Lífið

Íslenskur „hafmaður“ afhjúpaður

hafmaður Hákon Huegemann sat fyrir þegar búin var til karlkyns útgáfa af Litlu Hafmeyjunni.
hafmaður Hákon Huegemann sat fyrir þegar búin var til karlkyns útgáfa af Litlu Hafmeyjunni.
„Það voru tveir myndlistarmenn sem báðu mig um að gera þetta. Þeir áttu tölvugerða mynd af þessari styttu og hún leit út alveg eins og ég,“ segir Hákon Huegemann.

Hann sat fyrir þegar listamannnadúóið Elmgreen & Dragset bjó til karlkyns útgáfu af Litlu Hafmeyjunni. Styttan verður afhjúpuð í dag í bænum Elsinore á Sjálandi í Danmörku.

Hinn nítján ára Hákon á íslenska móður og er búsettur í Euskircen í Þýskalandi. Hann hefur búið í sautján ár þar í landi en hin tvö árin bjó hann á Nýja Sjálandi.

Hákon hefur tekið að sér fyrirsætustörf undanfarin ár og ákvað að bæta „hafmanninum“ á ferilsskrána. „Ég fór til Berlínar í þrjá daga og þurfti að sitja á plaststeini. Þeir settu gifs á allan líkamann minn og það var mjög erfitt að sitja í tvo til þrjá klukkutíma í senn á steininum,“ segir Hákon. „En þetta var samt í fínu lagi. Aðstaðan þarna var flott og listamennirnir viðkunnanlegir.“

Aðspurður segir hann styttuna mjög fallega. „Það er dálítið fyndið að eftir kannski þrjátíu ár get ég farið með börnin eða barnabörnin mín og sýnt þeim þessa styttu af mér.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.