Lífið

Engin punghlíf í óþægilegum ástarsenum

Robert Pattinson úr Twilight-myndunum fannst óþægilegt að leika í ástarsenum í myndinni Cosmopolis. Eitt atriði olli hjá honum meiri kvíða en önnur.

„Ég var skíthræddur við tökurnar. Mér leist ekkert á eitt kynlífsatriði. Stelpunni leið vel nakinni en ekki mér. Hún fór úr öllum fötunum og ég sat og hugsaði með mér: „Jæja, ég er ekki einu sinni með punghlífina mína." Þetta var ótrúlegt," sagði Pattinson.

Leikstjóri Cosmopolis er David Cronenberg og var hún frumsýnd á Cannes-hátíðinni fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.