Fleiri fréttir

Paraskevidekatriaphobia

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki?

Hagsmunasamtök en ekki stofnun

Þuríður Hjartardóttir skrifar

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök en ekki opinber stofnun. Það er mikilvægt að hnykkja á þessu því algengt er að fólk geri kröfur til samtakanna rétt eins og þau séu opinber eftirlitsstofnun sem getur kallað eftir gögnum eða sektað verslanir sem grunaðar eru um brot á reglum. Þá kemur mörgum utanfélagsmönnum á óvart að hafa ekki fullan aðgang að lögfræðiráðgjöf eða annarri þjónustu samtakanna.

Farsæll dauði hverfaforgangs

Pawel Bartoszek skrifar

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn.

Fegrunaraðgerðir

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Vandinn sem skapast hefur vegna PIP sílíkonfyllinga sem settar hafa verið í brjóst um 440 kvenna hér á landi er nokkuð stór. Óþægindin sem konurnar sem um ræðir verða fyrir eru mikil og fjárhagslegt tjón er talsvert þótt ekki sé komið í ljós hver mun á endanum bera það.

Kynlífssvelti er óspennandi vopn

Sigga Dögg skrifar

Spurning: Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé til afmælisgjöf fyrir frúna sem kryddar upp á kynlífið sem má samt opna fyrir framan tengdaforeldrana á afmælisdaginn?

Hvernig á að kjósa forsetann?

Þorkell Helgason skrifar

Forsetakosningar verða snemmsumars og því er nú rætt um hvernig kjörið fari fram. Í 5. gr. gildandi stjórnarskrár segir að sá sé rétt kjörinn forseti "sem flest fær atkvæði“. Bent er á að frambjóðandi geti náð kjöri með litlu fylgi samkvæmt þessari reglu. Því hefur verið kastað fram að nær tugur frambjóðenda kunni að verða í boði og dreifist atkvæði mjög á milli þeirra geti svo farið að nýr forseti verði kjörinn með stuðningi svo sem fimmtungs kjósenda.

Lokun öldrunarlækningadeildar

Erla Linda Bjarnadóttir og Ingibjörg Hulda Björnsdóttir skrifar

Starfsemi deildarinnar hefur þjónað öldruðum íbúum Akraness og nágrennis um áratuga skeið.

Sekir þar til sakleysi er sannað

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára.

Taflmeistarar ólíkra tíma

Árni Bergmann skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur.

Hið mjúka vald

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Margt það merkilegasta fer undarlega hljótt. Þrátt fyrir allt, og öfugt við það sem margir halda, býr mannfólkið nú á tímum líklega við meiri frið og minna ofbeldi en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Ofbeldi innan flestra samfélaga hefur sannanlega minnkað. Stríðum á milli þeirra hefur greinilega fækkað. Og stríðin nú höggva ekki sem fyrr í þjóðir. Þessu trúa líklega ekki margir sem fylgjast með fréttum. En tölfræðin á bak við þetta er þekkt, sumpart raunar umdeild, en þó í heildina sannfærandi. Þetta hefur kanadíski fræðimaðurinn Steven Pinker nýlega rætt í frægri bók.

Tónlistartengd ferðamennska

Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Á heimasíðu ÚTÓN birtust í vikunni niðurstöður könnunar um veltu vegna komu erlendra ferðamanna á Iceland Airwaves-hátíðina. Fyrir utan menningarlegt gildi hátíðarinnar skapast heilmikil hagræn og samfélagsleg verðmæti.

Konungur dýranna er ekki ljón

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn.

Hált í hvoru

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu "pólitíska svelli“. Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám.

Að vita hvað maður borðar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla tók loks gildi hér á landi nú um áramótin en níu ár eru liðin síðan slík reglugerð tók gildi innan Evrópusambandsins. Gildistöku þess hluta reglugerðarinnar sem tók til matvæla var þó frestað síðastliðið haust þrátt fyrir mótmæli meðal annars Neytendasamtakanna og Samtaka lífrænna neytenda.

Meira kjöt á beinin

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjármuna, og skipuleggi snarpa framboðshrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda.

Byggðaþróun og samgöngustefna

Hjálmar Sveinsson skrifar

Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut "stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir.

Ef ég væri biskup

Óskar Hafsteinn Óskarsson skrifar

Ef ég væri ríkur,“ söng Tevje mjólkurpóstur. Um þessar mundir ganga margir með biskupinn í maganum. Ég er ekki frá því nema ég finni fyrir breytingu eða kannski eru það bara leifar af jólaátinu. Staðan er óljós en skýrist trúlega á næstu vikum, þ.e. hvort meðganga er hafin eða hvort megrunar gerist þörf.

Áskorun til forseta landsins

Tryggvi Gunnarsson skrifar

Í Kryddsíldarþætti Stöðvar 2 á gamlársdag fullyrti forseti landsins, að það hefði verið mun auðveldara fyrir sig að vísa Icesave-samningi Bucheits til þjóðarinnar á síðastliðnu ári heldur en Svavars-samningnum árið 2010.

Betri Reykjavík fyrir alla

Jón Gnarr skrifar

Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar.

Deilt um áhættu

Óli Kr. Ármannsson skrifar

Gömul saga og ný er að stjórnmálamenn sjást ekki alltaf fyrir í áhuga sínum á að vinna verkefnum í heimabyggð gagn. Raunar mætti halda því fram að áherslur stjórnmálamanna í vegamálum vegi þungt sem röksemd með því að gera landið allt að einu kjördæmi.

Man einhver eftir Manning?

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi.

Nýr Landspítali: Aukin þjónustuþörf kallar á betri og sérhæfðari spítalaþjónustu

Jóhannes M. Gunnarsson og Björn Zoëga skrifar

Stórfelldar breytingar verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum. Stórir árgangar eftirstríðsáranna eru nú að hluta til komnir á sjötugsaldur, en sextugir og eldri eru þeir sem langmest þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Árið 2025 mun sjötugum og eldri hafa fjölgað um 40% frá því sem nú er og árið 2030 um 60%. Engin leið er að mæta þessari auknu þjónustuþörf án stórfelldra úrbóta í húsnæðismálum þeirra spítala sem helst munu sinna þessu verkefni, Landspítala og FSA.

Rokk úr Reykjavík?

Stefán Hilmarsson skrifar

Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll.

Val á Íþróttamanni ársins

Magnús Árni Magnússon skrifar

Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni.

Á grundvelli skynsemi og upplýsinga

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins um verndun og endurreisn svartfuglastofna hafa vakið nokkra umræðu sem að stofninum til er af hinu góða. Þó er ástæða til að velta fyrir sér stöðu náttúruverndar í þessu sambandi. Hæstu gagnrýnisraddirnar heyrast frá þeim sem ættu að hafa mestan hag af því að neikvæðri þróun stofnanna verði snúið við sem fyrst, nú síðast í grein formanns Skotveiðifélags Íslands í Fréttablaðinu 9. janúar.

Getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra?

Róbert Spanó skrifar

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lagt er til að þingið álykti að fella úr gildi fyrri ályktun þess um málshöfðun gegn fyrrverandi forsætisráðherra frá 28. september 2010. Þá feli Alþingi saksóknara þingsins að afturkalla í heild ákæru sem þingfest var fyrir Landsdómi 7. júní 2011. En getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur ráðherra? Um það verður fjallað að þessu sinni.

Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa síðasta áratuginn

Agnar Tómas Möller skrifar

Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna.

Samkomuhús Reykvíkinga

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Verði hús vinsælt í Reykjavík fer það rakleitt á válista. Ekkert er húsi skeinuhættara í þessari borg en að margir taki ástfóstri við það og fólki líði vel þar. Þá renna þær á lyktina hinar mennsku veggjalýs sem nærast á innviðum húsa og samfélags.

Kaupmátturinn kemur í kvöld

Gerður Kristný skrifar

Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar.

Erfitt að biðjast afsökunar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneykslið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu.

Svandís og svartfuglarnir

Árni Elvar Lund skrifar

Síðasta útspil umhverfisráðherra í stríði hennar við veiðimenn og útivistarfólk landsins er atlagan að svartfuglsveiðum Íslendinga. Veiðar á svartfuglum hafa verið stundaðar frá landnámi og án efa hafa stofnarnir sveiflast í stærð, líkt og nú virðist vera að gerast. Ástæða niðursveiflunnar er sennilega breytingar á fæðuframboði í hafinu og ljóst að skotveiðar hafa engin áhrif þar um.

Köllun forseta

Davíð Þór Jónsson skrifar

Varla hafði forseti Íslands lokið nýársávarpi sínu þar sem hann gaf í skyn að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, fyrr en samkvæmisleikurinn "Finnum forseta“ upphófst í fjölmiðlum og hvar sem fólk kom saman. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að þjóðin svipist nú um eftir heppilegum frambjóðendum í sínum röðum og ástæðulaust er að setja út á að fjölmiðlar taki að sér hlutverk ákveðins leitarljóss í þessari eftirgrennslan. Að mínu mati væri þó afar óæskilegt ef fyrir því myndaðist sú stemning að fjölmiðlar einir hefðu tillögurétt í þessum efnum.

Gangið lengra

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sitjandi ríkisstjórn efndi vilyrði úr stjórnarsáttmála sínum á gamlársdag þegar hún fækkaði ráðuneytum í níu og kynnti áform um að fækka þeim í átta. Opinberar umræður um þessa aðgerð hafa að mestu snúist um persónur þeirra sem þurftu að standa upp úr ráðherrastólum sínum og þá meintu pólitísku óvild sem bjó að baki brottvikningu þeirra. Mun minna hefur verið rætt um hversu skynsamlegt það er að ráðast í skipulagsbreytingar í íslensku stjórnkerfi. Og enn minna um hversu nauðsynlegt er að halda þeim áfram.

Íþrótta- og tómstundaráð 25 ár í fararbroddi

Kjartan Magnússon skrifar

Öflugt æskulýðsstarf fer fram í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Félagsmiðstöðvarnar eru nú 23 talsins og þar til nú hefur ÍTR annast rekstur þeirra. Allir á aldrinum 10-15 ára eru velkomnir í félagsmiðstöðvarnar og þar er m.a. leitast við að gefa þeim einstaklingum kost á heilbrigðum og uppbyggilegum frístundum, sem ekki taka þátt í íþróttastarfi félaga eða félagsstarfi í skólum. ÍTR stendur fyrir ýmsu öðru æskulýðsstarfi og má þar nefna Hitt húsið, sem nýtt er af ungmennum á aldrinum 16-25 ára, Ungmennaráð fyrir 13-18 ára, Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna og siglingaklúbbinn Siglunes í Nauthólsvík.

Athugasemd vegna ummæla NS

Birgir Þórðarson skrifar

Á vefsíðu Vísis og í Fréttablaðinu 3. janúar sl. var viðtal við Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, NS, vegna greinargerðar, sem Jóhannes vill meina að ekki hafi verið borin formlega undir né samþykkt af Neytendasamtökunum. Þar sem ég er aðili að umræddri greinargerð, sem fjallar um landnám erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi og mótmæli nokkurra íbúa, stofnana og félagasamtaka vegna þessa landnáms og þar sem ég kynnti málið einnig fyrir Neytendasamtökunum, vil ég koma eftirfarandi á framfæri í fyrrnefndum fjölmiðlum.

Misskilningur í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011?

Leifur Geir Hafsteinsson skrifar

Allmargir virðast á þeirri skoðun að Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið íþróttaafrek á árinu 2011, sem verðskuldi sæti á meðal 10 efstu manna í kjöri á Íþróttamanni ársins 2011, sem framkvæmt er af Samtökum íþróttafréttamanna. Sú umræða virðist hafa strandað á því að Anníe var ekki talin gjaldgeng í kjörinu þar sem íþróttin CrossFit heyrir ekki undir ÍSÍ.

Skilaboð í umbúðum

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sagt er að brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn eigi að auðvelda framhald aðildarviðræðnanna. Steingrímur Sigfússon hefur að sönnu verið lagnari en Jón Bjarnason að teygja lopann í þeim efnum en staðfesta hans gegn aðild er þó engu minni. Ekki er því á vísan að róa að brottvikning Jóns breyti öllu í þessu efni þegar á reynir. Úr brottvikningu Árna Páls Árnasonar má allt eins lesa þau skilaboð að samstarfið við VG sé Samfylkingunni mikilvægara en aðildarstefnan.

Stefnulaust háskólakerfi?

Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar

Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn.

Appelsínuhúð

Teitur Guðmundsson skrifar

Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með "holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð.

Sjá næstu 50 greinar