Undarleg vinnubrögð Alþýðuflokksins heitins og Samfylkingarinnar nú Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. nóvember 2010 16:49 Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun