Siðlaus samningur ríkis og kirkju Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinnÞað sem gerir þjóðkirkjustofnunina svo sérsaka er að starfsmenn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra annarra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lútersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á landinu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóðkirkjustofnunin hér orðin kaþólskari en páfinn í sínum kirkjuskilningi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hann er byggður á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. StofnunarhagsmunirTilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trúarlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áframhaldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferðisafbrotin, þöggunin, yfirhylmingar eða forréttinda aðgengi stofnunarinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmunavörslu að gera. Þjóðkirkjustofnunin gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frekar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvernig gengið er freklega á trúverðugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættishagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsiStarfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Biskupsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúarafstaða sem gerir menn að meðlimum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúarlegar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfnuðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar samkvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 staðfesti að þjóðkirkjan er tímaskekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinberum vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skilyrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyldum að gegna umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinnÞað sem gerir þjóðkirkjustofnunina svo sérsaka er að starfsmenn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra annarra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lútersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á landinu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóðkirkjustofnunin hér orðin kaþólskari en páfinn í sínum kirkjuskilningi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hann er byggður á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. StofnunarhagsmunirTilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trúarlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áframhaldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferðisafbrotin, þöggunin, yfirhylmingar eða forréttinda aðgengi stofnunarinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmunavörslu að gera. Þjóðkirkjustofnunin gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frekar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvernig gengið er freklega á trúverðugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættishagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsiStarfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Biskupsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúarafstaða sem gerir menn að meðlimum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúarlegar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfnuðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar samkvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 staðfesti að þjóðkirkjan er tímaskekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinberum vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skilyrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyldum að gegna umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun