Tónlist

Systur voru í tíunda sæti á þriðjudaginn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Systur enduðu í 23. sæti í Eurovision í kvöld.
Systur enduðu í 23. sæti í Eurovision í kvöld. EBU

Nú hefur verið opinberað hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Systur, sem fluttu framlag Íslands í ár, voru í tíunda sæti á þriðjudag. Tíu lönd komust áfram. 

Alls voru sautján lög í riðlinum síðastliðinn þriðjudag. Mia Dimšić, sem keppti fyrir hönd Króatíu með lagið Guilty Pleasure, sat í ellefta sæti og var með 75 stig en Ísland var 28 stigum yfir. Kalush Orchestra frá Úkraínu fengu 337 stig á fyrra undankvöldinu og voru í fyrsta sæti. 

LPS frá Slóveníu voru lægstir í riðlinum í sautjánda sæti með lagið Disko og fengu þeir alls fimmtán stig. 

Eins og fram hefur komið sigraði Úkraína Eurovision. Ísland endaði í 23. sæti. 


Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022

Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 

Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári

Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina.

Net­verjar í skýjunum með flutning systranna

Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur fluttu lagið Með hækkandi sól á stóra sviðinu í Tórínó rétt í þessu. Svo virðist sem landsmenn séu hæstánægðir með frammistöðu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×