Fox hætti út af kynþokkanum 6. júní 2011 09:30 Konurnar hans Bay Labeouf segir að Megan Fox hafi ekki hugnast starfsaðferðir Michaels Bay og því hafi hún hætt í Transformers. Victoria‘s Secret-fyrirsætan Rosie Huntington Whitley hefur tekið við keflinu af Fox. Shia Labeouf, stjarnan úr Transformers-myndunum, hefur útskýrt af hverju Megan Fox hvarf á braut úr myndaflokknum. Henni hugnaðist víst ekki að leika hálfgerða kynlífsdúkku eins og leikstjórinn Michael Bay vildi láta hana líta út fyrir að vera á hvíta tjaldinu. Þær sögusagnir hafa gengið að Fox hafi verið rekin úr hlutverkinu sökum þess að hún hafi verið ódæl og ekki sýnt leikstjóranum Michael Bay nægilega virðingu í viðtölum. Labeouf, sem hefur löngum verið þekktur fyrir að láta allt flakka í viðtölum, tekur upp hanskann fyrir fyrrum samstarfskonu sína í viðtali við Los Angeles Times og sendir leikstjóranum Bay tóninn í nýlegu viðtali. Labeouf segir Bay vera eilítið taktlausan þegar komi að kvikmyndatökum og hann hafi ekki alveg verið nógu nærgætinn við hina ungu og óreyndu Fox. „Sumum finnst Bay vera svolítið dónalegur kvikmyndagerðarmaður miðað við hvernig hann festir konur á filmu. Hann vill að konur höfði til kynhvata sextán ára pilta og Fox leið aldrei vel með það. Hún var algjörlega óþekkt en var svo bara skellt fyrir framan tökuvélarnar og sagt að hún væri kynþokkafyllsta kona heims. Og hún átti erfitt með að sætta sig við það. Þegar Bay vildi að hún gerði ákveðna hluti þá var aldrei neinn tími til að fara fínt í hlutina heldur var bara vaðið áfram. Og þannig er Bay bara.“ Labeouf hrósar hins vegar nýjustu mótleikkonu sinni, Rosie Huntington-Whitley. Hún hafi verið betur undirbúin undir hlutverk sem á að vera löðrandi í kynþokka. „Hún er auðvitað með þessa Victoria‘s Secret-reynslu þannig að henni leið alltaf vel með sitt. Hún veit alveg hvað Bay er að hugsa og það breytti auðvitað allri stemningunni á tökustaðnum.“asdf Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Shia Labeouf, stjarnan úr Transformers-myndunum, hefur útskýrt af hverju Megan Fox hvarf á braut úr myndaflokknum. Henni hugnaðist víst ekki að leika hálfgerða kynlífsdúkku eins og leikstjórinn Michael Bay vildi láta hana líta út fyrir að vera á hvíta tjaldinu. Þær sögusagnir hafa gengið að Fox hafi verið rekin úr hlutverkinu sökum þess að hún hafi verið ódæl og ekki sýnt leikstjóranum Michael Bay nægilega virðingu í viðtölum. Labeouf, sem hefur löngum verið þekktur fyrir að láta allt flakka í viðtölum, tekur upp hanskann fyrir fyrrum samstarfskonu sína í viðtali við Los Angeles Times og sendir leikstjóranum Bay tóninn í nýlegu viðtali. Labeouf segir Bay vera eilítið taktlausan þegar komi að kvikmyndatökum og hann hafi ekki alveg verið nógu nærgætinn við hina ungu og óreyndu Fox. „Sumum finnst Bay vera svolítið dónalegur kvikmyndagerðarmaður miðað við hvernig hann festir konur á filmu. Hann vill að konur höfði til kynhvata sextán ára pilta og Fox leið aldrei vel með það. Hún var algjörlega óþekkt en var svo bara skellt fyrir framan tökuvélarnar og sagt að hún væri kynþokkafyllsta kona heims. Og hún átti erfitt með að sætta sig við það. Þegar Bay vildi að hún gerði ákveðna hluti þá var aldrei neinn tími til að fara fínt í hlutina heldur var bara vaðið áfram. Og þannig er Bay bara.“ Labeouf hrósar hins vegar nýjustu mótleikkonu sinni, Rosie Huntington-Whitley. Hún hafi verið betur undirbúin undir hlutverk sem á að vera löðrandi í kynþokka. „Hún er auðvitað með þessa Victoria‘s Secret-reynslu þannig að henni leið alltaf vel með sitt. Hún veit alveg hvað Bay er að hugsa og það breytti auðvitað allri stemningunni á tökustaðnum.“asdf
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira