Lífið

Stefnir í spurningastríð

Logi Bergmann snýr aftur í spurningaþættina en stefnt er að því að nýr spurningaþáttur fari í loftið á Stöð 2 í haust.
Fréttablaðið/Stefán
Logi Bergmann snýr aftur í spurningaþættina en stefnt er að því að nýr spurningaþáttur fari í loftið á Stöð 2 í haust. Fréttablaðið/Stefán
Logi Bergmann Eiðsson undirbýr nú af kappi nýjan spurningaþátt sem fer í loftið á Stöð 2 í haust. Þátturinn verður með svipuðu sniði og Bomban sem var á dagskrá í fyrra. Logi gerir ráð fyrir að þættirnir hefji göngu sína strax í haust.

„Ég mun eiga fund með Saga Film í næstu viku og þá reynum við að teikna þennan þátt upp," segir Logi sem telur ekki útilokað að spjallþátturinn Logi í beinni verði á ferli seinna um veturinn. Logi er náttúrlega eldri en tvævetur í spurningaþáttum því hann stjórnaði Gettu betur í sjö ár og var með spurningaþáttinn Meistarann í tvö ár. Þá hefur hann séð um spurningakeppni fjölmiðlanna á Bylgjunni undanfarin ár.

Það stefnir því í mikið spurningastríð hjá sjónvarpsstöðvum þetta árið. RÚV verður með sitt Útsvar og Gettu betur og að sögn Kristjönu Thors Brynjólfsdóttur, dagskrárstjóra Skjás eins, er stefnt að því að setja Ha? aftur á dagskrá í vetur sem Jóhann G. Jóhannsson stjórnaði ásamt þeim Sólmundi Hólm og Eddu Björg Eyjólfsdóttur. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.