Fleiri fréttir

Heimildarmynd um transfólk

Tónlistarkonan Janet Jackson er að framleiða heimildarmynd um transfólk og líf þess. Myndin ber heitið Truth þar sem transfólki úti um allan heim er fylgt eftir og staða þess í samfélaginu skoðuð. Jackson verður ekki bara framleiðandi því hún tekur líka viðtöl í myndinni. Sjálf segir Jackson að myndin eigi eftir að breyta viðhorfi fólks til kynjanna að eilífu. „Við viljum stöðva alla fordóma og minna fólk á að sýna öðrum skilning.“ Tökur á myndinni hefjast í sumar.

Mikkelsen í fótspor Anthony Hopkins

Danski leikarinn Mads Mikkelsen hefur tekið að sér að leika mannætuna Hannibal Lecter í nýrri bandarískri sjónvarpsseríu. Mikkelsen fetar þar með í fótspor Anthony Hopkins sem gerði garðinn frægan sem fjöldamorðinginn. Það er bandaríska sjónvarpsstöðin NBC sem ætlar að sýna seríuna á næsta ári en tökur hefjast í næsta mánuði. Breski leikarinn Hugh Dancy leikur FBI-fulltrúann Will Graham en ekki er vitað hvort Clarice Starling, sem Jodie Foster og Julianne Moore hafa leikið, verði með í sjónvarpsþáttunum.

Flýgur með fjölskylduna

Leikarinn Matthew McConaughey, 42 ára, var myndaður ásamt fjölskyldu sinni á LAX flugvelli í Los Angeles í gær...

Bændur fá einkatónleika heim í stofu í nýjum þætti

„Ég hringi bara á bóndabæi og spyr hvort ég megi koma í heimsókn með tónlistarfólk og halda tónleika í stofunni hjá fólkinu,“ segir Bubbi Morthens um nýja þætti sína sem ganga undir vinnuheitinu Beint frá býli.

Hafa engu gleymt

Síðasta laugardagskvöld voru Listahátíðartónleikar Hljómskálans í Eldborgarsal Hörpu. Þeir tókust vel og tónleikagestir gengu sáttur út úr glæsilegum salarkynnunum. Eftir það lá leið mín á tónleika sem voru haldnir á allt öðruvísi stað. Í kjallaranum á Ellefunni við Hverfisgötu voru Langi Seli og Skuggarnir að spila. Þar var stappfullt þegar ég kom á staðinn og þessir fimmtíu sem stóðu þar flestir í kös fyrir framan sviðið voru í miklu stuði.

Klassískt brúðkaup

Leikkonan Drew Barrymore gekk í það heilaga með unnusta sínum Will Kopelman á laugardaginn. Athöfnin fór fram á heimili þeirra í Montecito en fimm mánuðir eru síðan parið trúlofaðist. Samkvæmt heimildum People Magazine var brúðkaupið einfalt, klassískt og látlaust úti í garði.

Láttu vita af afrekum þínum

Leikkonan Sarah Jessica Parker var klædd í fjólubláan glitrandi kjól við fallegan sléttflauelsjakka í sama lit í New York í gær. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að hún er líka í fjólubláum skóm. „Ég dæmi ekki annað fólk. Ég vil meina að ef þér líður vel með það sem þú ert að gera láttu alla vita af því,“ lét Sarah hafa eftir sér. Brún látlaus hliðartaskan smellpassaði við.

Yrsa spennt að sjá hverjir leika í myndinni

Yrsa Sigurðardóttir er spennt að sjá hverjir munu leika í kvikmyndinni Ég man þig. "Ég fæ ekki að ákveða neitt," segir Yrsa sem skrifaði spennusöguna Ég man þig. Sigurjón Sighvatsson keypti kvikmyndaréttinn á sögunni á dögunum. Óskar Þór Axelsson sem gerði myndina Svartur á leik hefur verið ráðinn sem leikstjóri. Hann mun vitanlega ákveða leikaraliðið og Yrsa hlakkar til að sjá hverjir verða fyrir valinu.

Mel B nýtur sín sem gestadómari í X Factor

Söngkonan Mel B var glæsileg að sjá er hún yfirgaf hótel í Manchester í gær en hún er þar stödd til að sinna hlutverki sínu sem gestadómari í sjónvarpsþættinum vinsæla, X Factor. Einnig má sjá Mel á förnum vegi fyrr í vikunni þar sem hún sinnir meðal annars aðdáendum sínum.

Systirin sem Harry prins eignaðist aldrei

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, 30 ára, klædd í föl-bleikan Alexander McQueen kjól sem var vægast sagt glæsilegur á henni...

Hundaæði í Hollywood

Það virðist ríkja mikið hundaæði í Hollywood ef marka má myndirnar sem birtast af stjörnunum vestanhafs daglega.

Þýska landsliðstreyjan vinsæl

„Þetta er að aukast. Það er kominn fiðringur í menn fyrir helgina,“ segir Sigurður Garðarsson hjá Jóa útherja.

Óvíst hvaða borg fær Eurovision

Eins og fór líklegast fram hjá fæstum fór hin sænska Loreen með sigur af hólmi í Eurovision söngvakeppninni þetta árið. Úrslitin komu fáum á óvart og trónir hún á toppi fjölda vinsældalista víðs vegar um Evrópu.

Langjökull gleypti tökustað Frosts

"Þegar við vorum að "skjóta“ í janúar hurfu búðirnar undir lokin. Við urðum að skilja eftir fimm tjöld og þau voru fyrst núna að koma undan vetrinum,“ segir Ingvar Þórðarson, einn af framleiðendum spennutryllisins Frosts sem verður frumsýndur í haust.

Johnny Depp heiðraður

Hjartaknúsarinn Johnny Depp fékk afhent kynslóðarverðlaunin á MTV-hátíðinni í Los Angeles. Þessi heiðursverðlaun fékk hann fyrir framlag sitt til kvikmyndaiðnaðarins. Steven Tyler og Joe Perry úr rokksveitinni Aerosmith afhentu honum verðlaunin.

Lohan í hlutverki Elizabeth Taylor

Leikkonan Lindsay Lohan, 25 ára, er upptekin þessa dagana við tökur á kvikmyndinni Liz & Dick í hlutverki Elizabetar Taylor sem lést aðeins 79 ára að aldri eftir erfið veikindi...

Beyonce og fjölskylda í París

Söngkonan Beyonce, 30 ára, og eiginmaður hennar og barnsfaðir, Jay-Z, 42 ára, vöru mynduð ásamt stúlkunni þeirra, Blue Ivy í París í Frakklandi. Eins og sjá má var fimm mánaða gamla stúlkan vafin inn í teppi í örmum föður síns.

Hinsegin brúðkaup á Íslandi

"Það eru komnar bókanir fyrir fjögur brúðkaup núna í sumar og við erum að fá fyrirspurnir lengra fram í tímann, til dæmis um eitt vetrarbrúðkaup í febrúar,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, annar eigandi Pink Iceland, sem býður upp á brúðkaupsþjónustu fyrir samkynhneigða ferðamenn.

13 mínútur klipptar út

Kínversk yfirvöld klipptu þrettán mínútur út úr grínhasarnum Men in Black III. Öll atriði það sem persónur af asísku bergi brotnar komu við sögu voru klippt út áður en myndin kom í bíó. Þar á meðal var skotbardagi á milli geimvera á kínverskum veitingastað og atriði þar sem Kínverjar missa minnið. Yfirvöldin telja að atriðin sýni Kínverja í slæmu ljósi og ákváðu að klippa þau út. Frumsýning Men in Black III gekk eins og í sögu í Kína. Engin erlend mynd hefur áður þénað jafnmikið á frumsýningarhelgi sinni þar.

Rauði dregillinni á MTV hátíðinni

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá þegar gestir MTV kvikmyndaverðlaunahátíðarinnar sem fram fór á laugardaginn mættu á rauða dregilinn hver öðrum glæsilegri.

Engin punghlíf í óþægilegum ástarsenum

Robert Pattinson úr Twilight-myndunum fannst óþægilegt að leika í ástarsenum í myndinni Cosmopolis. Eitt atriði olli hjá honum meiri kvíða en önnur. "Ég var skíthræddur við tökurnar. Mér leist ekkert á eitt kynlífsatriði. Stelpunni leið vel nakinni en ekki mér. Hún fór úr öllum fötunum og ég sat og hugsaði með mér: "Jæja, ég er ekki einu sinni með punghlífina mína.“ Þetta var ótrúlegt,“ sagði Pattinson.

Victoria dælir myndum á Twitter

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir sem Victoria Beckham hefur sett á Twitter síðuna sína en hún hefur verið dugleg að setja inn myndir af sér sem teknar voru í Hong kong...

Kraftasport í sautján ár

„Við höfum verið með þáttaröðina hvert einasta sumar síðan 1996. Þetta er því í sautjánda skipti sem hún fer af stað, sem gerir hana líklega að einni elstu þáttaröð landsins,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnandi kraftaþáttarins Kraftasport á Stöð 2 Sport.

Húðflúrveisla í sjöunda sinn

„Það verður hægt að fá allar mögulegar gerðir af flúrum á hátíðinni. Ef það á að líkja þessu við fatabúð væri um að ræða búð með öllum gerðum af fötum sem hægt er að ímynda sér,“ segir Össur Hafþórsson, annar eigandi Reyjavík Ink og skipuleggjandi The Icelandic Tattoo Convention sem haldin verður á Bar 11 um næstu helgi.

Hertogaynjan stelur senunni enn og aftur

Þrítuga Kate Middleton hertogaynjan af Cambridge var rauðklædd eins og sjá má í myndasafni þegar hún mætti ásamt prinsinum sínum, Vilhjálmi, í Lundúnarborg í gær til að fagna farsælum ferli Elísabetar Bretadrottningar sem núverandi drottning breska konungsveldisins. Þá má sjá Charles prins og eiginkonu hans Camillu sem var ekki síðri klæddí ljósa dragt með hatt í sama lit sem fór henni einstaklega vel.

Erfið vika fyrir Bieber: Kærður, missti meðvitund og skók Noreg

Ungstirnið Justin Bieber á erfiða viku að baki. Hann var meðal annars kærður fyrir líkamsárás af ljósmyndara og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Norskir aðdáendur söngvarans slösuðust lítillega þegar Bieber tróð upp í Ósló og voru 49 fluttir á spítala.

Stutthærð Anne Hathaway

Leikkonan Anne Hathaway, 29 ára, og unnusti hennar Adam Shulman nutu sólarinnar í Brooklyn í New York í gærdag. Eins og sjá má var leikkonan sem er nýbúin að klippa sig stutt í fatla með hatt á höfði og heilsudrykk...

Uppgjör fyrirliðanna

Fjórir nafntogaðir menn mættust á golfvellinum fyrir skemmstu og tóku einn hring á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Það heyrir kannski ekki alltaf til tíðinda nema að í þetta skiptið tókust á tveir fyrrum fyrirliðar íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þar var annars vegar Ásgeir Sigurvinsson, sem lék með Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara, og hins vegar Ellert B. Schram, sem lék með blaðaljósmyndaranum góðkunna Gunnari V. Andréssyni. Skemmst frá að segja hafði Ellert betur gegn Ásgeiri í uppgjörinu, þar sem hann og Gunnar sigruðu bæði í holu- og punktakeppni.

Vinsæl hið vestra

Danssveitin Steed Lord sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband í gær. Myndbandið var tekið upp á tónleikum sem sveitin hélt á skemmtistað sem eitt sinn var í eigu tónlistarmannsins Prince í Los Angeles. Þá var fjallað um sveitina á vefsíðu Magnetic Magazine og segist blaðamaður hafa hlustað á nýjasta lag Steed Lord í sífellu frá því það kom út. Magnetic Magazine var stofnað árið 1995 og einblínir á umfjöllun um raftónlist.

Íslenskur „hafmaður“ afhjúpaður

„Það voru tveir myndlistarmenn sem báðu mig um að gera þetta. Þeir áttu tölvugerða mynd af þessari styttu og hún leit út alveg eins og ég,“ segir Hákon Huegemann. Hann sat fyrir þegar listamannnadúóið Elmgreen & Dragset bjó til karlkyns útgáfu af Litlu Hafmeyjunni. Styttan verður afhjúpuð í dag í bænum Elsinore á Sjálandi í Danmörku.

Vill hanna skemmtigarð

Rapparinn Kanye West hyggst ekki takmarka sig við tónlist og hefur þannig sent frá sér tvær fatalínur sem sýndar voru á tískuvikunni í París, leikstýrt kvikmynd og vill nú hanna skemmtigarð.

Hættur í bransanum

Leikstjórinn George Lucas hyggst draga sig í hlé frá kvikmyndabransanum og ætlar þess í stað að sinna áhugamáli sínu; áhugakvikmyndagerð.

Tökur hefjast við Mývatn í haust

„Það er nokkurn veginn búið að ákveða að þau komi í haust aftur,“ segir Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Þriðja þáttaröð af miðaldafantasíunni Game of Thrones verður að hluta til tekin upp hér á landi. Aðilar frá bandarísku sjónvarpsþáttunum komu hingað fyrripartinn í maí og skoðuðu tökustaði í samvinnu við Pegasus. Þeim leist vel á Norðurland og þá sérstaklega Mývatnssvæðið. „Þetta verður einhvers staðar þar en það er ekki búið að negla það alveg niður. Það eru margir staðir sem koma til greina. Menn þekkja Suðurlandið og það getur vel verið að það verði eitthvað þar líka. En það eru ekki endilega jöklar sem þeir vilja mynda núna,“ segir Snorri.

Hunsar athyglina

Rihanna kveðst hafa lært að hunsa athyglina sem fylgir frægðinni og lifir nú lífi sínu án þess að hafa áhyggjur af umtali. Þetta kemur fram í nýju viðtali við söngkonuna í tímaritinu Esquire. „Ég hef lært að hunsa athyglina sem ég fæ. Þetta er mitt starf. Ég lifi lífi mínu og svo er það skrásett. Það er margt sem fólk veit um mig sem ég kæri mig ekki um að það viti, en svona er þetta bara,“ sagði söngkonan sem hefur verið í sviðsljósinu frá fimmtán ára aldri.

Tilbúinn í fleiri börn

Fótboltakappinn og fyrirsætan David Beckham vill eignast fleiri börn. Hann á nú þegar fjögur með eiginkonu sinni Victoriu, eða synina Brooklyn, Romeo, Cruz og dótturina Harper, sem er tíu mánaða.

Hressir hæfileikamenn

Það er greinilegt að Frakkinn Yann Tiersen á sér nokkuð marga aðdáendur á Íslandi. Það var löngu uppselt á tónleikana hans í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudagskvöldið og hann fékk mjög góðar viðtökur í stöppuðum salnum.

Sjá næstu 50 fréttir