Bændur fá einkatónleika heim í stofu í nýjum þætti 7. júní 2012 09:00 Bubbi Morthens mætir með landsþekkta tónlistarmenn í heimsókn á sveitabæi í nýjum þætti sem er væntanlegur á Stöð 2 í haust. Björgvin Halldórsson er meðal þeirra sem fram koma í þættinum. „Ég hringi bara á bóndabæi og spyr hvort ég megi koma í heimsókn með tónlistarfólk og halda tónleika í stofunni hjá fólkinu,“ segir Bubbi Morthens um nýja þætti sína sem ganga undir vinnuheitinu Beint frá býli. Í þáttunum heimsækir Bubbi sveitabæi um allt land í einn dag og kynnir sér lífið og starfið á bæjunum. Í lok dagsins koma svo landsþekktir tónlistarmenn og halda tónleika fyrir ábúendur í stofunni þeirra. „Tónlistarmennirnir þurfa að laga sig að aðstæðunum hverju sinni en við höldum tónleikana bara inni í stofu, sama hversu lítil stofan er. Það er alveg mergjað að upplifa stemninguna þegar Björgvin Halldórsson er að syngja fyrir bóndann og bóndakonuna sem sitja í meters fjarlægð frá honum eða þegar Jónas og ritvélar framtíðarinnar, sem er tíu manna hljómsveit, spilar fyrir fimm áheyrendur. Ábúendur sitja bara heima hjá sér með breið bros og fá einkatónleika frá þekktustu og bestu hljómlistarmönnum þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara geðveikt og allir í skýjunum, bæði tónlistarmennirnir og áheyrendurnir,“ segir Bubbi. Hugmyndin að þáttunum er frá Bubba sjálfum komin. „Ég bý í sveit svo ég veit hvað íslenskir bændur eru að gera stórkostlega hluti og ég vil reyna að deila því með fólki,“ segir hann. Þættirnir verða sjö talsins og í þeim skoðar Bubbi það líka hvernig bændamenningin hefur breyst í áranna rás en margir bændur hafi fært sig úr búmennsku yfir í ferðamennsku. „Um daginn vorum við að taka upp á einum bæ þar sem bóndinn sagðist vera barnabóndi því hann tekur við svo mörgum börnum í heimsókn til sín. Mér fannst það alveg geðveikislega fallegt orð. Sjálfur er ég meiri gítarbóndi,“ bætir hann við og hlær. Upptökur á þáttunum standa yfir þessa dagana og eru þeir væntanlegir á Stöð 2 á haustmánuðum. „Ef vel tekst til og þættirnir vekja lukku geri ég mér svo vonir um að gera aðra þáttaröð sem yrði töluvert öðruvísi en myndi aftur tengjast rótum menningar okkar,“ segir Bubbi spenntur. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Sjá meira
„Ég hringi bara á bóndabæi og spyr hvort ég megi koma í heimsókn með tónlistarfólk og halda tónleika í stofunni hjá fólkinu,“ segir Bubbi Morthens um nýja þætti sína sem ganga undir vinnuheitinu Beint frá býli. Í þáttunum heimsækir Bubbi sveitabæi um allt land í einn dag og kynnir sér lífið og starfið á bæjunum. Í lok dagsins koma svo landsþekktir tónlistarmenn og halda tónleika fyrir ábúendur í stofunni þeirra. „Tónlistarmennirnir þurfa að laga sig að aðstæðunum hverju sinni en við höldum tónleikana bara inni í stofu, sama hversu lítil stofan er. Það er alveg mergjað að upplifa stemninguna þegar Björgvin Halldórsson er að syngja fyrir bóndann og bóndakonuna sem sitja í meters fjarlægð frá honum eða þegar Jónas og ritvélar framtíðarinnar, sem er tíu manna hljómsveit, spilar fyrir fimm áheyrendur. Ábúendur sitja bara heima hjá sér með breið bros og fá einkatónleika frá þekktustu og bestu hljómlistarmönnum þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara geðveikt og allir í skýjunum, bæði tónlistarmennirnir og áheyrendurnir,“ segir Bubbi. Hugmyndin að þáttunum er frá Bubba sjálfum komin. „Ég bý í sveit svo ég veit hvað íslenskir bændur eru að gera stórkostlega hluti og ég vil reyna að deila því með fólki,“ segir hann. Þættirnir verða sjö talsins og í þeim skoðar Bubbi það líka hvernig bændamenningin hefur breyst í áranna rás en margir bændur hafi fært sig úr búmennsku yfir í ferðamennsku. „Um daginn vorum við að taka upp á einum bæ þar sem bóndinn sagðist vera barnabóndi því hann tekur við svo mörgum börnum í heimsókn til sín. Mér fannst það alveg geðveikislega fallegt orð. Sjálfur er ég meiri gítarbóndi,“ bætir hann við og hlær. Upptökur á þáttunum standa yfir þessa dagana og eru þeir væntanlegir á Stöð 2 á haustmánuðum. „Ef vel tekst til og þættirnir vekja lukku geri ég mér svo vonir um að gera aðra þáttaröð sem yrði töluvert öðruvísi en myndi aftur tengjast rótum menningar okkar,“ segir Bubbi spenntur. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Sjá meira