Spennandi tímar fram undan! Gerður A. Árnadóttir og Sigursteinn Másson skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Undanfarið hefur talsvert verið rætt um fyrirhugaðan flutning sértækrar félagsþjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga sem verður að veruleika um næstu áramót. Mikilvægt er að átta sig á um hvaða þjónustu er verið að ræða þegar fjallað er um málið. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga eins og aðrir landsmenn og stór hluti þessa hóps nýtur nú þegar þjónustu í því sveitarfélagi sem það býr í í formi félagsþjónustu, liðveislu og heimahjúkrunar. Ef þjónustuþörf fatlaðs einstaklings er meiri en almennt gerist á viðkomandi rétt á þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra. Það er eingöngu sú þjónusta sem verið er að flytja nú til sveitarfélaganna, þ.e. sértæk félagsþjónusta vegna mikillar þjónustuþarfar sem nú er veitt af svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra. Það er vert að geta þess að í úttekt Guðrúnar Hannesdóttur á lífskjörum öryrkja eru það eingöngu 11% öryrkja sem njóta þjónustu svæðisskrifstofanna. Þegar skoðuð er fötlun þjónustuþega svæðisskrifstofa kemur á daginn að um 75% hópsins eru einstaklingar með þroskahömlun eða geðfötlun. Hagsmunasamtök fólks með þroskahömlun og geðfatlaðs fólks eru eindregnir stuðningsmenn þess að fatlað fólk sæki félagsþjónustu sína til sveitarfélags síns eins og aðrir íbúar. Þannig drögum við úr aðgreiningu fólks vegna fötlunar en leggjum drög að samfélagi fyrir alla. Slík samskipan í þjónustu er einnig í anda Madrídaryfirlýsingar fatlaðs fólks frá árinu 2002 og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Nokkur sveitarfélög og landssvæði, s.s. Akureyri og Norðurland vestra, Vestmannaeyjar, Þingeyjarsýslur og Hornafjörður, hafa um árabil sinnt sértækri félagsþjónustu við fatlað fólk, fyrst sem tilraunaverkefni en síðan skv. þjónustusamningum. Reynslan hefur verið góð og alls staðar hafa menn verið sammála um að halda þjónustunni áfram hjá viðkomandi sveitarfélögum. Markmið þeirrar breytingar sem á sér stað um áramót er að veita sértæka félagsþjónustu við fatlað fólk sem nærþjónustu í heimabyggð, bæta þjónustu og nýta betur fjármagn. Framkvæmd þjónustu og eftirlit með henni verða aðskilin með augljósum ávinningi fyrir þá sem þjónustunnar njóta. Þá felast spennandi tækifæri til þróunar í breytingunum og brýnt að menn horfi til framtíðar og verði óhræddir við að prófa nýjar leiðir. Benda má á að í samkomulagi ríkis og sveitarfélaganna er gert ráð fyrir þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem þjónustuformi og sett er fjármagn til þessa verkefnis sérstaklega. Fatlað fólk á Íslandi hefur barist fyrir því að slík þjónustu yrði almennari en verið hefur, hér er verið að stuðla að því og er það vel. Um áramót verða engar breytingar á þjónustu sem nú er veitt, starfsfólk á þjónustustöðvum verður það sama og notendur ganga til sinnar þjónustu óbreyttrar. Þetta er öllum hagsmunaaðilum ljóst og óþarfi og óábyrgt að ala á ótta og óvissu þegar um svo viðkvæma þjónustu er að ræða. Í framtíðinni munum við vonandi sjá jákvæða þróun í þjónustu við fatlað fólk, nýjar leiðir sem þróast í samstarfi notenda og sveitarfélaga. Þegar þetta er skrifað er verið að leggja lokahönd á samkomulag ríkis og sveitarfélaga um verkefnið og lagafrumvarp verður lagt fram nú í byrjum nóvember. Gengið var frá fjárhagslegu samkomulagi í sumar. Samkomulagið felur í sér að fjármagn til þjónustunnar verður nánast óbreytt milli áranna 2010 og 2011 og sá niðurskurður sem boðaður var í þessum málaflokki kemur ekki til framkvæmda. Fjármagnið varðveitist því í málaflokknum og nýtist fötluðu fólki, sem er afar mikilvægt í ljósi þess niðurskurðar sem öll velferðarþjónusta þarf að taka á sig um þessar mundir. Í framtíðinni mun fjármagn til þjónustunnar miðast við þjónustuþarfir fólks í hverju sveitarfélagi og tryggt verður að fatlað fólk geti flust milli svæða án þess að þjónusta við það breytist. Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp eru hagsmunasamtök þess hóps fatlaðs fólks sem þessi breyting varðar mestu. Við erum þess fullviss að flutningur þjónustunnar til sveitarfélaganna sé mikilvægur liður í að bæta þjónustu við fatlað fólk og stuðli að samskipan og samfélagi þar sem margbreytileiki mannfólksins er mikilvægur. Við lítum á 1. janúar 2011 sem upphaf vegferðar þar sem notendur þjónustunnar, sveitarfélög landsins og ríkisvaldið vinna saman að bættum hag þessa hóps. Við höfum allar forsendur til að gera vel, gerum það saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur talsvert verið rætt um fyrirhugaðan flutning sértækrar félagsþjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga sem verður að veruleika um næstu áramót. Mikilvægt er að átta sig á um hvaða þjónustu er verið að ræða þegar fjallað er um málið. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga eins og aðrir landsmenn og stór hluti þessa hóps nýtur nú þegar þjónustu í því sveitarfélagi sem það býr í í formi félagsþjónustu, liðveislu og heimahjúkrunar. Ef þjónustuþörf fatlaðs einstaklings er meiri en almennt gerist á viðkomandi rétt á þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra. Það er eingöngu sú þjónusta sem verið er að flytja nú til sveitarfélaganna, þ.e. sértæk félagsþjónusta vegna mikillar þjónustuþarfar sem nú er veitt af svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra. Það er vert að geta þess að í úttekt Guðrúnar Hannesdóttur á lífskjörum öryrkja eru það eingöngu 11% öryrkja sem njóta þjónustu svæðisskrifstofanna. Þegar skoðuð er fötlun þjónustuþega svæðisskrifstofa kemur á daginn að um 75% hópsins eru einstaklingar með þroskahömlun eða geðfötlun. Hagsmunasamtök fólks með þroskahömlun og geðfatlaðs fólks eru eindregnir stuðningsmenn þess að fatlað fólk sæki félagsþjónustu sína til sveitarfélags síns eins og aðrir íbúar. Þannig drögum við úr aðgreiningu fólks vegna fötlunar en leggjum drög að samfélagi fyrir alla. Slík samskipan í þjónustu er einnig í anda Madrídaryfirlýsingar fatlaðs fólks frá árinu 2002 og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Nokkur sveitarfélög og landssvæði, s.s. Akureyri og Norðurland vestra, Vestmannaeyjar, Þingeyjarsýslur og Hornafjörður, hafa um árabil sinnt sértækri félagsþjónustu við fatlað fólk, fyrst sem tilraunaverkefni en síðan skv. þjónustusamningum. Reynslan hefur verið góð og alls staðar hafa menn verið sammála um að halda þjónustunni áfram hjá viðkomandi sveitarfélögum. Markmið þeirrar breytingar sem á sér stað um áramót er að veita sértæka félagsþjónustu við fatlað fólk sem nærþjónustu í heimabyggð, bæta þjónustu og nýta betur fjármagn. Framkvæmd þjónustu og eftirlit með henni verða aðskilin með augljósum ávinningi fyrir þá sem þjónustunnar njóta. Þá felast spennandi tækifæri til þróunar í breytingunum og brýnt að menn horfi til framtíðar og verði óhræddir við að prófa nýjar leiðir. Benda má á að í samkomulagi ríkis og sveitarfélaganna er gert ráð fyrir þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem þjónustuformi og sett er fjármagn til þessa verkefnis sérstaklega. Fatlað fólk á Íslandi hefur barist fyrir því að slík þjónustu yrði almennari en verið hefur, hér er verið að stuðla að því og er það vel. Um áramót verða engar breytingar á þjónustu sem nú er veitt, starfsfólk á þjónustustöðvum verður það sama og notendur ganga til sinnar þjónustu óbreyttrar. Þetta er öllum hagsmunaaðilum ljóst og óþarfi og óábyrgt að ala á ótta og óvissu þegar um svo viðkvæma þjónustu er að ræða. Í framtíðinni munum við vonandi sjá jákvæða þróun í þjónustu við fatlað fólk, nýjar leiðir sem þróast í samstarfi notenda og sveitarfélaga. Þegar þetta er skrifað er verið að leggja lokahönd á samkomulag ríkis og sveitarfélaga um verkefnið og lagafrumvarp verður lagt fram nú í byrjum nóvember. Gengið var frá fjárhagslegu samkomulagi í sumar. Samkomulagið felur í sér að fjármagn til þjónustunnar verður nánast óbreytt milli áranna 2010 og 2011 og sá niðurskurður sem boðaður var í þessum málaflokki kemur ekki til framkvæmda. Fjármagnið varðveitist því í málaflokknum og nýtist fötluðu fólki, sem er afar mikilvægt í ljósi þess niðurskurðar sem öll velferðarþjónusta þarf að taka á sig um þessar mundir. Í framtíðinni mun fjármagn til þjónustunnar miðast við þjónustuþarfir fólks í hverju sveitarfélagi og tryggt verður að fatlað fólk geti flust milli svæða án þess að þjónusta við það breytist. Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp eru hagsmunasamtök þess hóps fatlaðs fólks sem þessi breyting varðar mestu. Við erum þess fullviss að flutningur þjónustunnar til sveitarfélaganna sé mikilvægur liður í að bæta þjónustu við fatlað fólk og stuðli að samskipan og samfélagi þar sem margbreytileiki mannfólksins er mikilvægur. Við lítum á 1. janúar 2011 sem upphaf vegferðar þar sem notendur þjónustunnar, sveitarfélög landsins og ríkisvaldið vinna saman að bættum hag þessa hóps. Við höfum allar forsendur til að gera vel, gerum það saman.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun