Við fækkum þingmönnum Þorvaldur Gylfason skrifar 17. nóvember 2010 14:36 Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun