Fleiri fréttir

Billie Eilish og kærastinn hætt saman

Söngkonan Billie Eilish og kærasti hennar, leikarinn Matthew Tylor Vorce, eru hætt saman. Vorce greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Komdu orkunni þinni í jafnvægi

„Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir.

„Hélt að líf mitt væri búið þegar ég hætti að drekka“

Þær Bryndís Morrison og María Kaldalón eiga það sameiginlegt að hafa hætt að drekka og hafa þær báðar komist að því að lífið var þá ekki búið, þvert á það sem þær héldu að myndi gerast. Saman halda þær úti hlaðvarpinu Taka tvö og er það um edrúmennskuna.

Becca og Thomas trúlofuð: „HANN SAGÐI JÁ!“

Bachelor in Paradise parið Becca Kufrin og Thomas Jacobs eru trúlofuð. Becca bað hans fyrir nokkru síðan en nú eru þau tilbúin að deila fréttunum. Thomas sagði í færslu að það hljómaði vel að hún ætlaði að halda sér á tánum til lífstíðar.

Hjónin eiga von á sínu öðru barni

Modern Family leikarinn Jesse Tyler Ferguson og eiginmaður hans leikarinn Justin Mikita eiga von á sínu öðru barni. Jesse deildi gleðifréttunum á samfélagsmiðli sínum en fyrir eiga þeir tæplega tveggja ára son.

Stjörnulífið: Sólardagar, útskriftir og Írafár

Sólin gladdi Íslendinga um helgina en margir eru þó á faraldsfæti. Áhrifavaldaferð í spilavíti í Tallin, Írafárstónleikar, sólarmyndir og útskriftir tóku yfir samfélagsmiðlana síðustu daga. 

George Shapiro látinn

George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri.

Lúsmýið mætt í partýið

Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu!

„Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“

Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið

Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 

Írafár fær tvöfalda platínuplötu

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Írafár hlaut viðurkenningu fyrir sölu á yfir 20.000 eintök. Platan „Allt sem ég sé“ kom út árið 2002 og hafa lögin á henni notið gríðarlegra vinsælda í gegnum tíðina.

Lady Zadude krýnd dragdrottning Íslands

Dragdrottningin Lady Zadude, eða öðru nafni Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, söng sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómara í Tjarnarbíó í gær og hlaut titilinn dragdrottning Íslands.

Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár

ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýnd­ar­veru­leika­tón­leika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll sam­an op­in­ber­lega við frum­sýn­ingu tón­leik­anna.

„Bless“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

„Annars deyr maður út af þessu“

Róbert Jóhannsson, fréttamaður og þjálfari, greindist með krabbamein í ristli og við endaþarm undir lok síðasta árs. Valdimar Högni Róbertsson, sonur hans er aðeins níu ára og byrjaði með hlaðvarpið „Að eiga mömmu eða pabba með krabba“ til þess að hjálpa sér og öðrum að komast í gegnum veikindin.

Trommari Yes er fallinn frá

Breski tónlistarmaðurinn Alan White, sem var trommari í rokksveitinni Yes, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Bandaríkjunum í gær eftir glímu við veikindi.

Andrew Fletcher látinn sextugur að aldri

Andrew Fletcher, hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode er látinn. Hljómsveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Fletcher var sextíu ára að aldri.

Björg og Tryggvi eiga von á barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir og auglýsingahönnuðurinn Tryggvi Þór Hilmarsson eiga von á barni. Frá þessu greinir Björg á Instagram.

Höddi Magg til liðs við RÚV

Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. 

„Enginn vill vinna með stelpum sem líta út eins og þú“

Vanity Fair fékk nokkrar stjörnur úr stærstu sjónvarpsþáttunum í dag til þess að svara spurningum um leiklistarferilinn sinn. Þau fara yfir erfiðasta atriðið sem þau hafa leikið í, prufur fyrir hlutverk og hvaða mótleikurum þau hafa lært mest af.

Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu

Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína.

Ís­lendingar bera af í Euro­vision-glápi

Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði.

Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins

Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. 

Íslendingar yfirtaka Cannes

Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir