Siðlaus samningur ríkis og kirkju Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinnÞað sem gerir þjóðkirkjustofnunina svo sérsaka er að starfsmenn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra annarra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lútersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á landinu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóðkirkjustofnunin hér orðin kaþólskari en páfinn í sínum kirkjuskilningi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hann er byggður á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. StofnunarhagsmunirTilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trúarlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áframhaldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferðisafbrotin, þöggunin, yfirhylmingar eða forréttinda aðgengi stofnunarinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmunavörslu að gera. Þjóðkirkjustofnunin gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frekar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvernig gengið er freklega á trúverðugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættishagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsiStarfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Biskupsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúarafstaða sem gerir menn að meðlimum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúarlegar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfnuðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar samkvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 staðfesti að þjóðkirkjan er tímaskekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinberum vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skilyrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyldum að gegna umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan er ríkisstofnun í alvarlegri tilvistarkreppu og sjálfsafneitun. Þúsundir Íslendinga hafa orðið fráhverfir öllum trúmálum og skrá sig utan trúfélaga. Um 60.000 Íslendinga hafa nú kosið að standa utan þjóðkirkju en eru samt sem áður látnir greiða til hennar með sínum sköttum. Á hverju ári greiðir íslenska ríkið heilu milljarðana til stofnunarinnar en hún vill ekki fyrir nokkra muni viðurkenna tengsl sín við ríkið og í því felst hennar tilvistarkreppa. Kaþólskari en páfinnÞað sem gerir þjóðkirkjustofnunina svo sérsaka er að starfsmenn hennar telja sig hina einu og sér-útvöldu erfingja Krists og alls kirkjusögulegs arfs allra annarra landsmanna í þúsund ár. Slík kröfugerð er ekki beint hógvær. Né heldur kristileg, siðleg eða lútersk. En þjóðkirkjustofnunin setur ekki slíka smámuni fyrir sig. Né heldur það að milljarðaarfurinn myndaðist í tíð annars trúfélags. Kirkjujarðirnar þ.e.a.s. arfurinn myndaðist í tíð kaþólskrar kirkju þegar trúarnauðung ríkti á landinu og því er arfurinn í raun allra landsmanna jafnt þeirra sem í dag standa utan trúfélaga sem innan. Í dag gerir kaþólska kirkjan ekki tilkall til arfsins og því er þjóðkirkjustofnunin hér orðin kaþólskari en páfinn í sínum kirkjuskilningi. Það sem máli skiptir fyrir biskupsstofu var að stofnunin náði milljarða samningi við ríkið um þessi mál, fyrir um 13 árum þegar allt átti að einkavæða. Samningurinn var mörg ár í undirbúningi milli ráðuneytisins og biskupsstofu. Þar var hvíslast á til að íslenskur almenningur flækti ekki málið og látið var sem önnur kristin trúfélög sem nú telja tugi þúsunda meðlima, væru ekki til. Samningurinn er í anda miðalda þar sem trúfrelsi þekktist ekki. Hann er byggður á kaþólskum kirkjuskilningi þar sem „kirkjan“ er skilgreind sem stofnun og „arfur kristninnar“ er skilgreindur sem eign stofnunarinnar. Þjóðkirkjustofnunin lúterska virðist hafa tileinkað sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldakirkjunnar sem hún var upphaflega kölluð til að mótmæla og siðbæta. StofnunarhagsmunirTilgangur samningsins var ekki sá að viðhalda kristnum sið eða trúarlífi. Tilgangurinn var tryggja ákveðinni embættismannastofnun og starfsmönnum hennar áframhaldandi forréttindi um ókomin ár. Viðhald ríkisstofnana og forréttinda embættismanna er eitt en kristni og hin almenna kirkja er allt annað og þetta tvennt hefur aldrei farið saman í sögu kristninnar. Nú þegar þjóðkirkjustofnunin er sjálf búin að koma sér í öngstræti þá kemur rétta stofnunareðlið fram. Hvort sem það eru kynferðisafbrotin, þöggunin, yfirhylmingar eða forréttinda aðgengi stofnunarinnar að íslenskum uppeldis- og menntastofnunum, allt hefur það með stofnunar- og sérhagsmunavörslu að gera. Þjóðkirkjustofnunin gerir ekki greinarmun á sjálfri sér og sjálfum Jesú Kristi frekar en kaþólska miðaldastofnunin gerði. Það er dapurlegt að horfa upp á það þessa dagana hvernig gengið er freklega á trúverðugleika Krists og kristni í þeim eina tilgangi að verja löngu úrelta stofnunarumgjörð og embættishagsmuni. Hæðst að trúfélagafrelsiStarfsmenn stofnunarinnar segja að fyllilega sé nú greint á milli ríkis og kirkju! Jú – hér hefur milljarðafé verið fært á milli stofnana, frá ráðuneyti upp á Biskupsstofu, skilgreiningum hagrætt og auglýsingaskiltum breytt eins og hjá bönkunum. En sá veruleiki sem blasir við er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúarfélag ríkisins“ heilu milljarðana af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin sem í þessu felst setur allt tal um trúfélagafrelsi á svið fáránleikans. Eflaust er það innan við 1% þess fjölda sem tilheyrir þjóðkirkjunni, að nafninu til, sem hefur meðvitað skráð sig þar inn. Flest allir hafa verið settir inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Almennt er það skírn eða persónuleg trúarafstaða sem gerir menn að meðlimum trúarsamfélaga en það á ekki við um þjóðkirkjuna. Kannanir hafa sýnt að einungis lítill hluti fólks taki undir trúarlegar kenningar stofnunarinnar. Undanfarin ár hefur miðstýring aukist til muna. Ákvörðunartaka og vald hefur verið fært frá söfnuðunum sem eiga að vera sjálfráða grunneiningar kirkjunnar samkvæmt Lúter. Kristnihátíðin árið 2000 staðfesti að þjóðkirkjan er tímaskekkja. Það milljarða klúður mátti lengi ekki ræða á opinberum vettvangi. Upphaflega átti kristniháðið að vera hátíð kristni á Íslandi en þjóðkirkjan breytti henni í sína eigin hátíð og algert hrun varð í þátttöku þjóðar þrátt fyrir einstaklega jákvæð ytri skilyrði, bæði Guðs og manna. Allt tal biskupsstofu um að þjóðkirkjustofnunin hafi skyldum að gegna umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbúningur. Allstaðar í hinum kristna heimi þrífst kristni best án afskipta ríkiskirkna.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun