Fleiri fréttir

Lausn fundin á Hobbitanum

Íbúar Nýja-Sjálands önduðu margir hverjar léttar í gær þegar forsætisráðherra landsins, John Key, tilkynnti að samningar hefðu náðst milli ríkisstjórnarinnar og kvikmyndafyrirtækisins Warner Bros. Það er því ljóst að tökur á tveimur myndum upp úr Hobbitanum, forleiknum að Hringadróttinssögu, geta hafist í febrúar á næsta ári eins og ráðgert hafði verið.

Kristján eldaði fyrir gestina sína

„Mamma gaf okkur gjarnan þorsk eða ýsu í bakaðri karrísósu og þaðan er fyrirmyndin komin,“ segir Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og kennari með meiru. Í gær kom út ævisaga Kristjáns, skráð af Þórunni Sigurðardóttur, og af því tilefni bauð tenórinn vinum og velunnurum í alvöru veislu á La Primavera.

Zach Galifianakis í Prúðuleikarana

Leikarinn með flókna nafnið, Zach Galifianakis, er sagður eiga í viðræðum við fyrirtæki Jims Henson um að gera kvikmynd með Prúðuleikurunum ásamt Jason Segel. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en samkvæmt Empire Online gengur hún undir hinu hógværa nafni The Greatest Muppet Movie Ever Made. Chris Cooper, Amy Adams og Rashida Jones hafa þegar samþykkt að leika í myndinni en ný brúða verður kynnt til leiks í myndinni, Walter. Söguþráðurinn er á þá leið að Segel og Walter reyna að hafa uppi á gamla genginu og fá það til að aðstoða við að bjarga gömlu kvikmyndaveri sem á að rífa.

Jónsi og McCartney töpuðu

Ryan Bingham og T-Bone Burnett áttu besta frumsamda lagið sem var samið fyrir kvikmynd á verðlaunahátíðinni World Soundtrack Awards sem var haldin í Belgíu. Lagið nefnist The Weary Kind og er úr myndinni Crazy Heart með Jeff Bridges í Óskarsverðlaunahlutverki.

Ísland fær samþykki frá Hollywood

Ísland hefur verið tekið af svörtum lista tryggingarfélaga sem sérhæfa sig í að tryggja kvikmyndagerð utan Ameríku. Ísland lenti á þessum lista þegar eldgosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst og flugsamgöngur um allan heim röskuðust. Fulltrúi stórfyrirtækisins Warner Bros. gerði úttekt á nokkrum atriðum hér á landi sökum þess að fyrirtækið leitar nú að tökustað fyrir stórmynd sem það hyggst framleiða og kemur Ísland til greina sem mögulegur tökustaður.

Heimsþekkt daðurdrottning á leið til Íslands á nýjan leik

„Tracey kom hingað fyrir sex árum síðan, þegar við gáfum út bókina hennar Súpersex. Og það má eiginlega segja að hún hafi fallið fyrir landi og þjóð,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi hjá Forlaginu. Kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Tracey Cox heimsækir Ísland á nýjan leik 10. nóvember til að kynna bókina sína Lostaleikir. „Tracey hefur margoft óskað eftir því að fá að koma hingað aftur. Hún hlaut mjög góðar viðtökur hjá þjóðinni á sínum tíma og kenndi Íslendingum heilmikið um rómantík og nýstárleg rekkjubrögð.“

Ætla að hafa gaman af þessu

Síðrokksveitin Náttfari spilar á Sódómu í kvöld eftir margra ára hlé. Sveitina skipa tveir meðlimir Leaves, þeir Andri Ásgrímsson og Nói Steinn Einarsson, Ólafur Josephsson (Stafrænn Hákon) og Haraldur Þorsteinsson sem er einnig bassaleikari í Feldberg og Stafrænum Hákoni.

Hefur enn trú á Sheen

Leikkonan Denise Richards er ekki búin að missa álitið á fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Charlie Sheen. Stutt er síðan hann var handtekinn fyrir að rústa hótelherbergi sitt í New York undir áhrifum vímuefna.

Ekki bara saga um Ragga

Heimildarmyndin Með hangandi hendi er á leiðinni í bíó. Ekki bara saga um Ragga Bjarna heldur einnig um skemmtanalíf Íslendinga, að sögn leikstjórans Árna Sveinssonar.

Ókeypis Jukk á nýrri síðu

Platan Jukk með Prinspóló kemur út 10. nóvember. Þangað til verður aðdáendum gefið færi á að hlýða á alla plötuna endurgjaldslaust á glænýjum vef, Prinspolo.com.

Tvær myndir til viðbótar

Leikstjórinn James Cameron ætlar að hefja handritaskrif á tveimur framhaldsmyndum Avatar snemma á næsta ári. Stefnt er á að fyrri myndin komi í bíó eftir fjögur ár og sú síðari ári síðar, eða í desember 2015.

Affleck með Stiller

Casey Affleck hyggst skella sér aftur í leikarabuxurnar eftir að hafa leikstýrt Joaquin Phoenix í gamanheimildarmyndinni I‘m Still Here. Casey hyggst leika í kvikmyndinni Tower Heist en um hasargamanmynd er að ræða.

Suede aftur í sviðsljósið

Hljómsveitin Suede er lögð af stað í stutta tónleikaferð eftir að hafa legið í dvala í sjö ár. Tilefnið er ný safnplata, The Best of Suede.

Saga sem er lyginni líkust

Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust.

Löng og kaflaskipt Sálarlög

Fjórtánda plata Sálarinnar hans Jóns míns, Upp og niður stigann, er komin út. Platan var unnin að töluverðu leyti í samvinnu við Stórsveit Reykjavíkur með Samúel J. Samúelsson í fararbroddi.

Mundi fékk fötin sín aftur

„Við duttum í lukkupottinn og endur­heimtum allan lagerinn okkar gegn fundarlaunum,“ segir Mundi fatahönnuður en Fréttablaðið sagði frá því um daginn að brotist hefði verið inn í nýopnaða búð hans á Laugaveginum og lager­inn nánast tæmdur. „Við fengum allt til baka og þurfum því ekki spá í þessu meir sem er mikill léttir,“ segir Mundi.

Saknar Harry Potter mikið

Rupert Grint, sem hefur leikið Ron Weasly í Harry Potter myndunum, viðurkennir að hann eigi erfitt með að sætta sig við að ævintýrinu sé lokið. Og hann sakni vinnufélaganna gríðarlega mikið.

Aftur til upphafsins

Útgáfuröðin Bootleg Series sem er helguð sjaldheyrðum upptökum frá ferli Bobs Dylan er einstök í tónlistarútgáfusögunni. Það hafa auðvitað komið út flottir pakkar með fágætu efni annarra listamanna, en það sem gerir Bootleg-röð Dylans sérstaka er sú staðreynd að þrátt fyrir magnið (15 diskar komnir) fara gæðin ekkert minnkandi.

Playboy ljósmyndari dæmir í samkeppni Samúels

Bandaríski ljósmyndarinn Marcel Indik hefur samþykkt að taka sæti í dómnefnd Samkeppni Samúels 2010. Hann hefur um langt skeið verið einn vinsælasti ljósmyndari fræga og fallega fólksins í Hollywood, og tekið á móti mörgum þekktum leikurum, söngvurum og ofurfyrirsætum í stúdíói sínu við Melrose. Þeirra á meðal Angelinu Jolie, en hana myndaði hann fyrst fyrir meira en áratug.

Annar Bieber-tvíburinn genginn út

„Við erum náttúrlega orðnir frekar þekktir,“ segir Jóhannes Þorkelsson en hann og tvíburabróðir hans, Steinn, þykja nauðalíkir söngvaranum Justin Bieber. Tímaritið Monitor fjallaði um tvíburana fyrr í vetur og síðan þá hafa strákarnir haft í nógu að snúast í félagslífi Verzlunarskólans, en þeir hófu nám við skólann nú í haust.

Kynþokkafullir plötusnúðar

Rússnesku plötusnúðarnir DJ Dolls spila í Halloween-partíi á Broadway á laugardaginn. „Þær eru rosalegar,“ segir skipuleggjandinn Addi Exos og fullyrðir að sjaldan hafi þokkafyllri plötusnúðar heimsótt Ísland.

Símahrekkur á FM957 vekur hörð viðbrögð

„Það var komið samþykki fyrir hrekknum og við vorum náttúrlega líka búin að taka út nöfnin til að koma í veg fyrir að fólkið þekktist,“ segir Svali, útvarpsmaður á FM957. Hann tekur jafnframt fram að þessir símahrekkir séu ekki í beinni útsendingu heldur teknir upp.

Stígur vals í Sherlock Holmes

„Þetta er svona „Einar valsar inn í mynd – Einar valsar út úr mynd“-atriði,“ segir Einar Aðalsteinsson leikari.

Glænýr háralitur

Eftir að söngkonan Leona Lewis sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum. Athygli vakti þegar Leona hætti við þaulskipulagt tónleikaferðalag af því að hún var í ástarsorg eftir erfið sambandsslitin við Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ár hvorki meira né minna. Burtséð frá því þá er Leona með nýjan háralit eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Snorri spilar á South By Southwest

„Þetta verður mjög gaman,“ segir Snorri Helgason sem spilar á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas næsta vor. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm spilar einnig á hátíðinni, sem er mjög þekkt á meðal tónlistaráhugamanna.

Prófessorinn er mikill krakki

Lagið Það geta ekki allir verið gordjöss með Páli Óskari situr í efsta sæti bæði Lagalistans og vinsældalista Rásar 2. Það hefur setið samanlagt í fimm vikur í efsta sæti yfir vinsælustu og mest spiluðu lög landsins. Lagið er á plötunni Diskóeyjan sem er nýkomin út. Á henni kennir Prófessorinn Óttarr Proppé börnum og öðrum tilheyrendum góða siði í fágunarskóla sínum við Diskóflóa.

Maður getur ekki sagt nei við William Shakespeare

„Þetta er smá áskorun, núna er maður búinn að lesa verkið og er að fara á fyrsta fund með leikstjóranum,“ segir Högni Egilsson, forsprakki Hjaltalín. Hann hefur fengið það vandasama verk í hendurnar að semja tónlistina við leikverkið Ofviðrið eftir sjálfan William Shakespeare sem Borgarleikhúsið frumsýnir um jólin. Leikstjóri er hinn litháíski Oskaras Korsunovas sem hlotið hefur fjölda verðlauna um allan heim. Með aðalhlutverkin fara þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason sem hafa ekki gert mikið af því að leika saman á sviði.

Karl Berndsen gefur út konubók

Útlitsráðgjafinn og sjónvarpsmaðurinn vinsæli Karl Berndsen sendir nú frá sér sína fyrstu bók og ber hún heitið VAXI-n – Finndu hvað fer þér best. Karl hefur um árabil starfað á sviði tísku- og fegurðar sem hárgreiðslumeistari og förðunarfræðingur, jafnt með heimsfrægum fyrirsætum, kvikmyndastjörnum og íslenskum þokkadísum. Undanfarin ár hefur hann veitt útlitsráðgjöf í sjónvarpsþáttunum Nýtt útlit sem hafa slegið rækilega í gegn. Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem Karl hefur safnað að sér á sínum fjölbreytilega ferli. Hann leggur ríka áherslu á að sérhver kona finni sinn eigin stíl og klæði sig í samræmi við það hvernig hún er VAXI-n. Titill bókarinnar vísar einmitt til vaxtarlags kvenna sem skipt er í fjóra meginflokka. Konum er kennt að þekkja vaxtarlag sitt útfrá bókstöfunum og hvernig skal klæða sig samkvæmt því. Þannig þarf að miða fataval við ákveðin hlutföll og jafnvægislist sem hann kynnir hér til sögunnar. Bókin er væntanleg í verslanir í byrjun nóvember og er hún sérlega tileinkuð þeim fjölmörgu konum sem nota eingöngu um 20% af fötunum sínum! Textaskrif er í höndum Steinunnar Þorvaldsdóttur. Útgefandii: Beauty Bar

Vigdís Finnbogadóttir og tugþúsundir kvenna

Tugir þúsunda kvenna eru staddar í miðborginni í tilefni dagsins en þær stóðu upp frá störfum sínum klukkan 14:25 í dag til þess að vekja athygli á launamuni kynjanna. Dagurinn í dag er einnig tileinkaður baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var bak við sviðið á Arnarhóli lýsir sönghópurinn Áfram stelpur eða söngkonurnar Brynhildur Björnsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Esther Jökulsdóttir og Margrét Pétursdóttir stemningunni sem ríkir á meðal kvennanna. Vigdísi Finnbogadóttur í fylgd dóttur sinnar má sjá hér ganga niður Skólavörðustiginn með kynsystrum sínum í átt að Arnarhóli upp úr klukkan þrjú í dag.

Sex kíló fokin á mánuði

„Fólk var farið að tala um að ég væri orðinn svo bangsalegur. Ég er að reyna að eyðileggja þessa bangsaímynd,“ segir popparinn Friðrik Dór, sem er í stífri einkaþjálfun um þessar mundir.

Menn orðsins saman á svið

„Ég er mikill aðdáandi Bjartmars og tel okkur eiga meira sameiginlegt en marga grunar,“ segir Erpur Eyvindarson rappari en hann og tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson ætla að leiða saman hesta sína næstkomandi þriðjudag og halda tónleika á Café Rosenberg.

Lopez- Börnin í fyrirsætubransann

Poppdívan Jennifer Lopez er búin að koma tveggja ára tvíburum sínum í fyrirsætubransann. Þau Emma og Max verða andlit nýrrar barnalínu Gucci sem kemur út í nóvember. Allur ágóði af fyrirsætustörfunum rennur beint til góðgerðasamtaka og Jennifer því hæst ánægð vinnu barna sinna. Lopez vill meina að dóttirin hafi erft tískuáhuga móðurinnar á meðan að sonurinn gefi þessu lítinn gaum.

Jay-Z semur við Rihönnu

Söngfuglinn Rihanna hefur skrifað undir hjá umboðsfyrirtæki Jay-Z, Roc Nation. Hún er stærsta stjarna fyrirtækisins og markar skrefið endalok samstarfs hennar og umboðsmannsins Marcs Jacobs, sem hefur séð um feril hennar og frama síðustu ár.

Fjölmennur Útidúr vekur athygli

„Við fórum í viðtöl hjá Frakka og einhverjum Ameríkana sem eru bloggarar,“ segir Kristinn Roach Gunnarsson, píanóleikari Útidúrs. Þessi efnilega poppsveit spilaði í Tjarnarbíói á Airwaves-hátíðinni fyrir skömmu og vakti þar athygli erlendra blaðamanna. „Þetta var mjög gaman. Þetta er mjög flottur staður og við fengum fín viðbrögð.“

Geggjaðir búningar Gabrielu Friðriks og Hrafnhildar (myndband)

Í meðfylgjandi myndskeiði sýna Gabriela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir búningana sem þær hönnuðu fyrir dansverkið Transaquania - Into thin Air en þær hönnuðu einnig sviðsmyndina. Á meðan á viðtalinu stendur klæðast þær búningunum eins og sjá má.

Þórunn Lárusdóttir býður á tónleika á kvennafrídaginn

Þórunn Lárusdóttir leikkona ætlar að skemmta ásamt fleira listafólki í Slippsalnum á kvennafrídaginn, annað kvöld klukkan 21:00. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Þórunn frá dagskránni og hverjir koma fram með henni. Frítt er inn á viðburðinn.

Dísa ljósálfur frumsýnd

Leiksýning fyrir alla fjölskylduna um þjóðkunna sögupersónu, Dísu ljósálf, var frumsýnd í Austurbæ í gær. Meðfylgjandi myndir voru teknar af frumsýningargestum sem skemmtu sér konunglega ef marka má fagnaðarlætin sem brutust út í lok sýningar. Hér má líka sjá þegar leikara, danshöfunda og Gunnar Þórðarson og Páll Baldvin Baldvinsson höfunda verksins hneigja sig eftir frábæra sýningu.

Ungfrú Ísland sendir kveðju heim

Ungfrú Ísland 2010, Fanney Ingvarsdóttir, sendir Íslendingum hlýjar kveðjur í myndbandinu sem sjá má hér (Youtube.com). Fanney er stödd í Kína þar sem hún keppir í Miss World eða fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur fyrir Íslands hönd. Fanney segir meðal annars frá því hvað henni líður vel í Kína og iþróttirnar sem hún stundar. Sjá kynningarmyndbandið.

Útsýnisstofu Björgólfs breytt í skemmtistað

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr bar sem ber heitið New Square var opnaður í gærkvöldi. Fjöldi fólks lagði leið sína á staðinn sem er staðsettur á efstu hæð í strætóhúsinu við Lækjatorg í Hafnarstræti 20 þar sem útsýnisstofa Björgólfs Guðmundssonar var áður. Staðurinn skiptist annarsvegar í veitingastað, sem ber heitið Fun & fine dining og hinsvegar er um að ræða skemmtistað þar sem bestu skífuþeytarar sem fást hverju sinni sjá um tónlistina.

Kærleiksklútar fyrir konur

Á konukvöldinu Bleika boðið sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í gær seldu og kynntu Íris Jónsdóttir og Ingunn Ingvadóttir kærleikslútana sem þær hönnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Þær eiga og reka fyrirtækið Spiral hönnun sem framleiðir kærleiksklútana. Þá má sjá betur í myndskeiðinu þar sem Íris og Ingunn sýna okkur hvernig hægt er að nota þá á óteljandi vegu.

Bleika boðið

Konukvöldið Bleika boðið var haldið í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, í gærkvöldi á vegum Krabbameinsfélagsins. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var gríðarlega góð stemning á meðal kvennanna sem nutu þess að eiga góða kvöldstund saman. Boðið hófst með fordrykk og síðan tók við fjölbreytt dagskrá fram eftir kvöldi.

55 þúsund á íslenskar myndir

Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu.

Bakarar berjast til góðs

Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta.

Chinatown valin best

Chinatown frá árinu 1974 hefur verið valin besta kvikmynd allra tíma af gagnrýnendum bresku blaðanna Guardian og Observer.

Gibson óvelkominn í Timburmenn 2

Starfsfólk við tökur á framhaldi gamanmyndarinnar Hangover gerði uppreisn í vikunni þegar til stóð að taka upp atriði með Mel Gibson.

Sjá næstu 50 fréttir