Í (skálka)skjóli múrsins 23. mars 2007 05:00 Frá ómunatíð hafa valdsmenn reist ýmiss konar múra sér og sínum til varnar. Múrinn getur ekki aðeins aftrað ágangi og ásælni utanaðkomandi aðila heldur líka ýtt undir fákeppni og fátækt, stöðnun eða afturhald, klíkuskap og smákóngahneigð, spillingu og sérhagsmunapot. Sagan segir að fæstir ráðamenn hafi orðið andvaka yfir slíku, sumir jafnvel þakkað sínum sæla að með múrnum mætti bægja frá framúrstefnulegum hugmyndum um frelsi, jafnrétti og bræðralag og draga í lengstu lög að stíga ýmis framfaraspor. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hnattvæðingin umbyltir nú heimi manna. Á Íslandi gæti sú þróun nýst betur en víðast hvar en fyrst þyrfti að gera eitt og annað, til dæmis (a) að hefja Ísland til vegs og virðingar sem griðland hreinnar náttúru, sjálfbærni og siðferðisvitundar, (b) að hlúa að nýsköpun í atvinnulífi, (c) að ná fram jafnvægi í hagstjórn, (d) að efla menntir og vísindi. En hvernig mætti ná svona háleitum markmiðum? Jú, hvernig væri til dæmis að biðjast opinberlega afsökunar á aðild að innrásinni í Írak? Láta af hvalveiðum? Hækka lágmarkslaun? Setja skýrari leikreglur til að sporna við græðgi og ábyrgðarleysi, ekki síst hjá bönkum og fleiri stórfyrirtækjum? Styðja við sprotafyrirtæki, til dæmis með því að endurgreiða hluta af rannsókna- og þróunarkostnaði? Standa gegn því að ýtt sé undir þenslu, vaxtaokur og hátt gengi með óhóflegum stórframkvæmdum? Og hvernig væri að leggja meira fé í verk-, tækni- og háskólanám? Væri það ekki brýnna en til dæmis að reka stássleg sendiráð á öðrum hverjum útnára, halda uppi sæg sendiherra heima og heiman og greiða góðum og gegnum flokkshestum langtum ríflegri eftirlaun en öðrum — löngu áður en þeir láta af feitum embættum hjá hinu opinbera? Með því að skjóta styrkari stoðum undir hátækni- og þekkingariðnað á Íslandi mætti laða að erlent fjármagn og skapa vel launuð störf, stækka kökuna og bæta þjóðarhag. Fjölbreyttara atvinnulíf er jú verðugt markmið í sjálfu sér enda varhugavert að leggja öll sín egg í sömu körfu. Svona mætti hefjast handa um að rjúfa skörð í múrinn. Þröngsýni og nýjungafælni geta reynst illkleifur múr. Það er landsstjórnarmanna að klöngrast þar upp á og hvessa augun út að ystu sjónarrönd - fyrir austan sól og sunnan mána. Þá fyrst gætu þeir komið auga á Eldóradó og leitað fyrirmynda í gullroðnu goðsagnalandi. En á Íslandi er því ekki að heilsa: Umluktir himingnæfum múr rýna núverandi stjórnarherrar upp í hvolf dansandi norðurljósa og mæna hugfangnir á dimman skugga sem færist óðfluga nær, sogandi í sig hvaðeina sem á veginum verður. Og hvaða myrkranna gímald skyldi þar fara? Jú, það sem þar fer gapandi með himinskautum er svarthol, botnlaust og óseðjandi. Þar ríkir eitt afl - þar ríkir stóriðjan ein. Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frá ómunatíð hafa valdsmenn reist ýmiss konar múra sér og sínum til varnar. Múrinn getur ekki aðeins aftrað ágangi og ásælni utanaðkomandi aðila heldur líka ýtt undir fákeppni og fátækt, stöðnun eða afturhald, klíkuskap og smákóngahneigð, spillingu og sérhagsmunapot. Sagan segir að fæstir ráðamenn hafi orðið andvaka yfir slíku, sumir jafnvel þakkað sínum sæla að með múrnum mætti bægja frá framúrstefnulegum hugmyndum um frelsi, jafnrétti og bræðralag og draga í lengstu lög að stíga ýmis framfaraspor. Það er kunnara en frá þurfi að segja að hnattvæðingin umbyltir nú heimi manna. Á Íslandi gæti sú þróun nýst betur en víðast hvar en fyrst þyrfti að gera eitt og annað, til dæmis (a) að hefja Ísland til vegs og virðingar sem griðland hreinnar náttúru, sjálfbærni og siðferðisvitundar, (b) að hlúa að nýsköpun í atvinnulífi, (c) að ná fram jafnvægi í hagstjórn, (d) að efla menntir og vísindi. En hvernig mætti ná svona háleitum markmiðum? Jú, hvernig væri til dæmis að biðjast opinberlega afsökunar á aðild að innrásinni í Írak? Láta af hvalveiðum? Hækka lágmarkslaun? Setja skýrari leikreglur til að sporna við græðgi og ábyrgðarleysi, ekki síst hjá bönkum og fleiri stórfyrirtækjum? Styðja við sprotafyrirtæki, til dæmis með því að endurgreiða hluta af rannsókna- og þróunarkostnaði? Standa gegn því að ýtt sé undir þenslu, vaxtaokur og hátt gengi með óhóflegum stórframkvæmdum? Og hvernig væri að leggja meira fé í verk-, tækni- og háskólanám? Væri það ekki brýnna en til dæmis að reka stássleg sendiráð á öðrum hverjum útnára, halda uppi sæg sendiherra heima og heiman og greiða góðum og gegnum flokkshestum langtum ríflegri eftirlaun en öðrum — löngu áður en þeir láta af feitum embættum hjá hinu opinbera? Með því að skjóta styrkari stoðum undir hátækni- og þekkingariðnað á Íslandi mætti laða að erlent fjármagn og skapa vel launuð störf, stækka kökuna og bæta þjóðarhag. Fjölbreyttara atvinnulíf er jú verðugt markmið í sjálfu sér enda varhugavert að leggja öll sín egg í sömu körfu. Svona mætti hefjast handa um að rjúfa skörð í múrinn. Þröngsýni og nýjungafælni geta reynst illkleifur múr. Það er landsstjórnarmanna að klöngrast þar upp á og hvessa augun út að ystu sjónarrönd - fyrir austan sól og sunnan mána. Þá fyrst gætu þeir komið auga á Eldóradó og leitað fyrirmynda í gullroðnu goðsagnalandi. En á Íslandi er því ekki að heilsa: Umluktir himingnæfum múr rýna núverandi stjórnarherrar upp í hvolf dansandi norðurljósa og mæna hugfangnir á dimman skugga sem færist óðfluga nær, sogandi í sig hvaðeina sem á veginum verður. Og hvaða myrkranna gímald skyldi þar fara? Jú, það sem þar fer gapandi með himinskautum er svarthol, botnlaust og óseðjandi. Þar ríkir eitt afl - þar ríkir stóriðjan ein. Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar