Skoðun

Gjafir til RÚV - Reiðir frambjóðendur í undirkriftarsöfnun

Eplapoki, ein vesæl appelsína og peningaplokk RÚV er meðal þess sem rætt verður á www.borgarafundur.is í kvöld mánudaginn 15 nóvember kl. 20:00. Fjörugar umræður fara nú fram á netinu meðal frambjóðenda til Stjórnlagaþings um lélega frammistöðu RÚV og auglýsingatilboð sem flestum frambjóðenda finnst smekklaust peningaplokk.

Hneykslaðir frambjóðendur hafa sett á stað undirskriftarsöfnun og ætla að afhenda útvarpsstjóra yfirlýsingu þriðjudag. Fleiri hundruð frambjóðendur eru nú að kynnast dæmalausum vinnubrögðum RÚV í fyrsta sinn.

Ég hef hinsvegar kynnst þessu áður. Vakti m.a. athygli á vandamálinu þegar ég mætti með fullan eplapoka og eina appelsínu í beina útsendingu eftir síðustu alþingiskosningar. Ávaxtaveislan í sjónvarpssal sýndi með myndrænum hætti mismunun RÚV gagnvart tveimur nýjum framboðum.

Borgarahreyfingin fékk stuðning Egils Helgasonar og annarra starfsmanna ríkisfjölmiðlanna, Lýðræðishreyfingin var útilokuð frá Silfri Egils, sniðgengin og afskræmd af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins. Hávaðasöm mótmæli og heimsókn til Lögreglustjórans í Reykjavík þurfti t.d. til að fá vefslóð Lýðræðishreyfingarinnar inná kosningavef RÚV:

http://www.youtube.com/watch?v=ORwkC8kqGLM&feature=player_embedded

Kosningar til Stjórnlagaþings eru fyrsta tilraun hér á landi til persónukjörs. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill taka upp beinna lýðræði og persónukjör. Það er því sorglegt að horfa uppá stjórnendur RÚV gera í buxurnar í þessum sögulegu kosningum. En hér er hvernig þú kemst í Silfur Egils. Beint inní miðjan þáttinn en þar er auglýsingahólf:

http://www.youtube.com/watch?v=_Tb3qlebTB8

Hér er hægt að tilkynna þátttöku í borgarafundur.is:

http://borgarafundur.is

http://www.facebook.com/event.php?eid=161621590543430






Skoðun

Sjá meira


×