Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar 3. júlí 2025 08:32 Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum og það verður að segjast eins og er að margar þeirra mætti nýta miklu betur. Stjórnarandstaðan á Alþingi er ein slík – ekki síst aðdáunarvert úthald hennar við að opna munninn og loka honum til skiptis. Það er hreint með ólíkindum að ríkissjóður skuli enn ekki farinn að nýta sér þá gríðarlegu tekjumöguleika sem felast í því að selja vel stæðum ferðamönnum stúkusæti á þingpöllum, þar sem unnt er að virða fyrir sér þetta stórfenglega náttúruundur. Íslensk getspá ætti líka að grípa gullgæsina og taka saman vandaða tölfræði um margvíslega líkamstjáningu þingmanna og veita fólki tækifæri til að veðja á Lengjunni, t.d. um það hve oft þingmenn bora upp í nefið á sér í ræðustól – eða hversu oft þingmenn í sal klóra sér á viðkvæmum stöðum þegar þeir halda að enginn sjái til. Erlendar veðmálasíður yrðu vafalaust fljótar að taka við sér og í framhaldinu gæti almenningur um allan heim lagt stórar upphæðir undir veðmál um hve margar ræður einstakir þingmenn geti haldið um veiðigjöld án þess að baða sig á milli. Ég geri hiklaust ráð fyrir því að stjórnarandstöðuþingmenn vilji mikið til þess vinna að afla ríkissjóði tekna án þess að hækka skatta og yrðu þess vegna reiðubúnir að taka leggja nokkuð á sig í því skyni. Með slíkri samvinnu mætti taka upp veðmál um það hvaða þingmenn gætu lokið fimm mínútna ræðu standandi á öðrum fæti, eða jafnvel standandi á höndum. Þá eru alveg ótaldir þeir tekjumöguleikar sem einstakir þingmenn gætu haft af því að veðja á sjálfa sig – eða á móti sjálfum sér eftir atvikum eins og þekkist í fótboltaheiminum. Og svo gæti íþróttahreyfingin auðvitað grætt fúlgur fjár á því að leyfa veðmál á Lengjunni um það hvaða þingmaður geti lengst haldið bolta á lofti í ræðustól. Orðalagið „eins og ég hef áður nefnt í fyrri ræðum mínum“ er líka upplagt að nota til veðmálastarfsemi á Lengjunni. Með því einu að gera samninga um hæfileg umboðslaun við veðmálafyrirtækin þarf ríkissjóður ugglaust ekki langan tíma til að afla þeirra tekna sem til stóð að ná inn með veiðigjöldum. Og þegar þar er komið sögu má fresta umræðu um veiðigjöld í heilt ár. Með því móti gæti þessi skemmtun orðið árviss viðburður og ríkissjóði gríðarleg tekjulind um langa framtíð. Höfundur er áhugamaður um nýtingu auðlinda.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar