Haffi Haff: Sjómennskan heillar enn 4. júní 2011 11:00 Haffi Haff hélt ungur til sjós og telur þá dýrmætu reynslu hafa veitt sér forskot í lífinu.Fréttablaðið/Anton Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska. „Pabbi er skipstjóri og á tvö krabbaveiðiskip í Seattle og ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara í fyrsta túrinn, bara átta ára. Pabbi gætti auðvitað vel að öryggi mínu og veran um borð var fyrst og fremst hugsuð sem tími sem við feðgarnir gætum átt saman. Þetta var alls engin þrælkunarvinna heldur leikur, allavega svona fyrst í stað," segir Haffi léttur í bragði þegar blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans.Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjómennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnaðist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól," segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölurinn en tjónið var heilmikið." Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerðist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu."Að endingu fór þó svo að tónlistin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja lokahönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunarsinni," segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma." Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er tiltölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og samfagna með hinum sjóurunum," segir hann og glottir. roald@frettabladid.is Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira
Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, hefur sýnt að honum er fleira til lista lagt en tónsmíðar og tískuráðleggingar, eins og sannaðist rækilega með sigrinum í þrautaþættinum Wipeout. Þótt ungur sé að árum, einungis 26 ára, hefur Haffi marga fjöruna sopið og hélt snemma til sjós ásamt föður sínum við strendur Alaska. „Pabbi er skipstjóri og á tvö krabbaveiðiskip í Seattle og ég var ekki hár í loftinu þegar ég fékk að fara í fyrsta túrinn, bara átta ára. Pabbi gætti auðvitað vel að öryggi mínu og veran um borð var fyrst og fremst hugsuð sem tími sem við feðgarnir gætum átt saman. Þetta var alls engin þrælkunarvinna heldur leikur, allavega svona fyrst í stað," segir Haffi léttur í bragði þegar blaðamaður grennslast fyrir um þennan kafla í lífi hans.Getuna til að takast á við ólík og krefjandi verkefni þakkar glyspopparinn reynslunni af sjómennskunni á sumrin, enda hafi ekki síður þurft kjark og þor til að takast á við sjálfa áhöfnina en óblíðnáttúruöflin. „Þetta var þroskandi tími, þarna fullorðnaðist ég mjög hratt. Ég fékk meiri ábyrgð og vinnu eftir því sem árin liðu og ávann mér þannig virðingu hinna, sem er ekkert lítið mál enda sjómenn mikil hörkutól," segir Haffi, sem lenti í ýmsum ævintýrum á hafi úti. „Eitt eftirminnilegasta atvikið og reyndar skelfilegasta líka var þegar við rákumst á annað skip. Algjört neyðarástand ríkti um tíma þar sem við bjuggumst allt eins við að skipið sykki þá og þegar. Sem betur fer slapp kjölurinn en tjónið var heilmikið." Þótt sjómannslífið hafi átt vel við Haffa stefndi hugurinn snemma annað. „Eiginlega gerðist það á þessum tíma á túrunum að mig fór að dreyma um að verða hönnuður. Langaði ekkert að verða frægur en var ákveðinn í að ná langt hvert svo sem leiðin lægi, en sjómennskan styrkti mig og kenndi mér sjálfstjórn og aga sem ég hef haft síðan. Hún veitti mér líka frelsi, ég fékk tíma til að átta mig á því hver ég er og hvað ég vildi, ég blómstraði alveg í þessu umhverfi. Þannig að ég tel þessa reynslu hafa verið jákvæða í alla staði og veitt mér ákveðið forskot í lífinu."Að endingu fór þó svo að tónlistin varð ofan á og um þessar mundir er Haffi að leggja lokahönd á nýtt efni. „Ég er á kafi að útsetja en er ekki alveg klár á því hvernig það kemur út, hvort það verður á diski eða með öðru sniði. Svo ætla ég að gefa mér góðan tíma í þetta, enda fullkomnunarsinni," segir hann. Þig langar ekkert aftur á sjóinn? „Ég gæti vel hugsað mér það. Ég var að spá í að fara á sjó hér en komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi frekar skella mér með pabba við tækifæri og verja með honum góðum tíma." Sjóaraeðlið segir þó alltaf til sín og á morgun ætlar Haffi að leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn þar sem Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur. „Yfirleitt eru helgarnar mínar pakkaðar en þessi er tiltölulega róleg svo ég ætla að gera mér glaðan dag og rölta niður á bryggju. Njóta lífsins og samfagna með hinum sjóurunum," segir hann og glottir. roald@frettabladid.is
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira