Eigi skal höggva Vífill Karlsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Í Borgarfirði hefur þáttur menntamanna og menntastofnana verið athyglisverður og áberandi í gegnum tíðina. Verk Snorra Sturlusonar eru gjarnan tíunduð í þessu samhengi. Þá var athyglisvert skólastarf á Hvítárbakka á 19. öld. Upp úr miðri 20. öld störfuðu 5 skólar á framhaldsskólastigi: Samvinnuskólinn á Bifröst, Iðnskólinn í Borgarnesi, Reykholtsskóli, Húsmæðraskólinn á Varmalandi og Bændaskólinn á Hvanneyri. Þessir skólar áttu allir sín blómaskeið en þurftu seinna að berjast fyrir tilveru sinni. Allt of oft hefur verið vegið að þessu merka starfi. Jafnvel þó að eftir því hafi verið tekið að starfsemi þeirra, t.a.m. iðnskóla, hafi ýtt undir fjölgun iðnfyrirtækja í sínum heimabæjum á þeim tíma. Samkvæmt nýlegri spurningakönnun (haust 2010) hefur vægi háskólamenntaðra einstaklinga aukist alls staðar á Vesturlandi frá árinu 2007 og er nú yfir landsmeðaltali á Akranesi, Hvalfirði og í Borgarfirði. Það er ekki sjálfgefið að það hlutfall sé svo hátt. Þetta er jarðvegur sem þarf að rækta. Nútíma samfélagi verður ekki haldið úti á Íslandi ef við flytjum ekki inn vörur og þjónustu. Útflutningur er eina leiðin til að svo megi verða. Ferðaþjónusta, orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur eru stundaðar dreift í kringum landið. Þessar greinar afla miklu meira en helmings allra útflutningstekna þjóðarinnar þó vaxtasprotar séu í fleiri greinum. Þá byggir afkoma þjónustugreina á afkomu útflutningsgreina og annarra frumvinnslugreina. Landbúnaður er dæmi um frumvinnslugrein sem er í sára litlum útflutningi. Þjónustugreinar eru nauðsynlegar öllum atvinnugreinum. Þær eru eins og olía á gangverkið. Höfuðborgarsvæðið er móðir allrar þjónustu. Það er eðli og hlutverk borga, einkum höfuðborga. Þess vegna þrífast landsbyggðin og höfuðborgin hver á annarri þó svo annað mætti stundum halda af þjóðfélagsumræðunni. Landsbyggðin er í þessum skilningi bakhjarl höfuðborgarsvæðisins og höfuðborgarsvæðið útherji landsbyggðarinnar. Það er ekki lífvænlegt ef menn grafa undan bakhjörlum sínum. Þess vegna verða stjórnvöld að fara mjög varlega í aðgerðir sem höggva nærri undirstöðum landsbyggðarinnar. Sjúkrahús, skólar og samgöngur eru dæmi um undirstöðuþætti í dreifðum byggðum. Því er mikilvægt að draga úr fjarlægð háskóla og atvinnulífs á landsbyggðinni stað þess að auka hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í Borgarfirði hefur þáttur menntamanna og menntastofnana verið athyglisverður og áberandi í gegnum tíðina. Verk Snorra Sturlusonar eru gjarnan tíunduð í þessu samhengi. Þá var athyglisvert skólastarf á Hvítárbakka á 19. öld. Upp úr miðri 20. öld störfuðu 5 skólar á framhaldsskólastigi: Samvinnuskólinn á Bifröst, Iðnskólinn í Borgarnesi, Reykholtsskóli, Húsmæðraskólinn á Varmalandi og Bændaskólinn á Hvanneyri. Þessir skólar áttu allir sín blómaskeið en þurftu seinna að berjast fyrir tilveru sinni. Allt of oft hefur verið vegið að þessu merka starfi. Jafnvel þó að eftir því hafi verið tekið að starfsemi þeirra, t.a.m. iðnskóla, hafi ýtt undir fjölgun iðnfyrirtækja í sínum heimabæjum á þeim tíma. Samkvæmt nýlegri spurningakönnun (haust 2010) hefur vægi háskólamenntaðra einstaklinga aukist alls staðar á Vesturlandi frá árinu 2007 og er nú yfir landsmeðaltali á Akranesi, Hvalfirði og í Borgarfirði. Það er ekki sjálfgefið að það hlutfall sé svo hátt. Þetta er jarðvegur sem þarf að rækta. Nútíma samfélagi verður ekki haldið úti á Íslandi ef við flytjum ekki inn vörur og þjónustu. Útflutningur er eina leiðin til að svo megi verða. Ferðaþjónusta, orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur eru stundaðar dreift í kringum landið. Þessar greinar afla miklu meira en helmings allra útflutningstekna þjóðarinnar þó vaxtasprotar séu í fleiri greinum. Þá byggir afkoma þjónustugreina á afkomu útflutningsgreina og annarra frumvinnslugreina. Landbúnaður er dæmi um frumvinnslugrein sem er í sára litlum útflutningi. Þjónustugreinar eru nauðsynlegar öllum atvinnugreinum. Þær eru eins og olía á gangverkið. Höfuðborgarsvæðið er móðir allrar þjónustu. Það er eðli og hlutverk borga, einkum höfuðborga. Þess vegna þrífast landsbyggðin og höfuðborgin hver á annarri þó svo annað mætti stundum halda af þjóðfélagsumræðunni. Landsbyggðin er í þessum skilningi bakhjarl höfuðborgarsvæðisins og höfuðborgarsvæðið útherji landsbyggðarinnar. Það er ekki lífvænlegt ef menn grafa undan bakhjörlum sínum. Þess vegna verða stjórnvöld að fara mjög varlega í aðgerðir sem höggva nærri undirstöðum landsbyggðarinnar. Sjúkrahús, skólar og samgöngur eru dæmi um undirstöðuþætti í dreifðum byggðum. Því er mikilvægt að draga úr fjarlægð háskóla og atvinnulífs á landsbyggðinni stað þess að auka hana.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun