Um trúarstyrk þjóðarinnar 26. mars 2007 05:45 Í nýstofnuðu lýðveldi dreymdi mig eins og fleiri ungmenni um að verða einhvern tímann milljónamæringur. Sá draumur hefur ræst en samt er ég alltaf jafnblankur. Draumar virðast hafa tilhneigingu til að rætast á annan hátt en maður gerir ráð fyrir. FRAMAN af ævi leit ekki út fyrir að draumur minn mundi rætast. Smámsaman kom í ljós að hæfileikar mínir hlytu að vera á öðru sviði en auðsöfnunar. Ég var líkari Andrési óráðsíuönd en frændanum Jóakim auðga. Það kom mér því á óvart þegar það rann upp fyrir mér einn góðan veðurdag árið 1978 að ég var orðinn milljónamæringur. Að slíkt mundi gerast hafði aldrei hvarflað að mér, ekki einu sinni í svæsnustu bjartsýnisköstum. BAKSLAG kom í ríkidæmi mitt árið 1980 þegar skipt var um mynt og deilt með hundrað í eigur fólks og ég hvarf úr hinum útvalda hópi íslenskra milljónamæringa um hríð. En þjóðin náði að þrauka. Neysluvíman áfram og innflutningur náði sér á strik. Og ég er kominn aftur. Mér hefur skotið upp sjálfkrafa. Nú er ég orðinn margfaldur milljónamæringur bæði í debet og kredit án þess að hræra legg né lið. SVONA hafa framfarirnar verið á öllum sviðum ¿ meira að segja því andlega. Nú eru allir skólar landsins orðnir að háskólum nema Ísaksskóli. Með einföldu pennastriki er hægt að breyta margföldunartöflunni í æðri menntun. Með sama áframhaldi get ég búist við því að vera orðinn milljarðamæringur þegar ég dey og gamla stúdentsprófið mitt mun jafngilda margföldu doktorsnámi. Þá mun Gullna hliðið ljúkast upp og þegar ég geng inn fer kliður um englaskarann: - Þetta ku vera enn einn milljarðamæringurinn frá Íslandi, eyju hinna sjálfkrafa framfara. Hvað er eiginlega í gangi? ÞÁ stígur fram Drottinn allsherjar og segir við hinn fiðraða hóp: - Elsku kjúklingarnir mínir, íslenska efnahagsundrið byggist á trúarstyrk íslensku þjóðarinnar. Hún er eina þjóðin í heiminum sem hnýtir aftan í kvöldbænina sína á hverju kvöldi: - Þetta hlýtur að reddast einhvern veginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Í nýstofnuðu lýðveldi dreymdi mig eins og fleiri ungmenni um að verða einhvern tímann milljónamæringur. Sá draumur hefur ræst en samt er ég alltaf jafnblankur. Draumar virðast hafa tilhneigingu til að rætast á annan hátt en maður gerir ráð fyrir. FRAMAN af ævi leit ekki út fyrir að draumur minn mundi rætast. Smámsaman kom í ljós að hæfileikar mínir hlytu að vera á öðru sviði en auðsöfnunar. Ég var líkari Andrési óráðsíuönd en frændanum Jóakim auðga. Það kom mér því á óvart þegar það rann upp fyrir mér einn góðan veðurdag árið 1978 að ég var orðinn milljónamæringur. Að slíkt mundi gerast hafði aldrei hvarflað að mér, ekki einu sinni í svæsnustu bjartsýnisköstum. BAKSLAG kom í ríkidæmi mitt árið 1980 þegar skipt var um mynt og deilt með hundrað í eigur fólks og ég hvarf úr hinum útvalda hópi íslenskra milljónamæringa um hríð. En þjóðin náði að þrauka. Neysluvíman áfram og innflutningur náði sér á strik. Og ég er kominn aftur. Mér hefur skotið upp sjálfkrafa. Nú er ég orðinn margfaldur milljónamæringur bæði í debet og kredit án þess að hræra legg né lið. SVONA hafa framfarirnar verið á öllum sviðum ¿ meira að segja því andlega. Nú eru allir skólar landsins orðnir að háskólum nema Ísaksskóli. Með einföldu pennastriki er hægt að breyta margföldunartöflunni í æðri menntun. Með sama áframhaldi get ég búist við því að vera orðinn milljarðamæringur þegar ég dey og gamla stúdentsprófið mitt mun jafngilda margföldu doktorsnámi. Þá mun Gullna hliðið ljúkast upp og þegar ég geng inn fer kliður um englaskarann: - Þetta ku vera enn einn milljarðamæringurinn frá Íslandi, eyju hinna sjálfkrafa framfara. Hvað er eiginlega í gangi? ÞÁ stígur fram Drottinn allsherjar og segir við hinn fiðraða hóp: - Elsku kjúklingarnir mínir, íslenska efnahagsundrið byggist á trúarstyrk íslensku þjóðarinnar. Hún er eina þjóðin í heiminum sem hnýtir aftan í kvöldbænina sína á hverju kvöldi: - Þetta hlýtur að reddast einhvern veginn!
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun