Fleiri fréttir

Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól

Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. 

Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag

Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn.

Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017.

Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks

Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 

Júníus Meyvant fylgir Kaleo á tónleikaferðalagi um Evrópu

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant mun hita upp fyrir íslensku hljómsveitina Kaleo á tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu. Ævintýrið hefst 4. júní í Berlín og endar í Aþenu 6. júlí. Blaðamaður sló á þráðinn og tók púlsinn á Júníusi.

Breska Eurovision stjarnan mætt á íslenska listann

TikTok stjarnan Sam Ryder sló í gegn í Eurovision í ár þar sem hann keppti fyrir hönd Bretlands og hreppti annað sætið. Lagið hans Space Man skýst beint í sjötta sætið á íslenska listanum sína fyrstu viku á lista.

„Gæti haldið tónleika á hverjum degi“

Söngkonan Bríet ætlar að endurtaka leikinn og halda stórtónleika í Eldborg í Hörpu á laugardag. Við tókum púlsinn á söngkonunni sem er á fullu að undirbúa tónleikana.

Óli Dóri er plötu­snúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins sem setur saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Systur voru í tíunda sæti á þriðjudaginn

Nú hefur verið opinberað hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Systur, sem fluttu framlag Íslands í ár, voru í tíunda sæti á þriðjudag. Tíu lönd komust áfram. 

Fullkominn flutningur hjá Systrum

Systur voru landi og þjóð til sóma á Eurovision sviðinu í kvöld. Atriðið heppnaðist mjög vel, alveg eins og á öllum æfingum. 

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision

Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Júrógarðurinn: Seinna undanúrslitakvöldið

Í kvöld keppa átján lög á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 

Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið

Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 

Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust

Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun.

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

Sjá næstu 50 fréttir