Sértækur vandi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt?
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar