Lífið

Klassískt brúðkaup

Drew Barrymore og Will Kopelman gengu í það heilaga um helgina.
Drew Barrymore og Will Kopelman gengu í það heilaga um helgina.
Leikkonan Drew Barrymore gekk í það heilaga með unnusta sínum Will Kopelman á laugardaginn. Athöfnin fór fram á heimili þeirra í Montecito en fimm mánuðir eru síðan parið trúlofaðist. Samkvæmt heimildum People Magazine var brúðkaupið einfalt, klassískt og látlaust úti í garði.

Barrymore á von á sínu fyrsta barni en hún klæddist kjól frá Chanel sem kemur ekki á óvart því tengdafaðir hennar er stjórnarmaður í tískuhúsinu. Gestir brúðkaupsins voru meðal annarra Reese Witherspoon, Jimmy Fallon og Cameron Diaz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.