Um afskipti hæstaréttardómara af dómsmálum Sigurður Líndal skrifar 27. mars 2007 05:00 Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar