Niðurskurður og starf í framhaldsskólum Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru gerðar tillögur um hátt í 6% niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. Hann á að koma ofan á mikinn niðurskurð á þessu ári og mikla hagræðingu í rekstri á liðnum árum. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þegar á þeim árum lág í alþjóðlegum samanburði. Það á við hvort sem mælt er á jafnvirðismælikvarða eða sem hlutfall af landsframleiðslu á íbúa. Ef notaður er jafnvirðismælikvarðinn þá voru útgjöld á Íslandi árið 2007 á hvern framhaldsskólanema 11% undir meðaltali OECD en 19% undir meðaltalinu ef útgjöldin eru mæld sem hlutfall af landsframleiðslu á íbúa. Frá því að kreppan skall á hafa útgjöld til skólanna dregist mikið saman og nú er komið að endamörkum. Enginn sem þekkir rekstur framhaldsskóla telur mögulegt að skólarnir geti staðið undir þeim niðurskurði sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Nýjar rannsóknir Guðrúnar Ragnarsdóttur, lýðheilsufræðings og framhaldsskólakennara, á áhrifum efnahagskreppu á starfsumhverfi nemenda og kennara í framhaldsskólunum sýna að niðurskurður undanfarinna ára hefur haft veruleg áhrif. Rannsóknin leiðir í ljós samdrátt í launum kennara en á sama tíma hefur nemendum fjölgað og fjöldi kennara nánast staðið í stað. Námshópar hafa stækkað og kennarar hafa minni tíma til að sinna einstaklingsmiðaðri kennslu. Stór hluti kennara finnur fyrir streitu og álagi í starfi vegna aðgerða í skólunum sem tengjast kreppunni. Grunnþjónusta við nemendur hefur verið skorin niður sem birtist m.a. í minni stuðningi við þá, fábreyttara námsframboði og kennsluháttum, færri kennslustundum í áföngum og fjölmennari námshópum. Minni þjónusta bitnar einkum á nemendum sem standa höllum fæti í námi og hafa minna fjárhagslegt svigrúm. Allt eru þetta áhættuþættir í brotthvarfi frá námi. Enn er ótalið að ein niðurskurðartillagan í fjárlagalagafrumvarpinu birtist í því að kippt verði úr skólunum fjármunum til lögbundins sjálfsmats. Um þá fjármuni er fjallað í kjarasamningum. Því er um að ræða atlögu að kjarasamningum framhaldsskólakennara og brot á stöðugleikasáttmálanum þar sem segir – að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Kjarasamningar framhaldsskólans renna út í nóvemberlok eins og samningar mikils fjölda launafólks. Ljóst er að áform um að seilast inn í kjarasamninga og forsendur þeirra munu hafa slæm áhrif á samningsgerð milli kennarasamtakanna og ríkisins. Framhaldsskólarnir eru hluti af velferðarstofnunum samfélagsins. Vegna niðurskurðarins undanfarin ár eru skólarnir komnir hættulega nærri hengiflugi. Gangi sá niðurskurður eftir sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi næsta árs mun það hafa í för með sér mikið samfélagslegt tjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru gerðar tillögur um hátt í 6% niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskóla. Hann á að koma ofan á mikinn niðurskurð á þessu ári og mikla hagræðingu í rekstri á liðnum árum. Í skýrslum OECD um menntamál kemur fram að árleg útgjöld vegna hvers nemanda í íslenskum framhaldsskólum lækkuðu að raunvirði milli áranna 2006 og 2007 og voru þegar á þeim árum lág í alþjóðlegum samanburði. Það á við hvort sem mælt er á jafnvirðismælikvarða eða sem hlutfall af landsframleiðslu á íbúa. Ef notaður er jafnvirðismælikvarðinn þá voru útgjöld á Íslandi árið 2007 á hvern framhaldsskólanema 11% undir meðaltali OECD en 19% undir meðaltalinu ef útgjöldin eru mæld sem hlutfall af landsframleiðslu á íbúa. Frá því að kreppan skall á hafa útgjöld til skólanna dregist mikið saman og nú er komið að endamörkum. Enginn sem þekkir rekstur framhaldsskóla telur mögulegt að skólarnir geti staðið undir þeim niðurskurði sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Nýjar rannsóknir Guðrúnar Ragnarsdóttur, lýðheilsufræðings og framhaldsskólakennara, á áhrifum efnahagskreppu á starfsumhverfi nemenda og kennara í framhaldsskólunum sýna að niðurskurður undanfarinna ára hefur haft veruleg áhrif. Rannsóknin leiðir í ljós samdrátt í launum kennara en á sama tíma hefur nemendum fjölgað og fjöldi kennara nánast staðið í stað. Námshópar hafa stækkað og kennarar hafa minni tíma til að sinna einstaklingsmiðaðri kennslu. Stór hluti kennara finnur fyrir streitu og álagi í starfi vegna aðgerða í skólunum sem tengjast kreppunni. Grunnþjónusta við nemendur hefur verið skorin niður sem birtist m.a. í minni stuðningi við þá, fábreyttara námsframboði og kennsluháttum, færri kennslustundum í áföngum og fjölmennari námshópum. Minni þjónusta bitnar einkum á nemendum sem standa höllum fæti í námi og hafa minna fjárhagslegt svigrúm. Allt eru þetta áhættuþættir í brotthvarfi frá námi. Enn er ótalið að ein niðurskurðartillagan í fjárlagalagafrumvarpinu birtist í því að kippt verði úr skólunum fjármunum til lögbundins sjálfsmats. Um þá fjármuni er fjallað í kjarasamningum. Því er um að ræða atlögu að kjarasamningum framhaldsskólakennara og brot á stöðugleikasáttmálanum þar sem segir – að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Kjarasamningar framhaldsskólans renna út í nóvemberlok eins og samningar mikils fjölda launafólks. Ljóst er að áform um að seilast inn í kjarasamninga og forsendur þeirra munu hafa slæm áhrif á samningsgerð milli kennarasamtakanna og ríkisins. Framhaldsskólarnir eru hluti af velferðarstofnunum samfélagsins. Vegna niðurskurðarins undanfarin ár eru skólarnir komnir hættulega nærri hengiflugi. Gangi sá niðurskurður eftir sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi næsta árs mun það hafa í för með sér mikið samfélagslegt tjón.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun