Framtíðarlandið á réttri leið 27. mars 2007 05:00 Ýmsir hafa komið að máli við mig síðustu daga vegna staðfestingar minnar á sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð Íslands. Af þessu tilefni legg ég áherslu á að sátt næst aldrei með því að stilla mönnum upp við vegg, með eða á móti. Sáttmáli Framtíðarlandsins í þremur málsgreinum geymir jákvæða og framsækna sýn á framtíðina. Hann leggur áherslu á kröftugt, fjölbreytt og lifandi samfélag fólks sem sækir fram á flestum sviðum í anda sjálfbærrar þróunar með náttúruvernd og góða umgengni við landið að leiðarljósi og vill axla ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er jafnframt mín framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag og þess vegna get ég undirritað sáttmálann. Ég geri hins vegar athugasemdir við nokkrar af forsendum sáttmálans. Í fyrsta lagi er áhugi og áform orkufyrirtækja um að tryggja sér virkjanakosti og einstakra sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga á að reisa stóriðju ekki annað og meira en áhugi og áform þessara. Ekki "áætlanir" ríkisvaldsins þó "staðbundið" leggist á árina þingmenn og sveitarstjórnarmenn allra flokka. Í öðru lagi eru ýmsir þeir virkjanakostir sem áform eru sögð um að virkja, vatnsafl og jarðhiti, verndaðir eða í undirbúningi að friðlýsa. Það hallar réttu máli að nefna þá til sögunnar. Í þriðja lagi eru margir af þeim virkjanakostum sem falla undir A og B flokk rammaáætlunar og vísað er til í forsendum sáttmálans nú þegar komnir í framkvæmd eða framkvæmdir við þá að hefjast. Á að stöðva þær? Ég legg áherslu á að náttúruvernd er ein tegund landnýtingar sem getur skilað þjóðinni arði og tek heilshugar undir með Framtíðarlandinu um þörfina á langtímastefnumörkun og lögfestum áætlunum um verndun og nýtingu náttúruauðlinda og gildi þess að fara ekki of geyst. Orkan hleypur ekki frá okkur heldur verður sífellt verðmætari og fyrirsjáanlegt er að ný tækifæri eigi eftir að skapast til nýtingar hennar. Framtíðarlandið fer nýjar og ekki óumdeildar leiðir við að koma boðskap sínum á framfæri. Það breytir því ekki að sáttmálinn sjálfur er framsýnn og hann er ekki síst hvatning til fólks til að taka málefnalega afstöðu til náttúruverndar- og auðlindanýtingarmála, hver í sínum ranni Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa komið að máli við mig síðustu daga vegna staðfestingar minnar á sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð Íslands. Af þessu tilefni legg ég áherslu á að sátt næst aldrei með því að stilla mönnum upp við vegg, með eða á móti. Sáttmáli Framtíðarlandsins í þremur málsgreinum geymir jákvæða og framsækna sýn á framtíðina. Hann leggur áherslu á kröftugt, fjölbreytt og lifandi samfélag fólks sem sækir fram á flestum sviðum í anda sjálfbærrar þróunar með náttúruvernd og góða umgengni við landið að leiðarljósi og vill axla ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er jafnframt mín framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag og þess vegna get ég undirritað sáttmálann. Ég geri hins vegar athugasemdir við nokkrar af forsendum sáttmálans. Í fyrsta lagi er áhugi og áform orkufyrirtækja um að tryggja sér virkjanakosti og einstakra sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga á að reisa stóriðju ekki annað og meira en áhugi og áform þessara. Ekki "áætlanir" ríkisvaldsins þó "staðbundið" leggist á árina þingmenn og sveitarstjórnarmenn allra flokka. Í öðru lagi eru ýmsir þeir virkjanakostir sem áform eru sögð um að virkja, vatnsafl og jarðhiti, verndaðir eða í undirbúningi að friðlýsa. Það hallar réttu máli að nefna þá til sögunnar. Í þriðja lagi eru margir af þeim virkjanakostum sem falla undir A og B flokk rammaáætlunar og vísað er til í forsendum sáttmálans nú þegar komnir í framkvæmd eða framkvæmdir við þá að hefjast. Á að stöðva þær? Ég legg áherslu á að náttúruvernd er ein tegund landnýtingar sem getur skilað þjóðinni arði og tek heilshugar undir með Framtíðarlandinu um þörfina á langtímastefnumörkun og lögfestum áætlunum um verndun og nýtingu náttúruauðlinda og gildi þess að fara ekki of geyst. Orkan hleypur ekki frá okkur heldur verður sífellt verðmætari og fyrirsjáanlegt er að ný tækifæri eigi eftir að skapast til nýtingar hennar. Framtíðarlandið fer nýjar og ekki óumdeildar leiðir við að koma boðskap sínum á framfæri. Það breytir því ekki að sáttmálinn sjálfur er framsýnn og hann er ekki síst hvatning til fólks til að taka málefnalega afstöðu til náttúruverndar- og auðlindanýtingarmála, hver í sínum ranni Höfundur er umhverfisráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun