Lífið

Spila tónlist við kvikmyndaverk

Daníel Bjarnason spilar með Ben Frost í Hörpunni í kvöld. Mynd/GVA
Daníel Bjarnason spilar með Ben Frost í Hörpunni í kvöld. Mynd/GVA
Daníel Bjarnason og Ben Frost flytja tónverkið We don’t need other worlds, we need mirrors – Music for Solaris, á tónleikum í Hörpunni í kvöld.

 

Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík og með þeim á sviðinu verður Sinfóníetta Krakár og tveir íslenskir slagverksleikarar. Verkið hefur verið flutt í Póllandi, Austurríki og í New York en verður í fyrsta sinn flutt hér á landi í kvöld. Við tónlistina er sýnt kvikmyndaverk Brians Eno og Nicks Robertson sem byggir á kvikmynd Tarkovskí, Solaris, frá árinu 1972.

 

„Þetta hefur verið mjög gaman. Þetta verk er ólíkt því sem bæði ég og Ben gerum sjálfir í okkar tónlist. Þarna verður til þríhyrningur milli mín, hans og þessarar myndar,“ segir Daníel. Á tónleikunum leikur Ben Frost á rafmagnsgítar sem hann keyrir í gegnum ýmsa hljóðeffekta og Daníel leikur á breytt píanó.

 

„Tónlistin varð til þegar við Ben horfðum á myndina og spiluðum af fingrum fram í tvo daga. Við höfum eiginlega ekki horft á myndina síðan þá. Tónlistin fékk bara sitt eigið líf þegar við fórum að hlusta á það sem við gerðum.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.