskólakennarar höfðu haft í Reykjavík, einu sveitarfélaga, gengu inn í kjarasamninga". Þetta finnst mér ótrúlega ósanngjarnt gagnvart þeim félagsmönnum sem eru svo óheppnir að vinna ekki hjá hinni réttlátu og fórnfúsu Reykjavíkurborg, sem ætlaði að gera allt til að vernda neysluhléið (meira að segja sameina skóla til hagræðingar). Það er ekki inni í þeim kjarasamningi sem ég samþykkti í haust að allir leikskólakennarar fái neysluhléið greitt. Það var ósk allra. Ég veit að samninganefnd Félags leikskólakennara lagði sig alla fram til að fá það í gegn snemma í samningaferlinu að allir leikskólakennarar á landinu fengju greitt sérstaklega fyrir að borða með börnunum. Því var hins vegar hafnað. Svo, kæri Jón minn, viltu reyna að hafa staðreyndir á hreinu þegar þú svarar spurningum á opinberum vettvangi? Það er líka allt í lagi að segja: „ég er bara ekki nægilega vel að mér í þessum málum til að ég geti svarað þeim á ábyrgan hátt, ég skal kanna málið og svara síðar". Bestu kveðjur, Heiða Sigurjónsdóttir. Leikskólakennari / deildarstjóri í leikskólanum Jörfa.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun