Lífið

Hættur í bransanum

George Lucas segist vera hættur í kvikmyndabransanum.
nordicphotos/getty
George Lucas segist vera hættur í kvikmyndabransanum. nordicphotos/getty
Leikstjórinn George Lucas hyggst draga sig í hlé frá kvikmyndabransanum og ætlar þess í stað að sinna áhugamáli sínu; áhugakvikmyndagerð.

„Ég ætla að draga mig í hlé frá fyrirtækjum mínum. Ég mun ganga frá öllum lausum endum og svo eyða tíma mínum inni í bílskúr með hamarinn minn og sögina mína. Mig hefur alltaf dreymt um að búa til kvikmyndir sem væru tilraunakenndari, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þurfa að sýna nokkrum manni afraksturinn,“ sagði Lucas í viðtali við Empire Magazine.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lucas lýsir þessu yfir því hann sagði slíkt hið sama í viðtali við New York Times í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.