Lífið

Kraftasport í sautján ár

Helgi Úrsus kraftajötunn hefur stýrt þættinum frá því hann fór fyrst í loftið árið 1996.
Helgi Úrsus kraftajötunn hefur stýrt þættinum frá því hann fór fyrst í loftið árið 1996.
„Við höfum verið með þáttaröðina hvert einasta sumar síðan 1996. Þetta er því í sautjánda skipti sem hún fer af stað, sem gerir hana líklega að einni elstu þáttaröð landsins,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnandi kraftaþáttarins Kraftasport á Stöð 2 Sport.

Í Kraftasport þáttunum er farið yfir það helsta í heimi kraftlyftinga, vaxtaræktar og öðru því tengdu. „Við förum um víðan völl og segjum til dæmis frá Arnold Classic mótinu í Bandaríkjunum, Sterkasta manni Íslands og Sterkasta manni Íslands undir 105 kílóum,“ segir Hjalti.

Síðastnefnda keppnin er ný af nálinni og hefur vaxið hratt og örugglega. „Þessi keppni er fyrir flottu, sexí strákana sem eru undir 105 kílóum og rosa hraustir en ekki nógu sterkir til að keppa við menn sem eru hátt í 200 kíló. Það eru mikið til menn úr Crossfit og Boot Camp geiranum sem eru að taka þátt í þessari keppni,“ segir Hjalti en hún verður haldin á Hafnardögum í Þorlákshöfn í dag.

Hjalti Úrsus hefur stjórnað þættinum frá því hann fór fyrst í loftið. Fyrstu árin var hann í samstarfi við Andrés Guðmundsson, en eftir að Andrés sneri sér alfarið að þáttunum Skólahreysti hefur Hjalti staðið einn við stjórnvölinn. Hann segir kraftadelluna vera sterka í landanum og þátturinn eigi því erindi til margra. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport alla fimmtudaga í sumar og fer fyrsti þátturinn í loftið þann 7. júní. -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.