Fleiri fréttir

Unglingurinn í brennidepli

Pálmasunnudagur markar upphafið að árlegum fermingartíma. Næstu helgar munu íslenskar stórfjölskyldur koma saman í veislum sem haldnar eru til heiðurs unglingum á margbrotnu aldursskeiði. Unglingar á fjórtánda aldursári eru nefnilega yfirleitt ekkert sérstaklega gefnir fyrir mikið samneyti við fullorðna. Í þessu felst einmitt að hluta til fegurðin í þessum fallega sið sem fermingarveislur eru.

Enginn okkar er eyland

Stundum held ég að ég sé eini Íslendingurinn sem skipt hefur opinberlega um flokk. Gamlir flokksbræður horfa á mig eins og naut á nývirki og spyrja með glotti: kom eitthvað fyrir þig, Ellert minn? Aðrir dæsa og verða daprir til augnanna, rétt eins og nákominn hafi fallið frá.

Að láta vaða

Ef ég ætti að velja eitt slagorð, þekkt úr bransanum, sem myndi lýsa Íslendingum best og fanga hugarfarið sem einkennir mörlandann af hvað mestri nákvæmni, þá myndi ég líklega velja slagorðið sem íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur notast við á undanförnum árum: Just do it.

Alcan og Straumsvík

Þegar Davíð Oddsson og félagar unnu frækinn sigur í kosningunum í Reykjavík 1982 og felldu þáverandi meirihluta, var aðalkosningamálið að byggja nýtt hverfi við Grafarvog í staðinn fyrir nágrenni Rauðavatns. Það átti að byggja með ströndum fram í stað heiða og auk þess var Rauðavatnið talið á “hættulegu sprungusvæði”.

Íbúakosning í Hafnarfirði

Atkvæðagreiðsla íbúa í Hafnafirði í dag um fyrirhugaða stækkun Álversins í Straumsvík er mikilvægur prófsteinn á þróun íbúalýðræðis. Við erum saman að stíga mikilvægt skref og það er fagnaðarefni hversu almenn og víðtæk umræða og þátttaka bæjarbúa hefur verið á síðustu vikum.

„Normalísering andskotans“

Ef maður setur upp gleraugun sem skipta hlutum í svart og hvítt, gott og vont, Guð og Andskotann stendur Guð fyrir það sem er gott. Þið vitið, að hjálpa bágstöddum, segja alltaf satt, vera góður við börn og allt það. Andskotinn er vondur. Þeir sem fylgja andskotanum drekka, dópa, hórast, nauðga og myrða. Andskotinn er samviskulaus og þeir sem kunna að setja upp svarthvítu gleraugun hafa flestir vit á því að vera ekkert að abbast uppá hann.

Gerviöryggisrugl

Fyrir 11. september létu flugvallastarfsmenn það gjarnan nægja að spyrja: Fékkstu hjálp við að pakka? Við þessu var flest annað en „Já, síðskeggjaður maður með lambhúshettu lét mig hafa pakka sem ég held að sé vekjaraklukka," rétt svar.

Fundur í Stykkishólmi, zero Framsókn, mávadráp

Þátturinn verður kannski ekki síst eftirminnilegur fyrir hvað hlutur kvenna er lélegur í Norðvesturkjördæmi. Merkilegt í kosningum sem virðast að miklu leyti ætla að snúast um kvennafylgið. Engin kona skipar fyrsta sæti framboðslista í kjördæminu...

Humar eða fiskibollur úr dós

Ein meginátakalína stjórnmálanna hefur löngum hverfst um viðhorf fólks til skattheimtu. Þeir sem vilja lækka skatta liggja gjarnan undir ámæli um að vilja bæta hag hinna ríku en vera slétt sama um smælingja samfélagsins, og öfugt með hina sem eru fylgjandi háum sköttum.

Billjónsdagbók 28.3

ICEX 7.516,56, þegar ég steig inn í nýju túrbósturtuna í morgun, og Dow Jones 12.481,01 þegar ég fékk í mig straum af steríógræjunum í sturtunni. Það er ókyrrð á markaðnum. Tekur á taugarnar.

Jafnréttismál í þagnargildi?

Það olli mér nokkrum heilabrotum þegar framboð Íslandshreyfingarinnar var kynnt í síðustu viku að eitt helsta mál samtímans, jafnrétti og kvenfrelsi, var ekki nefnt. Meginmarkmið hreyfingarinnar „umhverfi, nýsköpun, velferð og aukið lýðræði“ eru afar þörf og tímabær. En öll þessi mál hafa kynjavídd og með kvennabaráttukonuna Margréti Sverrisdóttur í fararbroddi vaknar spurningin hvort framsetning hafi verið meðvituð eða ómeðvituð.

Hvernig á að borga fyrir heilbrigðisþjónustuna?

Ögmundur Jónasson skrifar

Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik.

Óbundnir til kosninga

Nú er að koma sá tími að kjósendur vita ekki neitt lengur. Við göngum að kjörborði eftir einn og hálfan mánuð. En við vitum ekkert hvaða ríkisstjórn kemur upp úr kössunum. Getum í raun haft takmörkuð áhrif á það...

Það styttist í kosningar

Þingið lauk störfum fyrir tíu dögum síðan. Eitt hundrað og fjórtán frumvörp urðu að lögum á þessu þingi. Síðustu klukkutímana var mikið argaþras en um leið lét þingheimur hendur standa fram úr ermum og samþykkti á fimmta tug frumvarpa.

Forrest Gump og ég

Síðasta haust gerði ég samning við sjálfa mig um að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu á næstu menningarnótt. Sumum finnst það auðvitað algjört prump, þá væntan­lega þeim sem sjálfir skreppa milli landshluta á fæti án þess að blása úr nös eða þá hinum sem hreyfa sig einkum milli ísskáps og sófa. Fyrir mig sem vill en ekki getur hljómaði vegalengdin sem mikils háttar afrek.

Strindberg og stéttaskiptingin

Horfði um daginn á hið sígilda leikverk August Strindbergs, Fröken Julie. Leikritið, sem er ritað fyrir u.þ.b. einni öld, segir frá dóttur óðalsbónda sem er bæði dekruð og félagslega vernduð. Í kringum sig hefur hún gnægð þjónustufólks.

Um afskipti hæstaréttardómara af dómsmálum

Sigurður Líndal skrifar

Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger "vegna þrýstings frá öðrum“.

Framtíðarlandið á réttri leið

Ýmsir hafa komið að máli við mig síðustu daga vegna staðfestingar minnar á sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð Íslands. Af þessu tilefni legg ég áherslu á að sátt næst aldrei með því að stilla mönnum upp við vegg, með eða á móti.

Dalurinn minn

Framtíðarlandið hugsar langt og grænt en svörin eru kannski ekki alltaf jafn skýr. Samkvæmt herferð Framtíðarlandsins eru þeir sem ekki eru sammála málflutningi þess gráir. Við erum góð og græn eru skilaboðin, hinir eru daprir og gráir...

Um trúarstyrk þjóðarinnar

Í nýstofnuðu lýðveldi dreymdi mig eins og fleiri ungmenni um að verða einhvern tímann milljónamæringur. Sá draumur hefur ræst en samt er ég alltaf jafnblankur. Draumar virðast hafa tilhneigingu til að rætast á annan hátt en maður gerir ráð fyrir.

Atvinnustefna og náttúruvernd

Árni Páll Árnason skrifar

Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun.

Þó ekki flórsköfur

Sú var tíð að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalögin voru sama marki brennd.

Frá Vatnsstíg til Laugaskarðs

Ég sá margar mjög skemmtilegar bíómyndir í MÍR-salnum við Vatnsstíg í gamla daga. Þar voru sýndar rússneskar bíómyndir um helgar sem margar áttu lítinn sjens í bíóhúsum borgarinnar, en voru samt mjög áhugaverðar.

Dauðar sálir?

Afnám fyrningarfrests í grófum kynferðisbrotamálum er áfangasigur fyrir þolendur slíkra ódæðisverka og vafalítið heillaskref fyrir íslenskt réttarkerfi. Í byrjun nýliðinnar viku hlustaði ég á nokkra þingmenn í útvarpinu gera upp nýlokið þing og voru þeir allir sammála um hér væri á ferð mikil réttarbót.

Hugur fylgir máli

Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar

Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna.

Stuðningur Íslands er mikils metinn

Nú erum við aldeilis í klandri, hugsaði ég þar sem bátskænan skoppaði á öldutoppunum og regnið buldi á bátsverjum. Við vorum stödd á Viktoríuvatni, ferðafélagar frá Íslandi og Úganda, eftir viðburðaríka heimsókn til Kalangala-eyja.

Straumsvík

Nú skilst mér að fjölskylduboðin suður í Hafnarfirði logi í rökræðum á milli stuðningsmanna stækkunar í Straumsvík og þeirra sem eru alfarið á móti. Sjálfur er ég á móti þessari stækkun af alls kyns ástæðum og þar sem ég er jafnframt í framboði í kjördæminu hef ég fengið minn skerf af heitum umræðum í heimahúsum, sem sjálfsagt eiga eftir að færast í vöxt á næstu dögum, því eftir viku verður kosið.

Öldungadeildin er lokuð deild

Kunn er sagan af ómaganum sem kominn var í kör þegar upp komst að hún var fædd í næsta hreppi: stóðu hreppstjórar tveir og deildu hart hvoru megin kerlingin skyldi vistuð. unni kerling fátt sér til varnar nema bölbænir til handa þeim sem sveit hennar byggðu - meðan hún tórði.

51% námslána er styrkur

Hvaða forsjárhyggja er það að vilja skilyrða styrkinn með „lokaprófum á tilskildum tíma"? Og hvers vegna vill Samfylkingin minnka vægi félagslega tillitsins á endurgreiðslutíma námslánanna? Eitt af aðalsmerkjum íslenska námslánakerfisins er félagslegt tillit bæði á námstíma og að námi loknu.

Ó, þú skrínlagða heimska ...

Aðdragandi íbúakosningar um risaálver í Hafnarfirði við hlið þess gamla hefur afhjúpað enn frekar en orðið var brotalamirnar í Samfylkingunni sem stjórnmálaflokki. Flokkurinn treystir sér ekki til að taka opinbera afstöðu til málsins eða eins og forseti bæjarstjórnarinnar segir í Fréttablaðinu 21. mars:

Í (skálka)skjóli múrsins

Frá ómunatíð hafa valdsmenn reist ýmiss konar múra sér og sínum til varnar. Múrinn getur ekki aðeins aftrað ágangi og ásælni utan­aðkomandi aðila heldur líka ýtt undir fákeppni og fátækt, stöðnun eða afturhald, klíkuskap og smákóngahneigð, spillingu og sérhagsmunapot.

Hvaða máli skipta fullveldisréttur og eignarréttur?

Undirstaða valda í hverju samfélagi er rétturinn til að setja öðrum mönnum reglur og rétturinn til að eiga sérgreint verðmæti. Fyrrnefndu réttindin kallast fullveldisréttur en hinn eignarréttur. Það er eðlilegt að átök séu um hver eigi að fara með handhöfn þessara réttinda. Í þjóðfélagsumræðu um náttúruauðlindir Íslands gleymist oft að gera greinarmun á þessum grundvallarhugtökum.

Skattalækkanir til hagsbóta fyrir almenning

Á því kjörtímabili sem nú er að líða hafa skattalækkanir til almennings verið stórfelldar og aldrei fyrr hafa skattar verið lækkaðir með jafn afgerandi og markvissum hætti eins og nú.

Fjögur ár

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma þann 20. mars 2003 hófst stríð í Írak. Stuðningur Íslands við innrásina var ákveðinn af tveimur mönnum sem sýndi og sýnir ótrúlega vanvirðingu tveggja siðlausra manna gagnvart lýðræði í landinu og um leið þjóð sinni.

Við erum öll eins inn við beinið

Umræða um málefni innflytjenda hefur stóraukist á opinberum vettvangi. Nokkuð ber á útlendingafælni og þjóðernishyggju í orðræðunni, einkum í netheimum. Sumir ala á úlfúð og fordómum í skjóli nafnleyndar auk einstaka gífuryrtra stjórnmálamanna.

Eldfjallagarður á Reykjanesi?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Úthafshryggir og plötuskil ganga hvergi í heiminum upp á land á stóra, byggða eyju sem hefur myndast á þeim, nema á Íslandi.

Flokkur gegn pólitísku kviksyndi

Albert Jensen skrifar

Mörg ár eru síðan ég fór að skrifa um þau mál sem nú brenna heitast á landsmönnum. Mikið er ég búinn að hlakka til þess tíma að þeir átti sig á hinum sönnu og raunverulegu gildum sem gera lífið eftirsóknarvert. Skyndilega virðist þjóðin hafa vaknað til vitundar um mikilvægi náttúrunnar og að aldraðir og öryrkjar, að ógleymdum þeim verst launuðu, eru líka fólk sem vísvitandi hefur verið haldið niðri.

Rányrkjubúskapur

Það eru alltaf að koma fram nýjar og ógnvekjandi upplýsingar um hvað við erum að gera landinu okkar næstum óbætanlegan skaða fyrir framtíðina og afkomendur okkar, með því að stunda rányrkjubúskap enn þá á stórskemmdu landinu.

Maður er fermdur

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að fermingarvertíðin nálgast. Þó ekki væri nema vegna uppþotsins út af stúlkunni sem var vænd um að stilla sér upp eins og klámstjarna á forsíðu fermingarbæklings Smáralindar - bæklings sem reyndar var frekar hallærislegur í auglýsingum sínum á brúnkuspreyi fyrir fermingarbörnin, en enginn tók eftir því af því að allir voru svo uppteknir við að sverja það af sér að hafa séð nokkuð kynferðislegt við forsíðumyndina.

Sýknað vegna skopmynda, Íslandshreyfingin, fermingar og efnishyggja

Íslamskir trúarleiðtogar í Frakklandi höfðu kært tímaritið Charlie Hebdo fyrir að birta teikningarnar. Dómarinn sagði að myndirnar brytu ekki gegn frönskum lögum heldur stuðluðu þvert á móti með mikilvægum hætti að tjáningarfrelsi í landinu...

Örlagastundin nálgast

Tilraun Framsóknarflokksins til að setja sameignarákvæði um fiskimiðin og aðrar náttúruauðlindir inn í stjórnarskrána í skyndingu skömmu fyrir kosningar fór út um þúfur.

Íslenska stéttaskiptingin

Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann.

Sjá næstu 50 greinar