Bændur fá einkatónleika heim í stofu í nýjum þætti 7. júní 2012 09:00 Bubbi Morthens mætir með landsþekkta tónlistarmenn í heimsókn á sveitabæi í nýjum þætti sem er væntanlegur á Stöð 2 í haust. Björgvin Halldórsson er meðal þeirra sem fram koma í þættinum. „Ég hringi bara á bóndabæi og spyr hvort ég megi koma í heimsókn með tónlistarfólk og halda tónleika í stofunni hjá fólkinu,“ segir Bubbi Morthens um nýja þætti sína sem ganga undir vinnuheitinu Beint frá býli. Í þáttunum heimsækir Bubbi sveitabæi um allt land í einn dag og kynnir sér lífið og starfið á bæjunum. Í lok dagsins koma svo landsþekktir tónlistarmenn og halda tónleika fyrir ábúendur í stofunni þeirra. „Tónlistarmennirnir þurfa að laga sig að aðstæðunum hverju sinni en við höldum tónleikana bara inni í stofu, sama hversu lítil stofan er. Það er alveg mergjað að upplifa stemninguna þegar Björgvin Halldórsson er að syngja fyrir bóndann og bóndakonuna sem sitja í meters fjarlægð frá honum eða þegar Jónas og ritvélar framtíðarinnar, sem er tíu manna hljómsveit, spilar fyrir fimm áheyrendur. Ábúendur sitja bara heima hjá sér með breið bros og fá einkatónleika frá þekktustu og bestu hljómlistarmönnum þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara geðveikt og allir í skýjunum, bæði tónlistarmennirnir og áheyrendurnir,“ segir Bubbi. Hugmyndin að þáttunum er frá Bubba sjálfum komin. „Ég bý í sveit svo ég veit hvað íslenskir bændur eru að gera stórkostlega hluti og ég vil reyna að deila því með fólki,“ segir hann. Þættirnir verða sjö talsins og í þeim skoðar Bubbi það líka hvernig bændamenningin hefur breyst í áranna rás en margir bændur hafi fært sig úr búmennsku yfir í ferðamennsku. „Um daginn vorum við að taka upp á einum bæ þar sem bóndinn sagðist vera barnabóndi því hann tekur við svo mörgum börnum í heimsókn til sín. Mér fannst það alveg geðveikislega fallegt orð. Sjálfur er ég meiri gítarbóndi,“ bætir hann við og hlær. Upptökur á þáttunum standa yfir þessa dagana og eru þeir væntanlegir á Stöð 2 á haustmánuðum. „Ef vel tekst til og þættirnir vekja lukku geri ég mér svo vonir um að gera aðra þáttaröð sem yrði töluvert öðruvísi en myndi aftur tengjast rótum menningar okkar,“ segir Bubbi spenntur. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ég hringi bara á bóndabæi og spyr hvort ég megi koma í heimsókn með tónlistarfólk og halda tónleika í stofunni hjá fólkinu,“ segir Bubbi Morthens um nýja þætti sína sem ganga undir vinnuheitinu Beint frá býli. Í þáttunum heimsækir Bubbi sveitabæi um allt land í einn dag og kynnir sér lífið og starfið á bæjunum. Í lok dagsins koma svo landsþekktir tónlistarmenn og halda tónleika fyrir ábúendur í stofunni þeirra. „Tónlistarmennirnir þurfa að laga sig að aðstæðunum hverju sinni en við höldum tónleikana bara inni í stofu, sama hversu lítil stofan er. Það er alveg mergjað að upplifa stemninguna þegar Björgvin Halldórsson er að syngja fyrir bóndann og bóndakonuna sem sitja í meters fjarlægð frá honum eða þegar Jónas og ritvélar framtíðarinnar, sem er tíu manna hljómsveit, spilar fyrir fimm áheyrendur. Ábúendur sitja bara heima hjá sér með breið bros og fá einkatónleika frá þekktustu og bestu hljómlistarmönnum þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara geðveikt og allir í skýjunum, bæði tónlistarmennirnir og áheyrendurnir,“ segir Bubbi. Hugmyndin að þáttunum er frá Bubba sjálfum komin. „Ég bý í sveit svo ég veit hvað íslenskir bændur eru að gera stórkostlega hluti og ég vil reyna að deila því með fólki,“ segir hann. Þættirnir verða sjö talsins og í þeim skoðar Bubbi það líka hvernig bændamenningin hefur breyst í áranna rás en margir bændur hafi fært sig úr búmennsku yfir í ferðamennsku. „Um daginn vorum við að taka upp á einum bæ þar sem bóndinn sagðist vera barnabóndi því hann tekur við svo mörgum börnum í heimsókn til sín. Mér fannst það alveg geðveikislega fallegt orð. Sjálfur er ég meiri gítarbóndi,“ bætir hann við og hlær. Upptökur á þáttunum standa yfir þessa dagana og eru þeir væntanlegir á Stöð 2 á haustmánuðum. „Ef vel tekst til og þættirnir vekja lukku geri ég mér svo vonir um að gera aðra þáttaröð sem yrði töluvert öðruvísi en myndi aftur tengjast rótum menningar okkar,“ segir Bubbi spenntur. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira