Lífið

Þarf að berjast fyrir laununum

Cheryl Cole hyggst ekki gefast upp þrautalaust og ætlar að fá það sem henni ber frá framleiðendum X-Factor.
Cheryl Cole hyggst ekki gefast upp þrautalaust og ætlar að fá það sem henni ber frá framleiðendum X-Factor.
Sorgarsaga Cheryl Cole í bandaríska X-Factor tekur á sig nýja mynd á hverjum degi. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Cole rekin úr bandarísku raunveruleikaseríunni X-Factor. Hún á hins vegar inni laun upp á 226 milljónir íslenskra króna og hún hyggst ekki gefa tommu eftir til að fá þá summu greidda inn á launareikning sinn.

 

Framleiðandi X-Factor, Fremantle, ætlar að gera Cole lífið leitt og hefur nú farið fram á það við söngkonuna að hún útvegi sér atvinnuleyfi í Ameríku svo hægt sé að borga henni. Cole hefur því ákveðið að leita á náðir bandaríska sendiráðsins í London í von um að sendiherrann leggi sitt á vogarskálarnar til að greiða úr flækjunni og útvegi henni tilskilin leyfi. „Þetta er refskák," hefur bandaríska blaðið Hollywood Reporter eftir heimildarmanni sínum.



Ekki er enn vitað hvernig þessu undarlega máli lyktar. Samkvæmt sumum fjölmiðlum er ekki útilokað að Cole muni koma fram í þættinum og þá sem einhvers konar gestadómari. Aðrir fjölmiðlar telja að öll dramatíkin í kringum brotthvarf Cole verði höfð inni í þáttaröðinni, en söngkonan var rekin eftir aðeins fjórar upptökur og söngkona Pussycat Dolls, Nicole Scherzinger, ráðin í hennar stað. Cole er hins vegar enn sannfærð um að breski sjónvarpsmógúllinn Simon Cowell standi á bak við brottreksturinn og af þeim sökum neitaði hún meðal annars 2,8 milljóna punda tilboði um að taka að sér dómarasæti í breska X-Factor. „Cowell heldur að hann geti fært fólk til eins og taflmenn," hefur Hollywood Reporter eftir innanbúðarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.