Skattalækkanir til hagsbóta fyrir almenning 23. mars 2007 05:00 Á því kjörtímabili sem nú er að líða hafa skattalækkanir til almennings verið stórfelldar og aldrei fyrr hafa skattar verið lækkaðir með jafn afgerandi og markvissum hætti eins og nú. Þyngst vegur þar lækkun á tekjuskatti einstaklinga en hann lækkaði um 3 prósentustig í þremur þrepum, úr 25,75% í 22,75%. Fyrir einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur hefur þessi eina breyting í för með sér hækkun ráðstöfunartekna upp á 90 þúsund á ári. Samhliða lækkun á tekjuskatti hefur persónuafsláttur hækkað umtalsvert og hafa skattleysismörk verið hækkuð um 30% á þessu kjörtímabili sem er langt umfram þróun verðlags á sama tíma.„Hátekju“skatturinn felldur niðurÞegar svokallaður hátekjuskattur var lagður á var þess sérstaklega getið að hann yrði tímabundinn og átti aðeins að taka til þeirra sem hefðu mjög háar tekjur. Með ört vaxandi kaupmætti og hækkun launa féllu fleiri og fleiri í þann flokk að greiða sérstakan viðbótar tekjuskatt, hátekjuskatt, sem í daglegu tali var oftar nefndur millitekjuskattur en hátekjuskattur. Var svo komið að um 24 þúsund Íslendingar greiddu sérstakan hátekjuskatt.Fyrir tekjuárið 2003 var þessi skattur 5% og lagðist á alla sem höfðu meira en 4,1 milljón í árstekjur eða 340 þúsund á mánuði. Það er mikilvægt að skattkerfinu sé stýrt þannig að það hvetji einstaklinga til að vinna og afla sér tekna í stað þess að letja þá. Hátekjuskatturinn hafði öfug áhrif. Þess vegna var mikilvægt að hann yrði felldur niður og þess gætt að þeir sem hefðu hærri tekjur greiddu bara hærri skatta en ekki líka hærra hlutfall tekna sinna í skatt. Af þessum sökum var sérstakur tekjuskattur, „hátekju“skatturinn, felldur niður á þessu kjörtímabili. Lækkaði hann í þremur þrepum úr 5%, fyrst niður í 4%, þá 2% og var að lokum alveg felldur út.Eignaskattar felldir niðurÞriðja stoðin í skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili sem að þessu sinni er nefnd, er niðurfelling eignaskatta sem eðli málsins samkvæmt lagðist einkum á þá sem á löngum tíma höfðu náð að greiða niður skuldir sínar, einkum af íbúðarhúsnæði. Það voru því eldri borgarar sem í miklum mæli skiluðu ríkissjóði þeim tekjum sem ríkið hafði af eignasköttum.Helmingur allra eldri borgara, tæplega 15.500 einstaklingar, greiddu eignaskatt á árinu 2005 og nam samanlögð upphæð þessara aðila ríflega 650 milljónum króna eða 42 þúsund krónum að jafnaði á hvern einstakling. Með niðurfellingu skattsins var því sérstaklega horft til þess að lækka skatta á eldri borgara í landinu.Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu veigamikil er þar aðeins nefndur hluti þeirra mála sem ríkisstjórnin hefur siglt í höfn á sviði skattalækkana á þessu kjörtímabili. Lækkun virðisaukaskatts, lækkun erfðafjárskatts, hækkun barnabóta, niðurfelling vörugjalda, lækkun tolla og margt fleira mætti hér nefna en verður tekið fyrir síðar.Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að líða hafa skattalækkanir til almennings verið stórfelldar og aldrei fyrr hafa skattar verið lækkaðir með jafn afgerandi og markvissum hætti eins og nú. Þyngst vegur þar lækkun á tekjuskatti einstaklinga en hann lækkaði um 3 prósentustig í þremur þrepum, úr 25,75% í 22,75%. Fyrir einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur hefur þessi eina breyting í för með sér hækkun ráðstöfunartekna upp á 90 þúsund á ári. Samhliða lækkun á tekjuskatti hefur persónuafsláttur hækkað umtalsvert og hafa skattleysismörk verið hækkuð um 30% á þessu kjörtímabili sem er langt umfram þróun verðlags á sama tíma.„Hátekju“skatturinn felldur niðurÞegar svokallaður hátekjuskattur var lagður á var þess sérstaklega getið að hann yrði tímabundinn og átti aðeins að taka til þeirra sem hefðu mjög háar tekjur. Með ört vaxandi kaupmætti og hækkun launa féllu fleiri og fleiri í þann flokk að greiða sérstakan viðbótar tekjuskatt, hátekjuskatt, sem í daglegu tali var oftar nefndur millitekjuskattur en hátekjuskattur. Var svo komið að um 24 þúsund Íslendingar greiddu sérstakan hátekjuskatt.Fyrir tekjuárið 2003 var þessi skattur 5% og lagðist á alla sem höfðu meira en 4,1 milljón í árstekjur eða 340 þúsund á mánuði. Það er mikilvægt að skattkerfinu sé stýrt þannig að það hvetji einstaklinga til að vinna og afla sér tekna í stað þess að letja þá. Hátekjuskatturinn hafði öfug áhrif. Þess vegna var mikilvægt að hann yrði felldur niður og þess gætt að þeir sem hefðu hærri tekjur greiddu bara hærri skatta en ekki líka hærra hlutfall tekna sinna í skatt. Af þessum sökum var sérstakur tekjuskattur, „hátekju“skatturinn, felldur niður á þessu kjörtímabili. Lækkaði hann í þremur þrepum úr 5%, fyrst niður í 4%, þá 2% og var að lokum alveg felldur út.Eignaskattar felldir niðurÞriðja stoðin í skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili sem að þessu sinni er nefnd, er niðurfelling eignaskatta sem eðli málsins samkvæmt lagðist einkum á þá sem á löngum tíma höfðu náð að greiða niður skuldir sínar, einkum af íbúðarhúsnæði. Það voru því eldri borgarar sem í miklum mæli skiluðu ríkissjóði þeim tekjum sem ríkið hafði af eignasköttum.Helmingur allra eldri borgara, tæplega 15.500 einstaklingar, greiddu eignaskatt á árinu 2005 og nam samanlögð upphæð þessara aðila ríflega 650 milljónum króna eða 42 þúsund krónum að jafnaði á hvern einstakling. Með niðurfellingu skattsins var því sérstaklega horft til þess að lækka skatta á eldri borgara í landinu.Þrátt fyrir að ofangreind atriði séu veigamikil er þar aðeins nefndur hluti þeirra mála sem ríkisstjórnin hefur siglt í höfn á sviði skattalækkana á þessu kjörtímabili. Lækkun virðisaukaskatts, lækkun erfðafjárskatts, hækkun barnabóta, niðurfelling vörugjalda, lækkun tolla og margt fleira mætti hér nefna en verður tekið fyrir síðar.Höfundur er fjármálaráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun