Fleiri fréttir

Nýársspá Siggu Kling - Fiskarnir

Elsku Fiskurinn minn, þetta ár verður eitthvað svo öðruvísi en undanfarin ár. Þú lærir að standa með sjálfum þér og að segja þína skoðun fallega svo að aðrir hlusti á. Þú hreinsar frá þér þau leiðindi eða ofbeldi sem aðrir hafa sýnt þér.

Leik­kona úr Ná­grönnum látin

Bresk-ástralska leikkonan Joan Sydney, sem lék lengi í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, er látin, 83 ára að aldri.

Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin

Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 

Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villi­bráð

Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Gunnhildur Yrsa gengin í hnapphelduna

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu gekk að eiga unnustu sína, kanadíska landsliðsmarkvörðinn Erin McLeod, á nýársdag.

Hvetur fólk til þess að sýna sjálfu sér mildi á nýju ári

Á nýju ári ætla sér margir stóra hluti. Fólk ætlar sér ýmist að verða grennra eða ríkara, vakna fyrr á morgnanna, skara fram úr, afreka meira og stefna í átt að fullkomnun. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes hefur áhyggjur af þeim skaðlegu áhrifum sem þessi menning hefur í för með sér.

Ofurbloggari selur einbýlishúsið

Marinó Gunnar Njálsson ráðgjafi og ofurbloggari og eiginkona hans Harpa Karlsdóttir snyrtifræðingur hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Vatnsendahverfi á sölu.

Róbert Wess­man og Ksenia eiga von á barni

Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, og eiginkona hans Ksenia Shakhmanovu eiga von á barni á nýju ári. Róbert tilkynnti gleðitíðindin á Instagram síðu sinni.

Fliss Katrínar og Sigmundar vekur upp spurningar

Augnablik þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fer mikinn um útlendingamál hefur vakið athygli.

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.

Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð

Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð.

Þór­dís Björk skellti sér á skeljarnar á mið­nætti

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka.

Björn Leví hrósaði Bjarna Benediktssyni

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata hefur aldrei talað við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í um átta ár hafa þeir deilt á þingi um ýmislegt en aldrei hefur komið til þess að þeir ræði saman á persónulegum nótum.

Hringur á fingur hjá Hörpu Kára

Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru trúlofuð. Þau trúlofuðu sig um áramótin. 

Klökknaði yfir stuðningi vegna áfalls á árinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist hafa fundið fyrir stuðningi frá fólki úr öllum stjórnmálaflokkum eftir að hún varð fyrir því áfalli á árinu að missa systur sína, Karitas H. Gunnarsdóttur. 

Sjá næstu 50 fréttir