Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2025 12:31 Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun