Hvaða máli skipta fullveldisréttur og eignarréttur? 23. mars 2007 05:00 Undirstaða valda í hverju samfélagi er rétturinn til að setja öðrum mönnum reglur og rétturinn til að eiga sérgreint verðmæti. Fyrrnefndu réttindin kallast fullveldisréttur en hinn eignarréttur. Það er eðlilegt að átök séu um hver eigi að fara með handhöfn þessara réttinda. Í þjóðfélagsumræðu um náttúruauðlindir Íslands gleymist oft að gera greinarmun á þessum grundvallarhugtökum. Árið 1925 lýsti lagaprófessorinn Einar Arnórsson muninum á fullveldisrétti og eignarrétti í grein sinni ,,Landhelgi Íslands“ í 50. árgangi tímaritsins Andvara, með dæmi sem var nokkurn veginn á þessa leið: Íslenska ríkið á jörð. Í samræmi við lagaheimild selur ráðherra jörðina til einkaðila. Fullveldisréttur ríkisins yfir því landsvæði sem jörðin nær til er óbreyttur. Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma hafa enn óskert forræði til að setja reglur sem kunna að hafa áhrif á réttarstöðu jarðarinnar. Af þessu má leiða að eðli þessara tveggja heimilda er gjörólíkt. Sá sem fer með handhöfn fullveldisréttar ríkis á hverjum tíma hefur heimildir til að setja lög og framfylgja þeim á meðan rétthafar eignarréttar fá heimildir til að hagnýta sér eign sína, selja hana, veðsetja o.s.frv.. Rétthafi eignarréttar má gera allt við eign sína innan takmarkana laga á meðan handhafi fullveldisréttar ríkis getur sett reglur um allt milli himins og jarðar svo framarlega sem þær eru ekki í andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunar landsins. Þessi hugtök má skýra enn frekar með dæmi úr nútímanum. Fyrirtækið Landsvirkjun var stofnað árið 1965 og átti íslenska ríkið helmingshlut í því. Eitt af stofnframlögum íslenska ríkisins til fyrirtækisins voru vatnsréttindi og land vegna virkjunar í Þjórsá við Búrfell. Árið 1998 voru sett þjóðlendulög sem kváðu á um að allt land sem væri ekki undirorpið beinum eignarrétti væri eign íslenska ríkisins. Á grundvelli laganna er íslenska ríkið nú eigandi réttindanna en ekki Landsvirkjun. Þjóðlendulögin voru tiltölulega skýr um tilgang sinn að gera land sem enginn átti að eign ríkisins. Þetta gat ríkið gert í skjóli fullveldisréttar síns. Sem eigandi tiltekinna réttinda árið 1965 var ríkið hins vegar í hlutverki eiganda sem var í góðri trú þegar eign var ráðstafað. Þessi hlutverk ríkisins voru og eru ekki þau sömu. Það er munur á fullveldisrétti og eignarrétti. Það leiðir umræðu um auðlindamál á villigötur þegar enginn greinarmunur er gerður á hugtökunum fullveldisrétti og eignarrétti. Kannski hafa sumir hag af slíkum hugtakaruglingi þar sem þá geti almenningur fremur fellt sig við að hafa hugtak í lögum og jafnvel stjórnarskrá sem vísar til þess að eitthvað sé eign eða sameign þjóðar. Vandinn við þá hugtakanotkun er að hún færir aldrei þjóðinni eignarréttarlegar heimildir. Hins vegar er heimilt að upphefja ríkiseignir með því að kalla þær þjóðlendur og þjóðareign. Það breytir hins vegar ekki lagalegri stöðu þeirra sem eign íslenska ríkisins. Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun HÍ í auðlindarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undirstaða valda í hverju samfélagi er rétturinn til að setja öðrum mönnum reglur og rétturinn til að eiga sérgreint verðmæti. Fyrrnefndu réttindin kallast fullveldisréttur en hinn eignarréttur. Það er eðlilegt að átök séu um hver eigi að fara með handhöfn þessara réttinda. Í þjóðfélagsumræðu um náttúruauðlindir Íslands gleymist oft að gera greinarmun á þessum grundvallarhugtökum. Árið 1925 lýsti lagaprófessorinn Einar Arnórsson muninum á fullveldisrétti og eignarrétti í grein sinni ,,Landhelgi Íslands“ í 50. árgangi tímaritsins Andvara, með dæmi sem var nokkurn veginn á þessa leið: Íslenska ríkið á jörð. Í samræmi við lagaheimild selur ráðherra jörðina til einkaðila. Fullveldisréttur ríkisins yfir því landsvæði sem jörðin nær til er óbreyttur. Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma hafa enn óskert forræði til að setja reglur sem kunna að hafa áhrif á réttarstöðu jarðarinnar. Af þessu má leiða að eðli þessara tveggja heimilda er gjörólíkt. Sá sem fer með handhöfn fullveldisréttar ríkis á hverjum tíma hefur heimildir til að setja lög og framfylgja þeim á meðan rétthafar eignarréttar fá heimildir til að hagnýta sér eign sína, selja hana, veðsetja o.s.frv.. Rétthafi eignarréttar má gera allt við eign sína innan takmarkana laga á meðan handhafi fullveldisréttar ríkis getur sett reglur um allt milli himins og jarðar svo framarlega sem þær eru ekki í andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunar landsins. Þessi hugtök má skýra enn frekar með dæmi úr nútímanum. Fyrirtækið Landsvirkjun var stofnað árið 1965 og átti íslenska ríkið helmingshlut í því. Eitt af stofnframlögum íslenska ríkisins til fyrirtækisins voru vatnsréttindi og land vegna virkjunar í Þjórsá við Búrfell. Árið 1998 voru sett þjóðlendulög sem kváðu á um að allt land sem væri ekki undirorpið beinum eignarrétti væri eign íslenska ríkisins. Á grundvelli laganna er íslenska ríkið nú eigandi réttindanna en ekki Landsvirkjun. Þjóðlendulögin voru tiltölulega skýr um tilgang sinn að gera land sem enginn átti að eign ríkisins. Þetta gat ríkið gert í skjóli fullveldisréttar síns. Sem eigandi tiltekinna réttinda árið 1965 var ríkið hins vegar í hlutverki eiganda sem var í góðri trú þegar eign var ráðstafað. Þessi hlutverk ríkisins voru og eru ekki þau sömu. Það er munur á fullveldisrétti og eignarrétti. Það leiðir umræðu um auðlindamál á villigötur þegar enginn greinarmunur er gerður á hugtökunum fullveldisrétti og eignarrétti. Kannski hafa sumir hag af slíkum hugtakaruglingi þar sem þá geti almenningur fremur fellt sig við að hafa hugtak í lögum og jafnvel stjórnarskrá sem vísar til þess að eitthvað sé eign eða sameign þjóðar. Vandinn við þá hugtakanotkun er að hún færir aldrei þjóðinni eignarréttarlegar heimildir. Hins vegar er heimilt að upphefja ríkiseignir með því að kalla þær þjóðlendur og þjóðareign. Það breytir hins vegar ekki lagalegri stöðu þeirra sem eign íslenska ríkisins. Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun HÍ í auðlindarétti.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun