Lífið

Johnny Depp heiðraður

Johnny Depp heldur á MTV-heiðursverðlaununum.
Johnny Depp heldur á MTV-heiðursverðlaununum. nordicphotos/getty
Hjartaknúsarinn Johnny Depp fékk afhent kynslóðarverðlaunin á MTV-hátíðinni í Los Angeles. Þessi heiðursverðlaun fékk hann fyrir framlag sitt til kvikmyndaiðnaðarins. Steven Tyler og Joe Perry úr rokksveitinni Aerosmith afhentu honum verðlaunin.

Meðal annarra sem hafa orðið sama heiðurs aðnjótandi eru Reese Witherspoon, Sandra Bullock, Tom Cruise og Jim Carrey. Kvikmyndin The Hunger Games var sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun og þar á eftir kom gamanmyndin Bridesmaids með tvenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.