Lífið

Talar ekki við Britney

Justin Timberlake segist hafa þroskast heil ósköp frá því hann sló fyrst í gegn með N‘Sync.
Justin Timberlake segist hafa þroskast heil ósköp frá því hann sló fyrst í gegn með N‘Sync.
Justin Timberlake talaði meðal annars um æskuástina sína, söngkonuna Britney Spears, í nýju viðtali við Vanity Fair. Hann segir samband þeirra ekki geta talist eðlilegt, enda voru þau ung og forrík.

Timberlake hefur ekki talað við Spears í rúman áratug og segir þau hafa þroskast í ólíkar áttir. „Við áttum samleið. Við vorum frá smábæjum og unnum í sama bransa. En svo vex maður úr grasi og þroskast. Ég get aðeins talað fyrir sjálfan mig, en ég á ekkert skylt við strákinn sem ég var. Ég held að við höfum ekki verið alveg eðlileg, það var ekkert venjulegt við líf okkar. Við eyddum allt of miklum tíma í að vera fræg.“ Timberlake segist hafa getað gert allt sem hann langaði til þrátt fyrir ungan aldur. Hann ferðaðist um heiminn í einkaþotu og keypti sér allt sem hugurinn girntist.

Aðspurður segir Timberlake stjörnur sækja í sambönd með öðrum stjörnum því þeim líði betur í návist hverjum hjá öðrum. „Við skiljum hvert annað og hugsum: „Guði sé lof, loksins einhver sem veit hvernig mér líður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.