Forsetakosningarnar í Senegal Guðrún Helga Jóhannsdóttir og Fjóla Einarsdóttir skrifar 19. janúar 2012 06:00 Mál málanna í Senegal í Vestur-Afríku þessar vikurnar eru komandi forsetakosningar sem fara fram þann 26. febrúar næstkomandi. Rúmlega 20 frambjóðendur hafa tilkynnt framboð sitt, Hæstiréttur úrskurðar þann 28. janúar hvaða frambjóðendur eru gjaldgengir og endanlegur listi verður birtur í kjölfarið. Í ljósi þess að ekki er öruggt hvort núverandi forseti, Abdoulaye Wade, fái heimild til þess að bjóða sig aftur fram er mikil spenna eftir væntanlegum úrskurði Hæstaréttar. Fyrsti forseti Senegal var Leopold Sedar Senghor, tók hann embætti 1960 og gegndi því allt þar til hann sagði af sér 31. desember 1980. Þáverandi forsætisráðherra, Abdou Diouf, tók við embætti þann 1. janúar 1981. Diouf sat sem forseti allt þar til Wade sigraði hann í forsetakosningunum árið 2000. Gerð var stjórnarskrárbreyting 2001 þar sem seta forseta er takmörkuð við tvö kjörtímabil. Wade heldur því fram að breytingin eigi ekki við fyrra kjörtímabil hans og því megi hann bjóða sig aftur fram. Þegar hann var kosinn voru engin mörk um hámarkssetu forseta. Fólk skiptist í tvær fylkingar, með eða á móti framboði hans. Talið er að hvort sem heimildin verði veitt eða ekki muni brjótast út óeirðir og að þær verði kröftugri ef heimildin verði samþykkt. Hvort nýtilkomin launahækkun hæstaréttardómara og nýr bílafloti hafi áhrif á ákvörðun þeirra er grein út af fyrir sig. Hálfu ári fyrir kosningar þarf fólk að vera búið að skrá sig á kjörskrá, um 20-30% kjósenda náðu ekki að skrá sig fyrir forsetakosningarnar 2007. Rúm 70% skráðra kjósenda kusu 2007, talið er að hlutfallið verði hærra nú 2012 í ljósi aðstæðna. Það kostar 65 milljónir XOF að bjóða fram til forseta eða því sem samsvarar tæpum 16 milljónum íslenskra króna. Þeir frambjóðendur sem ná yfir 5% fylgi í fyrstu umferð kosninganna fá þessa upphæð endurgreidda. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tefla fram frambjóðendum sem þýðir að flokkurinn greiðir fyrir framboðið, fjársterkir aðilar eru þó þeir sem bjóða sig iðulega fram. Stjórnmálaflokkar í Senegal eru margir og erfitt að halda utan um fjöldann, sagt er að þeir séu 172 en þeir gætu verið fleiri. Abdoulaye Wade stofnaði senegalska demókrataflokkinn (PDS) 1974. Hann bauð sig fjórum sinnum fram til forseta áður en hann náði kjöri árið 2000 með 58,1% atkvæða í seinni umferð gegn sitjandi forseta Diouf. Í fyrri umferð hafði Diouf betur eða 41,9% atkvæða gegn 31% hjá Wade. Í forsetakosningunum 2007 náði Wade hreinum meirihluta eða 55,9% atkvæða og önnur umferð því óþörf. Sá sem náði næstflestum atkvæðum 2007 var Idrissa Seck með 14,92%. Hann var í Demókrataflokknum og studdi dyggilega við bakið á Wade í kosningunum 2000 og var forsætisráðherra í ríkisstjórn hans 2002-2004. Árið 2006 stofnaði hann flokkinn Rewmi sem hann býður nú fram fyrir í annað sinn. Aðrir frambjóðendur sem hafa boðið sig fram áður eru Ousmane Tanor Dieng sem bauð fram 2007 fyrir sósíalska flokkinn (PS) og fékk 13,56% atkvæða. Hann gegndi ýmsum ráðherraembættum hjá bæði Senghor og Diouf. Moustapha Niass var fjórði og sjöundi forsætisráðherra Senegal, þ.e. fyrst í stjórnartíð Senghor og svo Wade. Hann býður nú fram fyrir flokkinn Benno Siggil Senegal. Hann bauð fram 2000 og náði þriðja sæti í fyrstu umferð með 16,8% atkvæða. Hann bauð aftur fram 2007 fyrir La Coalition Alternative 2007 sem var samheiti tíu flokka til þess að ná höggi á Wade, náði fjórða sæti með 5,93% atkvæða. Telja menn að ef forsetinn fái ekki heimild þá munu Tanor, Niass eða Seck berjast um titilinn, líklegast þá að Tanor og Seck fari í seinni umferð. Einnig hafa boðið fram áður Talla Sylla fyrir Jëf Jël og Landing Savane fyrir AJ/PADS. Sylla 2007 (0,53%) og Landing 1988 (0,25%) 1993 (2,91%) og 2007 (2,07%). Þeim er ekki spáð miklu fylgi nú. Áberandi frambjóðendur sem vert er að nefna en teljast þó ekki sigurstranglegir eru: Sow Sidibe Amsatou lagaprófessor sem hefur verið ötul í baráttunni gegn mismunun kvenna í Afríku. Hún er formaður RAFET og framkvæmdastjóri mannréttinda- og friðarstofnunar við l"Université Cheick Anta Diop í Senegal. Hún var tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir verkefnið 1000 Women árið 2005. Hún býður fram fyrir flokkinn Car-Leneen. Youssou N"dour er frægur tónlistarmaður og ætti að vera landsmönnum kunnugur eftir tónleikana sem hann hélt á Íslandi árið 2000. Hann býður fram fyrir borgarahreyfinguna Fekkai it my Boll. Cheikh Bamba Dieye er borgarstjóri Saint Louis og núverandi þingmaður, hann býður fram fyrir FSD BJ. Macky Sall er bæjarstjóri Fatick og býður fram fyrir APR-Yakaar. Hann var í Demókrataflokknum og stýrði m.a. forsætisráðuneytinu í valdatíð Wade en flúði flokkinn eftir að hafa lent í útistöðum við son forsetans, Karim Wade. Kjörstjórnin hefur mánuð til þess að fara yfir úrslit fyrri umferðar en samkvæmt fyrri reynslu má búast við niðurstöðum, um hvaða tveir frambjóðendur komist áfram í seinni umferð, í kringum 10 mars. Við munum fylgjast spenntar með hér í beinni frá Dakar. Höfundar eru stjórnmála- og þróunarfræðingar, búsettir í Dakar, höfuðborg Senegal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Mál málanna í Senegal í Vestur-Afríku þessar vikurnar eru komandi forsetakosningar sem fara fram þann 26. febrúar næstkomandi. Rúmlega 20 frambjóðendur hafa tilkynnt framboð sitt, Hæstiréttur úrskurðar þann 28. janúar hvaða frambjóðendur eru gjaldgengir og endanlegur listi verður birtur í kjölfarið. Í ljósi þess að ekki er öruggt hvort núverandi forseti, Abdoulaye Wade, fái heimild til þess að bjóða sig aftur fram er mikil spenna eftir væntanlegum úrskurði Hæstaréttar. Fyrsti forseti Senegal var Leopold Sedar Senghor, tók hann embætti 1960 og gegndi því allt þar til hann sagði af sér 31. desember 1980. Þáverandi forsætisráðherra, Abdou Diouf, tók við embætti þann 1. janúar 1981. Diouf sat sem forseti allt þar til Wade sigraði hann í forsetakosningunum árið 2000. Gerð var stjórnarskrárbreyting 2001 þar sem seta forseta er takmörkuð við tvö kjörtímabil. Wade heldur því fram að breytingin eigi ekki við fyrra kjörtímabil hans og því megi hann bjóða sig aftur fram. Þegar hann var kosinn voru engin mörk um hámarkssetu forseta. Fólk skiptist í tvær fylkingar, með eða á móti framboði hans. Talið er að hvort sem heimildin verði veitt eða ekki muni brjótast út óeirðir og að þær verði kröftugri ef heimildin verði samþykkt. Hvort nýtilkomin launahækkun hæstaréttardómara og nýr bílafloti hafi áhrif á ákvörðun þeirra er grein út af fyrir sig. Hálfu ári fyrir kosningar þarf fólk að vera búið að skrá sig á kjörskrá, um 20-30% kjósenda náðu ekki að skrá sig fyrir forsetakosningarnar 2007. Rúm 70% skráðra kjósenda kusu 2007, talið er að hlutfallið verði hærra nú 2012 í ljósi aðstæðna. Það kostar 65 milljónir XOF að bjóða fram til forseta eða því sem samsvarar tæpum 16 milljónum íslenskra króna. Þeir frambjóðendur sem ná yfir 5% fylgi í fyrstu umferð kosninganna fá þessa upphæð endurgreidda. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tefla fram frambjóðendum sem þýðir að flokkurinn greiðir fyrir framboðið, fjársterkir aðilar eru þó þeir sem bjóða sig iðulega fram. Stjórnmálaflokkar í Senegal eru margir og erfitt að halda utan um fjöldann, sagt er að þeir séu 172 en þeir gætu verið fleiri. Abdoulaye Wade stofnaði senegalska demókrataflokkinn (PDS) 1974. Hann bauð sig fjórum sinnum fram til forseta áður en hann náði kjöri árið 2000 með 58,1% atkvæða í seinni umferð gegn sitjandi forseta Diouf. Í fyrri umferð hafði Diouf betur eða 41,9% atkvæða gegn 31% hjá Wade. Í forsetakosningunum 2007 náði Wade hreinum meirihluta eða 55,9% atkvæða og önnur umferð því óþörf. Sá sem náði næstflestum atkvæðum 2007 var Idrissa Seck með 14,92%. Hann var í Demókrataflokknum og studdi dyggilega við bakið á Wade í kosningunum 2000 og var forsætisráðherra í ríkisstjórn hans 2002-2004. Árið 2006 stofnaði hann flokkinn Rewmi sem hann býður nú fram fyrir í annað sinn. Aðrir frambjóðendur sem hafa boðið sig fram áður eru Ousmane Tanor Dieng sem bauð fram 2007 fyrir sósíalska flokkinn (PS) og fékk 13,56% atkvæða. Hann gegndi ýmsum ráðherraembættum hjá bæði Senghor og Diouf. Moustapha Niass var fjórði og sjöundi forsætisráðherra Senegal, þ.e. fyrst í stjórnartíð Senghor og svo Wade. Hann býður nú fram fyrir flokkinn Benno Siggil Senegal. Hann bauð fram 2000 og náði þriðja sæti í fyrstu umferð með 16,8% atkvæða. Hann bauð aftur fram 2007 fyrir La Coalition Alternative 2007 sem var samheiti tíu flokka til þess að ná höggi á Wade, náði fjórða sæti með 5,93% atkvæða. Telja menn að ef forsetinn fái ekki heimild þá munu Tanor, Niass eða Seck berjast um titilinn, líklegast þá að Tanor og Seck fari í seinni umferð. Einnig hafa boðið fram áður Talla Sylla fyrir Jëf Jël og Landing Savane fyrir AJ/PADS. Sylla 2007 (0,53%) og Landing 1988 (0,25%) 1993 (2,91%) og 2007 (2,07%). Þeim er ekki spáð miklu fylgi nú. Áberandi frambjóðendur sem vert er að nefna en teljast þó ekki sigurstranglegir eru: Sow Sidibe Amsatou lagaprófessor sem hefur verið ötul í baráttunni gegn mismunun kvenna í Afríku. Hún er formaður RAFET og framkvæmdastjóri mannréttinda- og friðarstofnunar við l"Université Cheick Anta Diop í Senegal. Hún var tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir verkefnið 1000 Women árið 2005. Hún býður fram fyrir flokkinn Car-Leneen. Youssou N"dour er frægur tónlistarmaður og ætti að vera landsmönnum kunnugur eftir tónleikana sem hann hélt á Íslandi árið 2000. Hann býður fram fyrir borgarahreyfinguna Fekkai it my Boll. Cheikh Bamba Dieye er borgarstjóri Saint Louis og núverandi þingmaður, hann býður fram fyrir FSD BJ. Macky Sall er bæjarstjóri Fatick og býður fram fyrir APR-Yakaar. Hann var í Demókrataflokknum og stýrði m.a. forsætisráðuneytinu í valdatíð Wade en flúði flokkinn eftir að hafa lent í útistöðum við son forsetans, Karim Wade. Kjörstjórnin hefur mánuð til þess að fara yfir úrslit fyrri umferðar en samkvæmt fyrri reynslu má búast við niðurstöðum, um hvaða tveir frambjóðendur komist áfram í seinni umferð, í kringum 10 mars. Við munum fylgjast spenntar með hér í beinni frá Dakar. Höfundar eru stjórnmála- og þróunarfræðingar, búsettir í Dakar, höfuðborg Senegal.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar